Poppprinsinn Justin Bieber er mikill aðdáandi ofurhetjunnar Batman en nú virðist sem hann gæti leikið eitt af aðalhlutverkunum í nýju Batman-myndinni, Batman Vs. Superman.
Justin birti mynd á Instagram af sér með handrit af myndinni sem er vatnsmerkt með nafni hans.
„#robin??” skrifaði Justin við myndina og því má draga þær ályktanir að hann fari í áheyrnarprufu fyrir hlutverk Robins, hægri handar Batmans, sem leikinn verður af Ben Affleck.
Bieber í prufu fyrir Batman?
