Heimsmet – 72,4 metra stökk á bíl Finnur Thorlacius skrifar 16. september 2013 10:30 „Ég ætla að halda áfram að stökkva á bílnum þangað til metið eða bíllinn brotnar“, sagði nýi heimsmethafinn í bílastökki, Joe Sylvester. Bíll hans flaug svo langt að það samsvarar megninu af lengd knattspyrnuvallar. Bíllinn hefur aflið til að ná dágóðri ferð fyrir stökkin, eða 1.400 hestöfl. Bíll hans er reyndar merkilega þungur, 4.535 kíló og er af Ram-gerð. Metstökkinu náði hann á Cornfield 500 bílahátíðinni, 72,42 metrum og hraði hans í stökkinu var 137 km/klst, sem er um það bil hámarkshraði þessa bíls. Í stökkinu eyðilagði hann framfjöðrun bílsins. Sylvester átti lengdarmetið árið 2010 uppá 63,39 metra, en missti það síðan og var því þess ákveðnari að ná því aftur. Sylvester segir að það sé ekki spurning um hæfileika að stökkva svona langt, heldur þor. Hann á ekki von á því að þurfa að bæta met sitt eða annarra í bráð. Mest lesið Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Innlent Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst Innlent Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Innlent Greint frá dánarorsök páfans Erlent Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent
„Ég ætla að halda áfram að stökkva á bílnum þangað til metið eða bíllinn brotnar“, sagði nýi heimsmethafinn í bílastökki, Joe Sylvester. Bíll hans flaug svo langt að það samsvarar megninu af lengd knattspyrnuvallar. Bíllinn hefur aflið til að ná dágóðri ferð fyrir stökkin, eða 1.400 hestöfl. Bíll hans er reyndar merkilega þungur, 4.535 kíló og er af Ram-gerð. Metstökkinu náði hann á Cornfield 500 bílahátíðinni, 72,42 metrum og hraði hans í stökkinu var 137 km/klst, sem er um það bil hámarkshraði þessa bíls. Í stökkinu eyðilagði hann framfjöðrun bílsins. Sylvester átti lengdarmetið árið 2010 uppá 63,39 metra, en missti það síðan og var því þess ákveðnari að ná því aftur. Sylvester segir að það sé ekki spurning um hæfileika að stökkva svona langt, heldur þor. Hann á ekki von á því að þurfa að bæta met sitt eða annarra í bráð.
Mest lesið Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Innlent Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst Innlent Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Innlent Greint frá dánarorsök páfans Erlent Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent