Leikstjóri hommakláms sýnir á RIFF Haukur Viðar Alfreðsson skrifar 30. september 2013 12:39 Myndin Gamlingjagirnd (Gerontophilia) verður sýnd á RIFF-kvikmyndahátíðinni í kvöld en hún er nýjasta mynd kanadíska leikstjórans Bruce LaBruce. LaBruce er umdeildur kvikmyndagerðarmaður, rithöfundur, leikstjóri, ljósmyndari og listamaður, starfandi í Toronto. LaBruce verður viðstaddur sýninguna og mun svara spurningum úr sal að henni lokinni. „Það er algjör tilviljun að Bruce sé staddur á landinu nú strax á eftir Hátíð vonar,“ segir í tilkynningu frá RIFF þar sem segir að myndir hans séu „hómóerótískar í meira lagi og blandaðar ofbeldi og afbrigðilegheitum“. LaBruce hefur haft þann háttinn á að gera tvær útgáfur af myndum sínum, eina listræna og aðra sem telst til hommakláms. Meðal fyrri mynda LaBruce eru Skin Flick og The Raspberry Reich, og eftir að sú síðarnefnda var frumsýnd á Sundance-hátíðinni og kvikmyndahátíðinni í Berlín var hún sýnd á yfir 150 hátíðum. Gamlingjagirnd verður sýnd í listrænni útgáfu á RIFF og fjallar hún um óvenjulega drenginn Lake. Hann er ungur maður með gamla sál og hrífst af gömlum mönnum. Hann sér fegurð í aldri þeirra og veltir því stundum fyrir sér hvort árátta hans fyrir gömlum mönnum sé ónáttúruleg eða óheilbrigð - eða jafnvel kynferðisleg. Stuttu eftir að hann tekur að sér stjórnunarstarf á elliheimili leggur hann í langferðalag með einum vistmanna. Myndin er sýnd klukkan 21:30 í Háskólabíói. Post by Lífið á Visir.is. Mest lesið Einar og Milla eiga von á barni Lífið Lifðu af tvö flugslys sama daginn á Mosfellsheiði Lífið Lærði mikið af öllu hatrinu Lífið Þjóðin tjáir sig: Fáránlegt fyrirkomulag, stjörnutúlkar og skortur á menningarlæsi Lífið Tveggja barna miðaldra móðir sem er sjúk í strákinn Gagnrýni „Trylltur þynnkuborgari“ slær í gegn á Íslandi og í Svíþjóð Lífið Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra Lífið Ísland í næstneðsta sæti veðbankanna Lífið Myndaveisla: Spennustigið óbærilegt þegar VÆB unnu Söngvakeppnina Lífið „Jákvæð líkamsímynd bjargaði lífi mínu“ Lífið Fleiri fréttir Bezos bolar Broccoli burt frá Bond Næsti Dumbledore fundinn Bauð Bandaríkin velkomin í hóp konungsríkja Jóhannes Haukur fer mikinn í Marvel stiklu Svaraði kallinu frá Ben Stiller Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Þau eru tilnefnd fyrir verstu kvikmyndagerðina Sjón og Eggers leiða hesta sína saman í nýjum varúlfahryllingi Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2025 Embla og Timothée Chalamet glæsileg á dreglinum Krefur Disney um tíu milljarða dala Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Vestfirski hryllingstryllirinn frumsýndur vestanhafs Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Sjá meira
Myndin Gamlingjagirnd (Gerontophilia) verður sýnd á RIFF-kvikmyndahátíðinni í kvöld en hún er nýjasta mynd kanadíska leikstjórans Bruce LaBruce. LaBruce er umdeildur kvikmyndagerðarmaður, rithöfundur, leikstjóri, ljósmyndari og listamaður, starfandi í Toronto. LaBruce verður viðstaddur sýninguna og mun svara spurningum úr sal að henni lokinni. „Það er algjör tilviljun að Bruce sé staddur á landinu nú strax á eftir Hátíð vonar,“ segir í tilkynningu frá RIFF þar sem segir að myndir hans séu „hómóerótískar í meira lagi og blandaðar ofbeldi og afbrigðilegheitum“. LaBruce hefur haft þann háttinn á að gera tvær útgáfur af myndum sínum, eina listræna og aðra sem telst til hommakláms. Meðal fyrri mynda LaBruce eru Skin Flick og The Raspberry Reich, og eftir að sú síðarnefnda var frumsýnd á Sundance-hátíðinni og kvikmyndahátíðinni í Berlín var hún sýnd á yfir 150 hátíðum. Gamlingjagirnd verður sýnd í listrænni útgáfu á RIFF og fjallar hún um óvenjulega drenginn Lake. Hann er ungur maður með gamla sál og hrífst af gömlum mönnum. Hann sér fegurð í aldri þeirra og veltir því stundum fyrir sér hvort árátta hans fyrir gömlum mönnum sé ónáttúruleg eða óheilbrigð - eða jafnvel kynferðisleg. Stuttu eftir að hann tekur að sér stjórnunarstarf á elliheimili leggur hann í langferðalag með einum vistmanna. Myndin er sýnd klukkan 21:30 í Háskólabíói. Post by Lífið á Visir.is.
Mest lesið Einar og Milla eiga von á barni Lífið Lifðu af tvö flugslys sama daginn á Mosfellsheiði Lífið Lærði mikið af öllu hatrinu Lífið Þjóðin tjáir sig: Fáránlegt fyrirkomulag, stjörnutúlkar og skortur á menningarlæsi Lífið Tveggja barna miðaldra móðir sem er sjúk í strákinn Gagnrýni „Trylltur þynnkuborgari“ slær í gegn á Íslandi og í Svíþjóð Lífið Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra Lífið Ísland í næstneðsta sæti veðbankanna Lífið Myndaveisla: Spennustigið óbærilegt þegar VÆB unnu Söngvakeppnina Lífið „Jákvæð líkamsímynd bjargaði lífi mínu“ Lífið Fleiri fréttir Bezos bolar Broccoli burt frá Bond Næsti Dumbledore fundinn Bauð Bandaríkin velkomin í hóp konungsríkja Jóhannes Haukur fer mikinn í Marvel stiklu Svaraði kallinu frá Ben Stiller Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Þau eru tilnefnd fyrir verstu kvikmyndagerðina Sjón og Eggers leiða hesta sína saman í nýjum varúlfahryllingi Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2025 Embla og Timothée Chalamet glæsileg á dreglinum Krefur Disney um tíu milljarða dala Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Vestfirski hryllingstryllirinn frumsýndur vestanhafs Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Sjá meira