Óvænt útspil Audi í Frankfurt Finnur Thorlacius skrifar 12. september 2013 10:45 Audi Nanuk Quattro er hæfættur og öflugur Það er enginn skortur á spennandi framboði nýrra og flottra bíla frá Audi um þessar mundir. Eitt óvæntasta útspil Audi hlýtur þó að teljast þessi bíll sem kynntur verður blaðamönnum og almenningi á bílasýningunni í Frankfurt sem var að opna. Bíllinn hefur fengið nafnið Audi Nanuk Quattro og er með 10 strokka dísilvél sem skilar þessum 1.900 kílóa bíl á 100 km hraða á 3,8 sekúndum. Ekki er hægt að verjast því að sjá Lamborghini svip á þessum bíl, en Lamborghini tilheyrir einmitt Volkswagen bílafjölskyldunni, rétt eins og Audi. Bíllinn sýnist á myndum ansi háfættur og ætti fyrir vikið að geta kljást við torfærari vegi, enda dekkin að auki risastór. Engum sögum fer um það hvort fjöldaframleiðsla muni hefjast á þessum bíl og er Audi vafalaust með þessu að fá í fyrstu viðbrögð við bílnum og tekur ákvarðanir eftir þau. Mest lesið Bjarni gefur ekki kost á sér og afsalar sér þingsæti Innlent Bandaríkin ein ástæða þess að Íslendingar eru eftirbátar Norðurlandanna Innlent Sætta sig ekki við neitt annað en að húsið verði rifið Innlent Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Innlent Tugir svekktra barna þurftu að snúa við á Kjalarnesi Innlent Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Erlent Peningadeilur Fjólu og Eddu á dagskrá dómstóla Innlent Vildi aðstoð lögreglu við að fá vinninginn afhentan Innlent Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Innlent 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Innlent
Það er enginn skortur á spennandi framboði nýrra og flottra bíla frá Audi um þessar mundir. Eitt óvæntasta útspil Audi hlýtur þó að teljast þessi bíll sem kynntur verður blaðamönnum og almenningi á bílasýningunni í Frankfurt sem var að opna. Bíllinn hefur fengið nafnið Audi Nanuk Quattro og er með 10 strokka dísilvél sem skilar þessum 1.900 kílóa bíl á 100 km hraða á 3,8 sekúndum. Ekki er hægt að verjast því að sjá Lamborghini svip á þessum bíl, en Lamborghini tilheyrir einmitt Volkswagen bílafjölskyldunni, rétt eins og Audi. Bíllinn sýnist á myndum ansi háfættur og ætti fyrir vikið að geta kljást við torfærari vegi, enda dekkin að auki risastór. Engum sögum fer um það hvort fjöldaframleiðsla muni hefjast á þessum bíl og er Audi vafalaust með þessu að fá í fyrstu viðbrögð við bílnum og tekur ákvarðanir eftir þau.
Mest lesið Bjarni gefur ekki kost á sér og afsalar sér þingsæti Innlent Bandaríkin ein ástæða þess að Íslendingar eru eftirbátar Norðurlandanna Innlent Sætta sig ekki við neitt annað en að húsið verði rifið Innlent Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Innlent Tugir svekktra barna þurftu að snúa við á Kjalarnesi Innlent Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Erlent Peningadeilur Fjólu og Eddu á dagskrá dómstóla Innlent Vildi aðstoð lögreglu við að fá vinninginn afhentan Innlent Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Innlent 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Innlent