Myndir þurfa ekki að vera í ramma og stundum kemur límbandið að góðum notum eins og sjá má hér.
"Það er fátt sem gerir heimili jafn heimilislegt og myndir á veggjum, það geta þá annaðhvort verið ljósmyndir, list eða jafnvel teikningar," skrifar Svana Lovísa á bloggi sínu Svart á Hvítu á Trendnet.is.
Svana tekur saman nokkrar flottar útfærslur á myndaveggjum þar sem hugmyndaflugið fær að ráða ferðinni.
"Myndaveggir eru jafn ólíkir og þeir eru margir, ef þið eruð óörugg með uppröðunina getur verið sniðugt að klippa niður stærð rammanna í dagblað og hengja upp með kennaratyggjói svona áður en þú ferð að negla á vitlausa staði."