Ný plata frá Strigaskóm nr. 42 er komin út Frosti Logason skrifar 20. september 2013 16:35 Fjórir félagar úr Kópavogi saman í hljómsveit í bráðum aldarfjórðung. Mynd/Reykjavik Grapevine Hljómsveitin Strigaskór nr. 42 hefur sent frá sér nýja breiðskífu. Platan inniheldur tíu lög og heitir Armadillo. Sveitin var ein af lykilgerendum í íslensku dauðarokksenunni hinni fyrri, ásamt sveitum eins og Sororicide, In Memoriam, Inflammatory, Cranium og fleirum. Strigaskór gáfu út sitt höfuðverk árið 1994, plötuna Blót, en hún er af mörgum talin vera ein sú merkilegasta í íslenskri rokksögu til dagsins í dag. Þá hafði hljómur sveitarinnar gerjast vel og sérkenni hennar orðið að einhverskonar þjóðlegu-síðdauðarokki. Strigaskór nr. 42 saman stendur enn af sama mannskap, tæpum tuttugu árum eftir útgáfu fyrstu plötunnar. Fjórir félagar úr Kópavogi sem gera rokktónlist eins og enginn annar. Harmageddon fagnar þessum gleðitíðindum úr Kópavogi og óskar sveitinni og aðdáendum til hamingju. Platan er gefin út á rafrænu formi og er fáanleg á Gogoyoko og fleiri tónlistarveitum. Útgáfutónleikar vegna útkomu plötunnar verða haldnir síðar. Sveitin mun þó flytja bróðurpart hennar á Rokkjötnum í Kaplakrika þann 5. október næstkomandi og þá kemur sveitin fram á Iceland Airwaves í byrjun nóvember. Meðlimir sveitarinnar eru: Ari Þorgeir Steinarsson - Trommur Gunnar Reynir Valþórsson - Gítar Hlynur Aðils Vilmarsson - Gítar og söngur Kjartan Róbertsson - Bassi Hér fyrir neðan má heyra tóndæmi af nýju plötunni. Lagið Hellmut sem er ágætis dæmi um hvers vegna margir telja Strigaskó vera svölustu rokksveit Íslands. Harmageddon Mest lesið „Ég geri þá kröfu að þú hleypir mér héðan út!“ Harmageddon Siggi Hakkari sakar Wikileaks um hroka Harmageddon Glott tímarit - Bull er framtíðin Harmageddon Chicane heillaðist af Vigri í frakklandi Harmageddon „Sá sem er kristinn hefur allar ástæður í veröldinni til að hlakka til“ Harmageddon Maðurinn sem framleiðir sitt eigið áfengi innvortis Harmageddon Þorgerður Katrín segir Íslendinga verða að hætta tala niður listir og menningu Harmageddon Kings Of Leon með nýja plötu Harmageddon Viltu vinna nýju plötuna með Diktu? Harmageddon Undir stjórn Jaruzelskis Harmageddon
Hljómsveitin Strigaskór nr. 42 hefur sent frá sér nýja breiðskífu. Platan inniheldur tíu lög og heitir Armadillo. Sveitin var ein af lykilgerendum í íslensku dauðarokksenunni hinni fyrri, ásamt sveitum eins og Sororicide, In Memoriam, Inflammatory, Cranium og fleirum. Strigaskór gáfu út sitt höfuðverk árið 1994, plötuna Blót, en hún er af mörgum talin vera ein sú merkilegasta í íslenskri rokksögu til dagsins í dag. Þá hafði hljómur sveitarinnar gerjast vel og sérkenni hennar orðið að einhverskonar þjóðlegu-síðdauðarokki. Strigaskór nr. 42 saman stendur enn af sama mannskap, tæpum tuttugu árum eftir útgáfu fyrstu plötunnar. Fjórir félagar úr Kópavogi sem gera rokktónlist eins og enginn annar. Harmageddon fagnar þessum gleðitíðindum úr Kópavogi og óskar sveitinni og aðdáendum til hamingju. Platan er gefin út á rafrænu formi og er fáanleg á Gogoyoko og fleiri tónlistarveitum. Útgáfutónleikar vegna útkomu plötunnar verða haldnir síðar. Sveitin mun þó flytja bróðurpart hennar á Rokkjötnum í Kaplakrika þann 5. október næstkomandi og þá kemur sveitin fram á Iceland Airwaves í byrjun nóvember. Meðlimir sveitarinnar eru: Ari Þorgeir Steinarsson - Trommur Gunnar Reynir Valþórsson - Gítar Hlynur Aðils Vilmarsson - Gítar og söngur Kjartan Róbertsson - Bassi Hér fyrir neðan má heyra tóndæmi af nýju plötunni. Lagið Hellmut sem er ágætis dæmi um hvers vegna margir telja Strigaskó vera svölustu rokksveit Íslands.
Harmageddon Mest lesið „Ég geri þá kröfu að þú hleypir mér héðan út!“ Harmageddon Siggi Hakkari sakar Wikileaks um hroka Harmageddon Glott tímarit - Bull er framtíðin Harmageddon Chicane heillaðist af Vigri í frakklandi Harmageddon „Sá sem er kristinn hefur allar ástæður í veröldinni til að hlakka til“ Harmageddon Maðurinn sem framleiðir sitt eigið áfengi innvortis Harmageddon Þorgerður Katrín segir Íslendinga verða að hætta tala niður listir og menningu Harmageddon Kings Of Leon með nýja plötu Harmageddon Viltu vinna nýju plötuna með Diktu? Harmageddon Undir stjórn Jaruzelskis Harmageddon