Sport

Djokovic í hundrað vikur á toppi heimslistans

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Novak Djokovic.
Novak Djokovic. Mynd/AFP
Serbinn Novak Djokovic er á toppi heimslistans í tennis þessa vikuna alveg eins og hann hefur verið í 99 aðrar vikur frá árinu 2011. Hann er aðeins níundi tenniskarlinn sem nær því að vera á toppi heimslistans í hundrað vikur.

Djokovic er 26 ára gamall og hefur verið á toppnum síðan 1. júlí 2011 fyrir utan þriggja mánaða tímabil árið 2012 þegar Svisslendingurinn Roger Federer laumaði sér upp fyrir hann.  

Djokovic bætist þar með í hóp þeirra Andre Agassi (101 vikur), Rafael Nadal (102), Bjorn Borg (109), John McEnroe (170), Jimmy Connors (268), Ivan Lendl (270), Pete Sampras (286) og Roger Federer (302) sem hafa verið bestir í heimi í að minnsta kosti hundrað vikur.

Novak Djokovic vann eitt risamót á árinu 2013 (opna ástralska) en tapaði úrslitaleiknum á bæði Wimbledon-mótinu og opna bandaríska. Hann tapaði síðan í undanúrslitum á opna franska mótinu.

Djokovic hefur komist í að minnsta kosti þrjá úrslitaleiki á risamótunum fjórum á undanförnum þremur árum en hann komst á topp heimslistans eftir að hafa unnið þrjá risatitla árið 2011.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×