Sannleikurinn: Nýkrýnd Ungfrú Ísland fegin að vera laus við þessar tæfur Andri Þór Sturluson skrifar 16. september 2013 09:29 Tanja var á tímabili ekki viss um hvort hún myndi lifa þetta af. Íslandsmeistaramótið í að líta vel út fór fram um helgina. Fjöldi ættingja og vina keppenda mætti á veitingastaðinn Broadway til að fylgjast með krýningu Ungfrú Ísland en keppninni var ekki sjónvarpað að þessu sinni þar sem fáum öðrum finnst hún skemmtileg. Keppnin Ungfrú Ísland var ekki haldin í fyrra þar sem engin stúlka fannst sem taldist nógu falleg. Var það í fyrsta skipti í þrjátíu ár sem engin Ungfrú Ísland var krýnd. Að sögn þeirra sem höfðu umsjón með undirbúningi keppninnar voru allar þær stúlkur sem sóttu um að taka þátt, alveg forljótar og þegar leitað var sérstaklega að keppendum eins og stundum er gert, fannst engin myndarleg stúlka á landinu á þessum aldri. Því var ákveðið að fresta keppninni um ár í þeirri von að 2013 yrði einhver stúlka, með hjálp lýtalækninga, megrunar eða lystarstols, orðinn nógu falleg til að keppa í fegurðarsamkeppni. „Við förum ekki fram á að þessar stúlkur séu endilega nógu fallegar til að verða ungfrú heimur, en við myndum strax fagna því ef eitthvað af þessu væri sýningarhæft," sagði Arnar Laufdal, eigandi keppninnar þá. Nú hefur greinilega ýmislegt breyst á einu ári. Hópur glæsilegra kvenna kom saman eftir stífar æfingar á Broadway og keppti um hylli dómara. Bubbi Morthens var að sjálfsögðu á sínum stað sem formaður dómnefndar en í dómaraliðið bættist Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, fyrrverandi menntamálaráðherra. „Ég hélt að þetta yrði skemmtilegt,“ segir Þorgerður, sem starfar nú sem forstöðumaður mennta- og nýsköpunarsviðs Samtaka atvinnulífsins. „Þetta virtist vera góður hópur en svo kom annað í ljós og þetta voru gífurleg átök, baknag og stælar. Þetta var verra en nokkurt prófkjör sem ég hef tekið þátt í.“ Þorgerður segir stúlkurnar mjög hæfileikaríkar en sú staðreynd að þær hötuðu hver aðra hafi eyðilagt mikið fyrir þeim. Ungfrú Ísland 2013 Ungfrú Ísland 2013 heitir Tanja Ýr Ástþórsdóttir og er fegin að keppninni sé lokið og að hún sé loksins laus við þessar tæfur. „Það er alltaf talað um að það myndist svo góður hópur í svona keppnum og að maður eignist fullt af vinkonum. Það er bull,“ segir nýr Íslandsmeistari okkar í að vera fallegri en aðrir. „Maður þarf að eyða miklum tíma með hinum keppendunum, bæði í ræktinni og á æfingum. Tíma sem alveg eins hægt er að sturta ofan í klósettið. Þú ert aldrei óhult og hinar stelpurnar sitja fyrir þér í hverju horni og blanda sterkum hreinsiefnum í snyrtidótið þitt.“ Tanja segir keppni sem þessa vera gott veganesti fyrir framtíðina og að hún hafi lært ansi margt. Sérstaklega að setja sig ekki í svona aðstæður aftur. „Það kannski segir sig sjálft, þegar þú ert með hóp sem allar eru að reyna sigra ákveðna keppni þá verður það blóðugt. Allt er leyfilegt í stríði og fegurðarsamkeppnum.“Sannleikurinn rekur öfluga og óvæga fréttastofu þar sem engum er hlíft og ekkert mál er of stórt eða of lítið. Sannleikurinn er háður öllum stjórnmálaflokkum og hagsmunaaðilum. Fréttastofa Sannleikans hefur Facebook-síðu en vinsamlegast látið hana í friði. Harmageddon Mest lesið Hver drap Kurt Cobain? Sýnishorn úr nýrri mynd Harmageddon Bangsahommahátíð í Reykjavík Harmageddon Sannleikurinn: Sigmundur sennilega að ljúga því að stjórnarandstaðan muni ljúga Harmageddon Kóngalífi fagnað í fríríkinu Kristjaníu um helgina Harmageddon Popp gefur Brostinn streng með Lay Low Harmageddon Haim systur á toppi breska breiðskífulistans Harmageddon Nýtt myndband með Leoncie og Shades of Reykjavík Harmageddon Sadisti í Reykjavík Harmageddon Segir Nasista hafa litið vel út í Hugo Boss Harmageddon 20 ár frá Unplugged tónleikum Nirvana Harmageddon
Íslandsmeistaramótið í að líta vel út fór fram um helgina. Fjöldi ættingja og vina keppenda mætti á veitingastaðinn Broadway til að fylgjast með krýningu Ungfrú Ísland en keppninni var ekki sjónvarpað að þessu sinni þar sem fáum öðrum finnst hún skemmtileg. Keppnin Ungfrú Ísland var ekki haldin í fyrra þar sem engin stúlka fannst sem taldist nógu falleg. Var það í fyrsta skipti í þrjátíu ár sem engin Ungfrú Ísland var krýnd. Að sögn þeirra sem höfðu umsjón með undirbúningi keppninnar voru allar þær stúlkur sem sóttu um að taka þátt, alveg forljótar og þegar leitað var sérstaklega að keppendum eins og stundum er gert, fannst engin myndarleg stúlka á landinu á þessum aldri. Því var ákveðið að fresta keppninni um ár í þeirri von að 2013 yrði einhver stúlka, með hjálp lýtalækninga, megrunar eða lystarstols, orðinn nógu falleg til að keppa í fegurðarsamkeppni. „Við förum ekki fram á að þessar stúlkur séu endilega nógu fallegar til að verða ungfrú heimur, en við myndum strax fagna því ef eitthvað af þessu væri sýningarhæft," sagði Arnar Laufdal, eigandi keppninnar þá. Nú hefur greinilega ýmislegt breyst á einu ári. Hópur glæsilegra kvenna kom saman eftir stífar æfingar á Broadway og keppti um hylli dómara. Bubbi Morthens var að sjálfsögðu á sínum stað sem formaður dómnefndar en í dómaraliðið bættist Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, fyrrverandi menntamálaráðherra. „Ég hélt að þetta yrði skemmtilegt,“ segir Þorgerður, sem starfar nú sem forstöðumaður mennta- og nýsköpunarsviðs Samtaka atvinnulífsins. „Þetta virtist vera góður hópur en svo kom annað í ljós og þetta voru gífurleg átök, baknag og stælar. Þetta var verra en nokkurt prófkjör sem ég hef tekið þátt í.“ Þorgerður segir stúlkurnar mjög hæfileikaríkar en sú staðreynd að þær hötuðu hver aðra hafi eyðilagt mikið fyrir þeim. Ungfrú Ísland 2013 Ungfrú Ísland 2013 heitir Tanja Ýr Ástþórsdóttir og er fegin að keppninni sé lokið og að hún sé loksins laus við þessar tæfur. „Það er alltaf talað um að það myndist svo góður hópur í svona keppnum og að maður eignist fullt af vinkonum. Það er bull,“ segir nýr Íslandsmeistari okkar í að vera fallegri en aðrir. „Maður þarf að eyða miklum tíma með hinum keppendunum, bæði í ræktinni og á æfingum. Tíma sem alveg eins hægt er að sturta ofan í klósettið. Þú ert aldrei óhult og hinar stelpurnar sitja fyrir þér í hverju horni og blanda sterkum hreinsiefnum í snyrtidótið þitt.“ Tanja segir keppni sem þessa vera gott veganesti fyrir framtíðina og að hún hafi lært ansi margt. Sérstaklega að setja sig ekki í svona aðstæður aftur. „Það kannski segir sig sjálft, þegar þú ert með hóp sem allar eru að reyna sigra ákveðna keppni þá verður það blóðugt. Allt er leyfilegt í stríði og fegurðarsamkeppnum.“Sannleikurinn rekur öfluga og óvæga fréttastofu þar sem engum er hlíft og ekkert mál er of stórt eða of lítið. Sannleikurinn er háður öllum stjórnmálaflokkum og hagsmunaaðilum. Fréttastofa Sannleikans hefur Facebook-síðu en vinsamlegast látið hana í friði.
Harmageddon Mest lesið Hver drap Kurt Cobain? Sýnishorn úr nýrri mynd Harmageddon Bangsahommahátíð í Reykjavík Harmageddon Sannleikurinn: Sigmundur sennilega að ljúga því að stjórnarandstaðan muni ljúga Harmageddon Kóngalífi fagnað í fríríkinu Kristjaníu um helgina Harmageddon Popp gefur Brostinn streng með Lay Low Harmageddon Haim systur á toppi breska breiðskífulistans Harmageddon Nýtt myndband með Leoncie og Shades of Reykjavík Harmageddon Sadisti í Reykjavík Harmageddon Segir Nasista hafa litið vel út í Hugo Boss Harmageddon 20 ár frá Unplugged tónleikum Nirvana Harmageddon