Umfjöllun og viðtöl: Keflavík fór illa með KR Árni Jóhannsson í Ljónagryfjunni skrifar 29. september 2013 00:01 Keflvíkingar áttu ekki í miklum vandræðum með KR í dag þegar liðin mættust í úrslitaleik Lengjubikarsins í Ljónagryfjunni í Njarðvík. Keflavík hafði undirtökin allan leikinn og var aðeins á einum tímapunkti undir en það var í stöðunni 5-7 þegar 7:20 voru eftir í fyrsta leikhluta. Keflavík sneri því þó við og endaði leikhlutann með fimm stig í forskot og var vel að því komið. Guðmundur Jónsson var kominn með 8 stig fyrir Keflavík en Ingvaldur Hafsteinsson var atkvæðamestur með 6 stig hjá KR. Keflvíkingar voru ekkert á því að stíga af bensínsgjöfinni í öðrum leikhluta heldur juku þeir forskot sitt jafnt og þétt í 13 stiga forystu um miðbik leikhlutans. Svæðisvörn Keflvíkinga var ógnarsterk og voru þeir að neyða KR í að taka óþægileg skot á meðan Keflvíkingar voru að nýta sínar sóknir vel á hinum enda vallarins. KR náði þó að minnka muninn niður í sex stig með því að herða vörinina og láta boltann ganga betur milli manna í sókninni til að finna glufur á Keflvíkingunum. Liðin gengu til búningsherbergja í stöðunni 40-32 Keflavík í vil. Keflvíkingar mættu af sama krafti út í seinni hálfleik og þeir höfðu leikið fyrri hálfleikinn á. Staðan var orðin 51-36 eftir þrjár og hálfa mínútu og má segja að þeir hafi ekki litið um öxl eftir það. Staðan eftir þriðja fjórðung var 73-53 fyrir Keflavík. Suðurnesjaliðið sló samt sem áður ekki slöku við þótt forystan fyrir lokafjórðungin væri orðin þægileg. Svæðisvörnin var að skila fullt af stolnum boltum og auðveldum hraðaupphlaupum og til marks um það þá skoruðu KR-ingar aðeins fimm stig í lokaleikhlutanum á móti 16 stigum Keflvíkinga. Lokastaðan varð því 89-58 og Keflavík verðskuldaður sigurvegari í Lengjubikar karla. Eins og áður sagði var það vörn Keflvíkinga sem skóp þennan sigur en liðið í heild stal 21 bolta í dag. Liðsheildin var líka góð en fjórir leikmenn skoruðu meira en 10 stig en stigahæstur var Michael Craion með 21 stig ásamt því að rífa niður 13 fráköst. Menn skulu fara varlega í að dæma KR af þessum leik en Pavel Ermolinski náði sér ekki á strik og skilaði aðeins sex stigum í hús fyrir þá röndóttu og eiga þeir hann því alveg inni fyrir komandi átök. Að auki er á leiðinni til þeirra Bandarískur leikmaður í vikunni og hinn ungi Martin Hermannsson sat á tréverkinu í dag í borgaralegum klæðnaði.Andy Johnston: Megum ekki slaka á „Ég ber mikla virðingu fyrir liðinu sem við spiluðum við í kvöld, ég sá þá í undanúrslitunum og fannst þeir vera með hörkulið. Við hinsvegar reynum að vera fljótir að framkvæma kerfin okkar þó við séum með hörkulið einnig. Strákarnir mínir spiluðu virkilega vel og hart. KR verður þó betra þegar á líður, þeir eiga inni Bandaríkjamann og unga leikmanninn af bekknum [innsk. blm. Martin Hermannsson].Ég sagði við þjálfarann þeirra, þið eigið eftir að vera í fínum málum“, sagði kátur þjálfari Keflvíkinga Andy Johnston eftir fyrsta titil félagsins undir hans stjórn. „Ég vildi bara að við spiluðum okkar leik, eins vel og við gætum. Við höfum tekið framförum á seinustu vikum. Við þurftum samt að gera það í leikjum enda höfum við ekki náð neinum æfingum undanfarið. Þetta var 14. leikur okkar á 29 dögum þannig að við höfum ekki verið að taka langar æfingar eftir leiki enda væri það galið. Það fer dálítið í mig enda langar mig að hafa æfingar til að vinna í okkar málum. Við höfum þurft að vinna í okkar málum með því að ræða saman og gera það síðan í leikjum og hafa leikmennirnir staðið sig vel í því.“ Um stöðuna á liði sínu hafði Andy að segja: „Ég er ánægður með hvar við erum en það er löng ferð framundan. Við erum að gera marga hluti mjög vel en það eru sumir hlutir sem við verðum að gera betur. Við erum með góða leikmenn og þegar þeir framkvæma kerfin þá erum við mjög gott lið en ef góðir leikmenn vinna ekki saman lítur það ekki vel út.“ Spurt var út í vörn liðsins en Keflavík spilaði fantagóða vörn í leiknum. „Varnarlega erum við byrjaðir að spila harðar í lengri tíma en við verðum að geta spilað fast í 40 mínútur.“ „Það eru fjögur til fimm lið sem geta keppt um titilinn og ég segi við mína leikmenn að það er enginn orðinn meistari núna. Allir eru að vinna að því. Það fer eftir því hvað lið gera héðan í frá og fram í mars hverjir verða í baráttunni. Ef við slökum á þá þá verðum við hérna og önnur lið stinga okkur af þannig að við verðum að halda áfram að vinna í því að vera betri og verða eins gott lið og við getum orðið.“Finnur Stefánsson: Ætlum að kljást um þann stóra „Við vorum bara drulluslakir í kvöld og fylgir því dálítið sem við höfum verið að gera í síðustu tveimur leikjum. Við virðumst eiga helvíti langt í land“, sagði fúll þjálfari KR, Finnur Stefánsson eftir leik. „Mér fannst vanta kraft og áræðni, þetta eru sjö leikir á 15 dögum og þótt við séum með góða leikmenn þá erum við ekkert sérstaklega djúpir og mér fannst vera komin þreyta í mannskapinn. Við erum ekkert búnir að æfa af einhverju viti í einhvern tíma og það er margt sem þarf að laga.“ Um andstæðinga KR í kvöld sagði Finnur: „Keflavík er með frábært lið og hörku mannskap og ég er hrifinn af því sem Andy er að gera við þá. Þeir verða gríðarlega sterkir í vetur, eru búnir að bæta við sig flottum mönnum og gera góðann kjarna ennþá betri.“ „Við ætlum klárlega að vera að kljást um þann stóra og ef ég þekki Keflvíkinga rétt þá ætla þeir að gera það sama. Mér finnst þeir vera búnir að senda ágætis yfirlýsingu í þessum Lengjubikar og það verða fullt af öðrum liðum í baráttunni enda langur vetur framundan og margt sem á eftir að gerast“, sagði Finnur um tímabilið framundan og hvort hann teldi að liðin sem áttust við í dag yrðu í baráttunni. Hér að neðan má lesa leiklýsingu leiksins.Keflavík-KR 89-58 (18-13, 22-19, 33-21, 16-5)Keflavík: Michael Craion 21/13 fráköst/6 stoðsendingar, Darrel Keith Lewis 17/10 fráköst, Guðmundur Jónsson 14/4 fráköst/5 stolnir, Valur Orri Valsson 11/6 stoðsendingar, Ragnar Gerald Albertsson 8, Gunnar Ólafsson 7, Almar Stefán Guðbrandsson 3, Hafliði Már Brynjarsson 3, Magnús Þór Gunnarsson 3, Þröstur Leó Jóhannsson 2, Arnar Freyr Jónsson 0, Andri Daníelsson 0.KR: Helgi Már Magnússon 15/4 fráköst/5 stoðsendingar, Ingvaldur Magni Hafsteinsson 14/6 fráköst, Brynjar Þór Björnsson 13, Pavel Ermolinskij 6/11 fráköst/7 stoðsendingar, Ólafur Már Ægisson 6, Darri Hilmarsson 4/5 fráköst, Illugi Steingrímsson 0, Högni Fjalarsson 0, Kormákur Arthursson 0, Jón Orri Kristjánsson 0/6 fráköst, Vilhjálmur Kári Jensson 0.4. leikhluti | 89-58: Leik lokið. Keflvíkingar völtuðu yfir KR-inga í dag. Góð vörn var lykillinn að sigrinum. Ég hafði ekki tölu á því hversu mörgum boltum Keflvíkingar stálu í 4. leikhluta. Verðskuldaður sigur.4. leikhluti | 89-58: 31 stiga munur þegar hálf mínúta lifir leiks.4. leikhluti | 84-58: Það er vörn Keflvíkinga sem er að klára þetta fyrir þá í dag. Gunnar Ólafsson með fína troðslu eftir hraðaupphlaup. 1:35 eftir.4. leikhluti | 80-58: Pavel hefur lokið leik í dag. 6 stig og fimm villur. Hann fann sig ekki í dag.4. leikhluti | 80-58: Darryl Lewis fær þrjú víti og nýtir ekkert. 3:25 eftir.4. leikhluti | 80-58: Hörkusvæðisvörn hjá Keflavík tveir stolnir boltar og náðu að blaka boltanum þannig að KR missit boltann. Darryl Lewis endar síðan sókn á þrist. 4 mín eftir.4. leikhluti | 75-56: Leikhlé hjá Keflavík þegar 5:50 eru eftir. Keflvíkingar virðast hafa fín tök á þessu en hlutirnir eru fljótir að breytast.4. leikhluti | 75-56: Loksins setja liðin stig á töfluna. 6:12 eftir.4. leikhluti | 73-54: Bekkurinn hjá Keflavík fékk tæknivillu eftir að Magnús Gunnarsson fékk villu. Ólafur Ægisson hinsvegar klikkaði á fjórum vítaskotum og sendi síðan loftbolta að körfunni þegar KR fékk boltann aftur.4. leikhluti | 73-54: Lítið skorað á upphafsmínútum leikhlutans. Þriggja stigaskot að klikka hjá báðum liðum. Almar Guðbrandsson átti reyndar rosalegt blokk á Brynjar Björnsson. Keflavík tekur leikhlé. 6:45 eftir.4. leikhluti | 73-54: Fjórði leikhluti hafinn og Pavel nýtir eitt af tveimur vítaskotum. 9:30 eftir.3. leikhluti | 73-53: Þriðja leikhluta lýkur og Keflvíkingar eru með 20 stiga forustu. KR þarf að gera eitthvað til að komast inn í leikinn. Vonandi fáum við spennandi lokaleikhluta.3. leikhluti | 73-53: Almar Guðbrandsson hjá Keflavík nælir sér í tvær klaufalegar villur en svara að bragði með því að ná í sóknarfrákast, skila boltanum í körfuna og fá villu dæmda.3. leikhluti | 70-51: Craion er tilneiddur að setjast á bekkinn, kominn með fjórar villur. Brynjar Björnsson nýtti bæði vítin sín. 1 mín. eftir. 3. leikhluti | 70-49: 1:23 eftir. KR er að brjóta klaufalega af sér og Michael Craion er að setja vítin sín niður.3. leikhluti | 66-46: Glæsileg vörn hjá Keflvíkingum, hafa tekið boltann tvisvar af KR-ingum. Darryl Lewis negldi niður einum hornþrist og Guðmundur Jónsson setur tvö víti niður. 2;40 eftir.3. leikhluti | 61-46: Magnús Gunnarsson tékkaði inn með þrist en Brynjar Björnsson svaraði um hæl. Svona á þetta að vera. 3:16 eftir.3. leikhluti | 56-43: Leikhlé tekið þegar 4:34 eru eftir. Pavel Ermolinski er ekki að ná sér á strik í dag og telur það mikið fyrir KR. Einungis fimm stig og 3 villur. Fjórir leikmenn Keflvíkinga eru komnir með 10 stig eða meira.3. leikhluti | 56-39: Helgi Magnússon virðist toga Michael Craion niður eftir að sá síðarnefndi reif niður frákast. Óíþróttamannsleg villa dæmd. Craion setti bæði vítin niður og Keflvíkingar fá boltann aftur. 5:40 eftir.3. leikhluti | 51-36: Michael Craion setur niður tvö víti og munurinn er orðinn 15 stig í upphafi seinni hálfleiks. 6:30 eftir.3. leikhluti | 47-34: Fimm stig í röð hjá Keflavík og Finnur sér sig knúinn að taka leikhlé þegar 7:58 eru eftir á klukkunni.3. leikhluti | 42-34: Þriðji leikhluti hafinn og bæði lið hafa gert eina körfu. 8:40 eftir.2. leikhluti | 40-32: Valur Orri Valsson lokaði hálfleiknum á flautukörfu, braust í gegnum vörn KR og lagði boltann snyrtilega ofan í. Michael Craion er með 11 stig hjá Keflavík en Ingvaldur Hafsteinsson og Helgi Magnússon hafa gert 10 stig hvor hjá Vesturbæjardrengjum.2. leikhluti | 38-32: Fínn kafli hjá KR bæði í vörn og sókn og munurinn er kominn niður í 6 stig. 1 mín eftir.2. leikhluti | 36-28: Þarna leystu KR-ingar svæðisvörn Keflvíkinga vel. Helgi Magnússon og Darri Hilmarsson léku þríhyrning sín á milli og Helgi fékk auðvelt sniðskot úr því. 2:19 eftir.2. leikhluti | 36-26: Bæði lið dálítið í því núna að tapa boltanum á klaufalegum sendingum. Keflvíkingar taka leikhlé þegar 3:18 eru eftir. Þetta er samt sem áður búið að vera stórskemmtilegur fyrri hálfleikur.2. leikhluti | 35-22: Keflvíkingar eru að spila góða svæðisvörn sem er að skila þeim 13 stiga forustu. 4:52 eftir.2. leikhluti | 31-19: KR tekur leikhlé þegar 6:21 eru eftir af hálfleiknum. Þjálfari KR Finnur Stefánsson heldur mikinn reiðilestur yfir sínum mönnum. KR-ingar eru með vel blásið hárið eftir þetta leikhlé.2. leikhluti | 24-16: Helgi Magnússon var að enda við að setja niður eitt vítaskot en Keflavík náði að stela boltanum tvær sóknir í röð. 7:28 eftir.2. leikhluti | 20-15: Keflavík tekur leikhlé þegar 8:37 er eftir af hálfleiknum. Ragnar Gerald misnotaði opið lay-up og KR skoraði strax aftur úr skyndisókn. Andy Johnson var ekki ánægður með sína menn.2. leikhluti | 19-13: Annar leikhluti hafinn og Ragnar Gerald Albertsson byrjar á því að misnota vítaskot en setja annað ofan í. 9:30 eftir.1. leikhluti | 18-13: Fyrsta leikhluta er lokið og leiðir Keflavík með fimm stigum. Varnarleikur er í fyrirrúmi hjá liðinum en nokkrar góðar sóknir hafa litið dagsins ljós nú þegar. Arnar Freyr Jónsson bakvörður Keflavíkur virðist hafa fengið högg á hnéið og fór inn í búningsklefa og er ekki kominn aftur.1. leikhluti | 18-11: Það er hiti í kolunum strax í fyrsta leikhluta og það hefur þurft að ganga á milli leikmanna í þrígang. 30 sek eftir.1. leikhluti | 16-11: KR tekur leikhlé þegar 1:29 er eftir af fyrsta leikhluta. Guðmundur Jónsson hefur farið mikinn fyrir Keflvíkinga með 8 stig á meðan Ingvaldur Hafsteinsson er með 6 stig fyrir KR.1. leikhluti | 12-9: Varnir liðanna líta ágætlega út og gengur sóknarleikur þeirra beggja brösulega þessa stundina. 2:45 eftir.1. leikhluti | 10-7: Guðmundur Jónsson er ískaldur leikmaður, setti þriggja stiga körfu í andlitið á Pavel Ermolinski. 5 mín eftir.1. leikhluti | 5-7: Staðan jöfn Michael Craion var að verja skot frá Ingvaldi Hafsteinssyni en boltinn var búinn að hafa viðkomu í spjaldinu og karfan því talin. 7:20 eftir.1. leikhluti | 3-2: Keflvíkingar opnuðu á þriggja stiga körfu en KR náði að opna vörn Keflvíkinga í næstu sókn og fá auðvelt sniðskot.1. leikhluti | 0-0: Uppkastið hefur átt sér stað og Keflavík nær valdi á boltanum. Fyrir leik: Þrjár mínútur í leik og ákafinn eykst í Lay-up röðum liðanna. Fyrir leik: Liðin sem mætast hérna í dag enduðu bæði á toppi síns riðils. Keflvíkingar unnu fimm leiki af sex en KR fór taplaust í gegnum riðlakeppnina. Á leið sinni sló Keflavík út Þór Þorlákshöfn og Snæfell út. En KR-ingar hentu KFÍ og Grindavík út á sinni leið.Fyrir leik: Fyrsti úrslitaleikur vetrarins og er talað um að liðin sem mætast hér í dag séu líkleg til afreka. Við vonum að kvennaleikurinn hafi verið góð fyrirheit um körfuboltann í dag en sá leikur bauð upp á mikla spennu í síðari hálfleik.Fyrir leik: Komiði sæl. Hér verður leik Keflavíkur og KR lýst. Dominos-deild karla Mest lesið Uppgjör: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Körfubolti Hareide hættur með landsliðið Fótbolti Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Fótbolti „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Fótbolti Tólf leikmenn komnir til KR Íslenski boltinn Fleiri fréttir Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Kristinn: Við vorum geggjaðir Uppgjör: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Lögmál leiksins: „Leifur, ertu með glósur?“ Dwayne Lautier á leið í aðgerð og verður frá í 6-8 vikur Sneri aftur í landsliðið í fyrsta sinn eftir að hafa misst nýrað Kallaði dómarann tík og rúmlega það LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Björgvin aftur í Breiðholtið Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Hefur Ben Simmons náð botninum? Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Sjá meira
Keflvíkingar áttu ekki í miklum vandræðum með KR í dag þegar liðin mættust í úrslitaleik Lengjubikarsins í Ljónagryfjunni í Njarðvík. Keflavík hafði undirtökin allan leikinn og var aðeins á einum tímapunkti undir en það var í stöðunni 5-7 þegar 7:20 voru eftir í fyrsta leikhluta. Keflavík sneri því þó við og endaði leikhlutann með fimm stig í forskot og var vel að því komið. Guðmundur Jónsson var kominn með 8 stig fyrir Keflavík en Ingvaldur Hafsteinsson var atkvæðamestur með 6 stig hjá KR. Keflvíkingar voru ekkert á því að stíga af bensínsgjöfinni í öðrum leikhluta heldur juku þeir forskot sitt jafnt og þétt í 13 stiga forystu um miðbik leikhlutans. Svæðisvörn Keflvíkinga var ógnarsterk og voru þeir að neyða KR í að taka óþægileg skot á meðan Keflvíkingar voru að nýta sínar sóknir vel á hinum enda vallarins. KR náði þó að minnka muninn niður í sex stig með því að herða vörinina og láta boltann ganga betur milli manna í sókninni til að finna glufur á Keflvíkingunum. Liðin gengu til búningsherbergja í stöðunni 40-32 Keflavík í vil. Keflvíkingar mættu af sama krafti út í seinni hálfleik og þeir höfðu leikið fyrri hálfleikinn á. Staðan var orðin 51-36 eftir þrjár og hálfa mínútu og má segja að þeir hafi ekki litið um öxl eftir það. Staðan eftir þriðja fjórðung var 73-53 fyrir Keflavík. Suðurnesjaliðið sló samt sem áður ekki slöku við þótt forystan fyrir lokafjórðungin væri orðin þægileg. Svæðisvörnin var að skila fullt af stolnum boltum og auðveldum hraðaupphlaupum og til marks um það þá skoruðu KR-ingar aðeins fimm stig í lokaleikhlutanum á móti 16 stigum Keflvíkinga. Lokastaðan varð því 89-58 og Keflavík verðskuldaður sigurvegari í Lengjubikar karla. Eins og áður sagði var það vörn Keflvíkinga sem skóp þennan sigur en liðið í heild stal 21 bolta í dag. Liðsheildin var líka góð en fjórir leikmenn skoruðu meira en 10 stig en stigahæstur var Michael Craion með 21 stig ásamt því að rífa niður 13 fráköst. Menn skulu fara varlega í að dæma KR af þessum leik en Pavel Ermolinski náði sér ekki á strik og skilaði aðeins sex stigum í hús fyrir þá röndóttu og eiga þeir hann því alveg inni fyrir komandi átök. Að auki er á leiðinni til þeirra Bandarískur leikmaður í vikunni og hinn ungi Martin Hermannsson sat á tréverkinu í dag í borgaralegum klæðnaði.Andy Johnston: Megum ekki slaka á „Ég ber mikla virðingu fyrir liðinu sem við spiluðum við í kvöld, ég sá þá í undanúrslitunum og fannst þeir vera með hörkulið. Við hinsvegar reynum að vera fljótir að framkvæma kerfin okkar þó við séum með hörkulið einnig. Strákarnir mínir spiluðu virkilega vel og hart. KR verður þó betra þegar á líður, þeir eiga inni Bandaríkjamann og unga leikmanninn af bekknum [innsk. blm. Martin Hermannsson].Ég sagði við þjálfarann þeirra, þið eigið eftir að vera í fínum málum“, sagði kátur þjálfari Keflvíkinga Andy Johnston eftir fyrsta titil félagsins undir hans stjórn. „Ég vildi bara að við spiluðum okkar leik, eins vel og við gætum. Við höfum tekið framförum á seinustu vikum. Við þurftum samt að gera það í leikjum enda höfum við ekki náð neinum æfingum undanfarið. Þetta var 14. leikur okkar á 29 dögum þannig að við höfum ekki verið að taka langar æfingar eftir leiki enda væri það galið. Það fer dálítið í mig enda langar mig að hafa æfingar til að vinna í okkar málum. Við höfum þurft að vinna í okkar málum með því að ræða saman og gera það síðan í leikjum og hafa leikmennirnir staðið sig vel í því.“ Um stöðuna á liði sínu hafði Andy að segja: „Ég er ánægður með hvar við erum en það er löng ferð framundan. Við erum að gera marga hluti mjög vel en það eru sumir hlutir sem við verðum að gera betur. Við erum með góða leikmenn og þegar þeir framkvæma kerfin þá erum við mjög gott lið en ef góðir leikmenn vinna ekki saman lítur það ekki vel út.“ Spurt var út í vörn liðsins en Keflavík spilaði fantagóða vörn í leiknum. „Varnarlega erum við byrjaðir að spila harðar í lengri tíma en við verðum að geta spilað fast í 40 mínútur.“ „Það eru fjögur til fimm lið sem geta keppt um titilinn og ég segi við mína leikmenn að það er enginn orðinn meistari núna. Allir eru að vinna að því. Það fer eftir því hvað lið gera héðan í frá og fram í mars hverjir verða í baráttunni. Ef við slökum á þá þá verðum við hérna og önnur lið stinga okkur af þannig að við verðum að halda áfram að vinna í því að vera betri og verða eins gott lið og við getum orðið.“Finnur Stefánsson: Ætlum að kljást um þann stóra „Við vorum bara drulluslakir í kvöld og fylgir því dálítið sem við höfum verið að gera í síðustu tveimur leikjum. Við virðumst eiga helvíti langt í land“, sagði fúll þjálfari KR, Finnur Stefánsson eftir leik. „Mér fannst vanta kraft og áræðni, þetta eru sjö leikir á 15 dögum og þótt við séum með góða leikmenn þá erum við ekkert sérstaklega djúpir og mér fannst vera komin þreyta í mannskapinn. Við erum ekkert búnir að æfa af einhverju viti í einhvern tíma og það er margt sem þarf að laga.“ Um andstæðinga KR í kvöld sagði Finnur: „Keflavík er með frábært lið og hörku mannskap og ég er hrifinn af því sem Andy er að gera við þá. Þeir verða gríðarlega sterkir í vetur, eru búnir að bæta við sig flottum mönnum og gera góðann kjarna ennþá betri.“ „Við ætlum klárlega að vera að kljást um þann stóra og ef ég þekki Keflvíkinga rétt þá ætla þeir að gera það sama. Mér finnst þeir vera búnir að senda ágætis yfirlýsingu í þessum Lengjubikar og það verða fullt af öðrum liðum í baráttunni enda langur vetur framundan og margt sem á eftir að gerast“, sagði Finnur um tímabilið framundan og hvort hann teldi að liðin sem áttust við í dag yrðu í baráttunni. Hér að neðan má lesa leiklýsingu leiksins.Keflavík-KR 89-58 (18-13, 22-19, 33-21, 16-5)Keflavík: Michael Craion 21/13 fráköst/6 stoðsendingar, Darrel Keith Lewis 17/10 fráköst, Guðmundur Jónsson 14/4 fráköst/5 stolnir, Valur Orri Valsson 11/6 stoðsendingar, Ragnar Gerald Albertsson 8, Gunnar Ólafsson 7, Almar Stefán Guðbrandsson 3, Hafliði Már Brynjarsson 3, Magnús Þór Gunnarsson 3, Þröstur Leó Jóhannsson 2, Arnar Freyr Jónsson 0, Andri Daníelsson 0.KR: Helgi Már Magnússon 15/4 fráköst/5 stoðsendingar, Ingvaldur Magni Hafsteinsson 14/6 fráköst, Brynjar Þór Björnsson 13, Pavel Ermolinskij 6/11 fráköst/7 stoðsendingar, Ólafur Már Ægisson 6, Darri Hilmarsson 4/5 fráköst, Illugi Steingrímsson 0, Högni Fjalarsson 0, Kormákur Arthursson 0, Jón Orri Kristjánsson 0/6 fráköst, Vilhjálmur Kári Jensson 0.4. leikhluti | 89-58: Leik lokið. Keflvíkingar völtuðu yfir KR-inga í dag. Góð vörn var lykillinn að sigrinum. Ég hafði ekki tölu á því hversu mörgum boltum Keflvíkingar stálu í 4. leikhluta. Verðskuldaður sigur.4. leikhluti | 89-58: 31 stiga munur þegar hálf mínúta lifir leiks.4. leikhluti | 84-58: Það er vörn Keflvíkinga sem er að klára þetta fyrir þá í dag. Gunnar Ólafsson með fína troðslu eftir hraðaupphlaup. 1:35 eftir.4. leikhluti | 80-58: Pavel hefur lokið leik í dag. 6 stig og fimm villur. Hann fann sig ekki í dag.4. leikhluti | 80-58: Darryl Lewis fær þrjú víti og nýtir ekkert. 3:25 eftir.4. leikhluti | 80-58: Hörkusvæðisvörn hjá Keflavík tveir stolnir boltar og náðu að blaka boltanum þannig að KR missit boltann. Darryl Lewis endar síðan sókn á þrist. 4 mín eftir.4. leikhluti | 75-56: Leikhlé hjá Keflavík þegar 5:50 eru eftir. Keflvíkingar virðast hafa fín tök á þessu en hlutirnir eru fljótir að breytast.4. leikhluti | 75-56: Loksins setja liðin stig á töfluna. 6:12 eftir.4. leikhluti | 73-54: Bekkurinn hjá Keflavík fékk tæknivillu eftir að Magnús Gunnarsson fékk villu. Ólafur Ægisson hinsvegar klikkaði á fjórum vítaskotum og sendi síðan loftbolta að körfunni þegar KR fékk boltann aftur.4. leikhluti | 73-54: Lítið skorað á upphafsmínútum leikhlutans. Þriggja stigaskot að klikka hjá báðum liðum. Almar Guðbrandsson átti reyndar rosalegt blokk á Brynjar Björnsson. Keflavík tekur leikhlé. 6:45 eftir.4. leikhluti | 73-54: Fjórði leikhluti hafinn og Pavel nýtir eitt af tveimur vítaskotum. 9:30 eftir.3. leikhluti | 73-53: Þriðja leikhluta lýkur og Keflvíkingar eru með 20 stiga forustu. KR þarf að gera eitthvað til að komast inn í leikinn. Vonandi fáum við spennandi lokaleikhluta.3. leikhluti | 73-53: Almar Guðbrandsson hjá Keflavík nælir sér í tvær klaufalegar villur en svara að bragði með því að ná í sóknarfrákast, skila boltanum í körfuna og fá villu dæmda.3. leikhluti | 70-51: Craion er tilneiddur að setjast á bekkinn, kominn með fjórar villur. Brynjar Björnsson nýtti bæði vítin sín. 1 mín. eftir. 3. leikhluti | 70-49: 1:23 eftir. KR er að brjóta klaufalega af sér og Michael Craion er að setja vítin sín niður.3. leikhluti | 66-46: Glæsileg vörn hjá Keflvíkingum, hafa tekið boltann tvisvar af KR-ingum. Darryl Lewis negldi niður einum hornþrist og Guðmundur Jónsson setur tvö víti niður. 2;40 eftir.3. leikhluti | 61-46: Magnús Gunnarsson tékkaði inn með þrist en Brynjar Björnsson svaraði um hæl. Svona á þetta að vera. 3:16 eftir.3. leikhluti | 56-43: Leikhlé tekið þegar 4:34 eru eftir. Pavel Ermolinski er ekki að ná sér á strik í dag og telur það mikið fyrir KR. Einungis fimm stig og 3 villur. Fjórir leikmenn Keflvíkinga eru komnir með 10 stig eða meira.3. leikhluti | 56-39: Helgi Magnússon virðist toga Michael Craion niður eftir að sá síðarnefndi reif niður frákast. Óíþróttamannsleg villa dæmd. Craion setti bæði vítin niður og Keflvíkingar fá boltann aftur. 5:40 eftir.3. leikhluti | 51-36: Michael Craion setur niður tvö víti og munurinn er orðinn 15 stig í upphafi seinni hálfleiks. 6:30 eftir.3. leikhluti | 47-34: Fimm stig í röð hjá Keflavík og Finnur sér sig knúinn að taka leikhlé þegar 7:58 eru eftir á klukkunni.3. leikhluti | 42-34: Þriðji leikhluti hafinn og bæði lið hafa gert eina körfu. 8:40 eftir.2. leikhluti | 40-32: Valur Orri Valsson lokaði hálfleiknum á flautukörfu, braust í gegnum vörn KR og lagði boltann snyrtilega ofan í. Michael Craion er með 11 stig hjá Keflavík en Ingvaldur Hafsteinsson og Helgi Magnússon hafa gert 10 stig hvor hjá Vesturbæjardrengjum.2. leikhluti | 38-32: Fínn kafli hjá KR bæði í vörn og sókn og munurinn er kominn niður í 6 stig. 1 mín eftir.2. leikhluti | 36-28: Þarna leystu KR-ingar svæðisvörn Keflvíkinga vel. Helgi Magnússon og Darri Hilmarsson léku þríhyrning sín á milli og Helgi fékk auðvelt sniðskot úr því. 2:19 eftir.2. leikhluti | 36-26: Bæði lið dálítið í því núna að tapa boltanum á klaufalegum sendingum. Keflvíkingar taka leikhlé þegar 3:18 eru eftir. Þetta er samt sem áður búið að vera stórskemmtilegur fyrri hálfleikur.2. leikhluti | 35-22: Keflvíkingar eru að spila góða svæðisvörn sem er að skila þeim 13 stiga forustu. 4:52 eftir.2. leikhluti | 31-19: KR tekur leikhlé þegar 6:21 eru eftir af hálfleiknum. Þjálfari KR Finnur Stefánsson heldur mikinn reiðilestur yfir sínum mönnum. KR-ingar eru með vel blásið hárið eftir þetta leikhlé.2. leikhluti | 24-16: Helgi Magnússon var að enda við að setja niður eitt vítaskot en Keflavík náði að stela boltanum tvær sóknir í röð. 7:28 eftir.2. leikhluti | 20-15: Keflavík tekur leikhlé þegar 8:37 er eftir af hálfleiknum. Ragnar Gerald misnotaði opið lay-up og KR skoraði strax aftur úr skyndisókn. Andy Johnson var ekki ánægður með sína menn.2. leikhluti | 19-13: Annar leikhluti hafinn og Ragnar Gerald Albertsson byrjar á því að misnota vítaskot en setja annað ofan í. 9:30 eftir.1. leikhluti | 18-13: Fyrsta leikhluta er lokið og leiðir Keflavík með fimm stigum. Varnarleikur er í fyrirrúmi hjá liðinum en nokkrar góðar sóknir hafa litið dagsins ljós nú þegar. Arnar Freyr Jónsson bakvörður Keflavíkur virðist hafa fengið högg á hnéið og fór inn í búningsklefa og er ekki kominn aftur.1. leikhluti | 18-11: Það er hiti í kolunum strax í fyrsta leikhluta og það hefur þurft að ganga á milli leikmanna í þrígang. 30 sek eftir.1. leikhluti | 16-11: KR tekur leikhlé þegar 1:29 er eftir af fyrsta leikhluta. Guðmundur Jónsson hefur farið mikinn fyrir Keflvíkinga með 8 stig á meðan Ingvaldur Hafsteinsson er með 6 stig fyrir KR.1. leikhluti | 12-9: Varnir liðanna líta ágætlega út og gengur sóknarleikur þeirra beggja brösulega þessa stundina. 2:45 eftir.1. leikhluti | 10-7: Guðmundur Jónsson er ískaldur leikmaður, setti þriggja stiga körfu í andlitið á Pavel Ermolinski. 5 mín eftir.1. leikhluti | 5-7: Staðan jöfn Michael Craion var að verja skot frá Ingvaldi Hafsteinssyni en boltinn var búinn að hafa viðkomu í spjaldinu og karfan því talin. 7:20 eftir.1. leikhluti | 3-2: Keflvíkingar opnuðu á þriggja stiga körfu en KR náði að opna vörn Keflvíkinga í næstu sókn og fá auðvelt sniðskot.1. leikhluti | 0-0: Uppkastið hefur átt sér stað og Keflavík nær valdi á boltanum. Fyrir leik: Þrjár mínútur í leik og ákafinn eykst í Lay-up röðum liðanna. Fyrir leik: Liðin sem mætast hérna í dag enduðu bæði á toppi síns riðils. Keflvíkingar unnu fimm leiki af sex en KR fór taplaust í gegnum riðlakeppnina. Á leið sinni sló Keflavík út Þór Þorlákshöfn og Snæfell út. En KR-ingar hentu KFÍ og Grindavík út á sinni leið.Fyrir leik: Fyrsti úrslitaleikur vetrarins og er talað um að liðin sem mætast hér í dag séu líkleg til afreka. Við vonum að kvennaleikurinn hafi verið góð fyrirheit um körfuboltann í dag en sá leikur bauð upp á mikla spennu í síðari hálfleik.Fyrir leik: Komiði sæl. Hér verður leik Keflavíkur og KR lýst.
Dominos-deild karla Mest lesið Uppgjör: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Körfubolti Hareide hættur með landsliðið Fótbolti Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Fótbolti „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Fótbolti Tólf leikmenn komnir til KR Íslenski boltinn Fleiri fréttir Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Kristinn: Við vorum geggjaðir Uppgjör: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Lögmál leiksins: „Leifur, ertu með glósur?“ Dwayne Lautier á leið í aðgerð og verður frá í 6-8 vikur Sneri aftur í landsliðið í fyrsta sinn eftir að hafa misst nýrað Kallaði dómarann tík og rúmlega það LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Björgvin aftur í Breiðholtið Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Hefur Ben Simmons náð botninum? Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Sjá meira