Öflugasti rafmagnsbíllinn - 3.000 hestöfl Finnur Thorlacius skrifar 27. september 2013 14:42 Rafmagnsbílar verða sífellt öflugri en þó eru ekki margir sem eru 3.000 hestöfl. Þessi hálfgerða raketta er þó svo öflug og öll þessi hestöfl koma eingöngu frá rafhlöðum. Þetta farartæki er samstarfsverkefni Venturi Automobiles og Ohio State háskólans og hefur fengið nafnið Buckeye Bullet. Tilgangurinn með smíði þess er að slá hraðaheimsmet rafmagnsbíla og markmiðið er að ná 600 km hraða. Heimsmetið er reyndar í eigu sömu aðila, uppá 468 km/klst og var sett árið 2010. Líklega mun heimsmetstilraunin þó bíða næsta árs. Á myndinni að ofan sést prins Albert frá Mónakó að spóka sig, ásamt prinsessunni Charlene, við farartækið öfluga. Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Innlent Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Erlent Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Innlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent
Rafmagnsbílar verða sífellt öflugri en þó eru ekki margir sem eru 3.000 hestöfl. Þessi hálfgerða raketta er þó svo öflug og öll þessi hestöfl koma eingöngu frá rafhlöðum. Þetta farartæki er samstarfsverkefni Venturi Automobiles og Ohio State háskólans og hefur fengið nafnið Buckeye Bullet. Tilgangurinn með smíði þess er að slá hraðaheimsmet rafmagnsbíla og markmiðið er að ná 600 km hraða. Heimsmetið er reyndar í eigu sömu aðila, uppá 468 km/klst og var sett árið 2010. Líklega mun heimsmetstilraunin þó bíða næsta árs. Á myndinni að ofan sést prins Albert frá Mónakó að spóka sig, ásamt prinsessunni Charlene, við farartækið öfluga.
Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Innlent Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Erlent Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Innlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent