Trúleysi gerir tónlist góða Ómar Úlfur skrifar 17. september 2013 11:30 Bjorn úr ABBA segir trúarbrögð hefta sköpun Bjorn Ulvaeus úr ABBA telur að trúleysi Svía sé lykillinn að sköpunargleði þjóðarinnar . Svíþjóð hefur löngum verið framarlega í poppheiminum og hefur fjöldinn allur af vinsælustu tónlistarmönnum, upptökustjórum og lagahöfundum heimsins, komið frá landinu. Nýjustu dæmin eru upptökuteymið Swedish House Mafia og plötusnúðurinn og upptökustjórinn Avicii. Bjorn Ulvaeus telur að velgengni Svía á tónlistarsviðinu sé að miklu leyti trúleysi þeirra að þakka. Viðtal við Ulvaeus birtist á dögunum í The Wall Street Journal og þar segir hann m.a. að Svíþjóð sé frjálslynt og lýðræðislegt samfélag þar sem lengi hefur verið lögð áhersla á jöfnuð. Bjorn segir jafnframt að trúarbrögð séu lítið að flækjast fyrir sænsku þjóðinni sem horfi fram á veginn. Bjorn er húmanisti og mjög virkur sem slíkur. Hann er harður í afstöðu sinni gagnvart trúarbrögðum og segir þau beinlínis hefta alla sköpun. Bjorn segir að mikil eymd og miklar hörmungar hafi komið til vegna trúarbragða sem hafi í gegnum tíðina sloppið ótrúlega vel við gagnrýni. Hann tekur það fram í viðtalinu að hann eigi ekki við einhver ákveðin trúarbrögð eða fylgendur ákveðinna trúarbragða. Ulvaeus ræðir sömuleiðis um ABBA í viðtalinu og segir að sveitin hafi ekki verið elskuð af öllum í heimalandinu. Vinstri sinnaðir tónlistarmenn hafi kallað tónlist sveitarinnar innantóma og grunnhyggna. Sagan hafi hinsvegar sýnt fram á það að tónlist ABBA hafi gæði og eiginleika sem að endast. Harmageddon Mest lesið Popp gefur Brostinn streng með Lay Low Harmageddon Sætar stelpur kúka líka Harmageddon Fimm verstu handboltarokklögin Harmageddon Dómsmálið yfir Gísla hugsanlega mannlegur harmleikur Harmageddon Konungur undirganganna Harmageddon Tónarúm - VÖK Harmageddon Undirheimarnir of brútal fyrir skáldsögur Harmageddon Íslenskir fjölmiðlar um Pixies Harmageddon Pétur Jóhann girðir niður um sig á Miklubrautinni Harmageddon 20 ár síðan að Kurt Cobain dó - Allt sem þú þarf að vita um Nirvana Harmageddon
Bjorn Ulvaeus úr ABBA telur að trúleysi Svía sé lykillinn að sköpunargleði þjóðarinnar . Svíþjóð hefur löngum verið framarlega í poppheiminum og hefur fjöldinn allur af vinsælustu tónlistarmönnum, upptökustjórum og lagahöfundum heimsins, komið frá landinu. Nýjustu dæmin eru upptökuteymið Swedish House Mafia og plötusnúðurinn og upptökustjórinn Avicii. Bjorn Ulvaeus telur að velgengni Svía á tónlistarsviðinu sé að miklu leyti trúleysi þeirra að þakka. Viðtal við Ulvaeus birtist á dögunum í The Wall Street Journal og þar segir hann m.a. að Svíþjóð sé frjálslynt og lýðræðislegt samfélag þar sem lengi hefur verið lögð áhersla á jöfnuð. Bjorn segir jafnframt að trúarbrögð séu lítið að flækjast fyrir sænsku þjóðinni sem horfi fram á veginn. Bjorn er húmanisti og mjög virkur sem slíkur. Hann er harður í afstöðu sinni gagnvart trúarbrögðum og segir þau beinlínis hefta alla sköpun. Bjorn segir að mikil eymd og miklar hörmungar hafi komið til vegna trúarbragða sem hafi í gegnum tíðina sloppið ótrúlega vel við gagnrýni. Hann tekur það fram í viðtalinu að hann eigi ekki við einhver ákveðin trúarbrögð eða fylgendur ákveðinna trúarbragða. Ulvaeus ræðir sömuleiðis um ABBA í viðtalinu og segir að sveitin hafi ekki verið elskuð af öllum í heimalandinu. Vinstri sinnaðir tónlistarmenn hafi kallað tónlist sveitarinnar innantóma og grunnhyggna. Sagan hafi hinsvegar sýnt fram á það að tónlist ABBA hafi gæði og eiginleika sem að endast.
Harmageddon Mest lesið Popp gefur Brostinn streng með Lay Low Harmageddon Sætar stelpur kúka líka Harmageddon Fimm verstu handboltarokklögin Harmageddon Dómsmálið yfir Gísla hugsanlega mannlegur harmleikur Harmageddon Konungur undirganganna Harmageddon Tónarúm - VÖK Harmageddon Undirheimarnir of brútal fyrir skáldsögur Harmageddon Íslenskir fjölmiðlar um Pixies Harmageddon Pétur Jóhann girðir niður um sig á Miklubrautinni Harmageddon 20 ár síðan að Kurt Cobain dó - Allt sem þú þarf að vita um Nirvana Harmageddon