Davíð Oddsson tjáir sig um bankahrunið Frosti Logason skrifar 8. október 2013 22:13 Davíð Oddsson, ritstjóri og fyrrverandi forsætisráðherra, flutti áhugavert erindi á Frelsiskvöldverði Rannsóknarseturs um nýsköpun og hagvöxt síðastliðið mánudagskvöld. Kvöldverðurinn fór fram í Björtuloftum, hátíðarsal á efstu hæð Hörpu og var salurinn þétt setinn enda uppselt á viðburðinn fyrir löngu síðan. Davíð sagði sérstaklega skemmtilegt að menn skyldu hafa fengið hann þangað í Björtuloft, í ljósi þess að hann hefði nokkrum árum áður verið dreginn út með lagasetningu úr Svörtuloftum Seðlabankans. Það var létt yfir Davíð þegar hann flutti ræðuna, þó alvarlegur undirtónn hafi ekki leynt sér, þegar hann rifjaði upp örlagaríka daga í október 2008 og atburðarásina í kjölfarið. Davíð taldi upp þónokkur mál sem hann kallaði bábiljur í umræðunni um hrun bankanna. Bábiljur sem hefðu verið settar fram kerfisbundið og alið hefði verið á að hans sögn til þess að afskræma staðreyndir málsins. „Þannig er leitast við að gera margsagða lygina með þessum aðferðum að óhrekjanlegum staðreyndum,“ sagði Davíð og hrakti síðan hverja bábiljuna á eftir annarri með nokkuð sannfærandi málflutningu eins og honum er lagið. Davíð mótmælti því meðal annars að ekki mætti setja íslenska bankahrunið í alþjóðlegt samhengi. Máli sínu til stuðnings las hann upp lokaorð Mervyn King, Seðlabankastjóra Bretlands, úr samtali þeirra Davíðs sem ekki hefur fengist leyfi til að birta hingað til, þar sem King lýsti þeirri skoðun sinni að allir seðlabankar í heimi væru í sömu sporum og Seðlabanki Íslands á þessum tíma. Fullyrðingum um að Seðlabanki Íslands hafði verið keyrður í þrot svaraði hann á þessa leið: „Að seðlabanki Íslands hefði orðið gjaldþrota. Hverjum skuldaði Seðlabankinn? Ekki neinum einasta manni? Hann væri því væntanlega fyrsta fyrirtækið í heiminum sem varð gjaldþrota án þess að skulda nokkrum neitt.“Davíð sagði einnig að honum væri minnistæður fámennur kvöldverður í Perlunni með þekktum erlendum hagvísindamanni 30. júní árið 2008. Hann nafngreindi ekki viðkomandi en sagði hann hafa sagt eftirfarandi: „Ég held að eftir fáeinar vikur verði einn mikilvægur banki látinn fara á höfuðið til að réttlæta víðtækar aðgerðir gagnvart öðrum í framhaldi af uppnáminu og óttanum sem það mun skapa og ég tel að þetta verði Lehman Brothers, svo tel ég að eitt af litlum löndunum með ótryggt bankakerfi verði látið lenda í miklum ógöngum og ég held að það verði þið.“ Í miðri ræðunni fór tæknimaður að fikta í míkrafónstandi Davíðs af ótilgreindum ástæðum. Hann djöflaðist eitthvað á standinum með tilheyrandi braki og brestum þannig að Davíð hikaði í eitt augnablik en sagði svo: „Þetta minnir mig á það sem sagt var þegar ég spilaði í skólahljómsveit í gamla daga, Karl Óttar Runólfsson sagði þá við mig, annaðhvort verður þú að hætta eða hljómsveitin,“ og uppskar hann þá mikil hlátrasköll. Að lokum greindi Davíð svo frá því að hann hefði átt fund með fyrirrennara sínum í Seðlabankanum, Jóhannesi Norðdal, 1. nóvember 2005 þar sem hann lýsti yfir áhyggjum sínum af þróun mála á Íslandi. Hann hefði þar vonast til þess að Jóhannes myndi segja áhyggjur Davíðs óþarfar, en svo hefði ekki orðið þar sem Jóhannes tók einungis undir þær áhyggjur. Allir vita svo hvert framhaldið var þó um það sé ennþá deilt. En ljóst er að Davíð Oddsson er ekki sammála þeim sem vilja gera hann að miklu eða öllu leiti ábyrgan fyrir hruninu. Harmageddon Mest lesið Konungur undirganganna Harmageddon Tónarúm - VÖK Harmageddon Fimm bestu Abba-lögin Harmageddon Högni sveipaður dulúð og þokka Harmageddon Dómsmálið yfir Gísla hugsanlega mannlegur harmleikur Harmageddon Sannleikurinn: Íþróttamaður ársins vann sinn fyrsta titil í ár þegar hann var valinn íþróttamaður ársins Harmageddon Tónleikar fullkomnir fyrir hösslið? Harmageddon Vildi ekki að persónulegir brestir vörpuðu skugga á störf Pírata Harmageddon Myndband frá einum síðustu tónleikum Nirvana Harmageddon Harmageddon og Sannleikurinn.com sameinast Harmageddon
Davíð Oddsson, ritstjóri og fyrrverandi forsætisráðherra, flutti áhugavert erindi á Frelsiskvöldverði Rannsóknarseturs um nýsköpun og hagvöxt síðastliðið mánudagskvöld. Kvöldverðurinn fór fram í Björtuloftum, hátíðarsal á efstu hæð Hörpu og var salurinn þétt setinn enda uppselt á viðburðinn fyrir löngu síðan. Davíð sagði sérstaklega skemmtilegt að menn skyldu hafa fengið hann þangað í Björtuloft, í ljósi þess að hann hefði nokkrum árum áður verið dreginn út með lagasetningu úr Svörtuloftum Seðlabankans. Það var létt yfir Davíð þegar hann flutti ræðuna, þó alvarlegur undirtónn hafi ekki leynt sér, þegar hann rifjaði upp örlagaríka daga í október 2008 og atburðarásina í kjölfarið. Davíð taldi upp þónokkur mál sem hann kallaði bábiljur í umræðunni um hrun bankanna. Bábiljur sem hefðu verið settar fram kerfisbundið og alið hefði verið á að hans sögn til þess að afskræma staðreyndir málsins. „Þannig er leitast við að gera margsagða lygina með þessum aðferðum að óhrekjanlegum staðreyndum,“ sagði Davíð og hrakti síðan hverja bábiljuna á eftir annarri með nokkuð sannfærandi málflutningu eins og honum er lagið. Davíð mótmælti því meðal annars að ekki mætti setja íslenska bankahrunið í alþjóðlegt samhengi. Máli sínu til stuðnings las hann upp lokaorð Mervyn King, Seðlabankastjóra Bretlands, úr samtali þeirra Davíðs sem ekki hefur fengist leyfi til að birta hingað til, þar sem King lýsti þeirri skoðun sinni að allir seðlabankar í heimi væru í sömu sporum og Seðlabanki Íslands á þessum tíma. Fullyrðingum um að Seðlabanki Íslands hafði verið keyrður í þrot svaraði hann á þessa leið: „Að seðlabanki Íslands hefði orðið gjaldþrota. Hverjum skuldaði Seðlabankinn? Ekki neinum einasta manni? Hann væri því væntanlega fyrsta fyrirtækið í heiminum sem varð gjaldþrota án þess að skulda nokkrum neitt.“Davíð sagði einnig að honum væri minnistæður fámennur kvöldverður í Perlunni með þekktum erlendum hagvísindamanni 30. júní árið 2008. Hann nafngreindi ekki viðkomandi en sagði hann hafa sagt eftirfarandi: „Ég held að eftir fáeinar vikur verði einn mikilvægur banki látinn fara á höfuðið til að réttlæta víðtækar aðgerðir gagnvart öðrum í framhaldi af uppnáminu og óttanum sem það mun skapa og ég tel að þetta verði Lehman Brothers, svo tel ég að eitt af litlum löndunum með ótryggt bankakerfi verði látið lenda í miklum ógöngum og ég held að það verði þið.“ Í miðri ræðunni fór tæknimaður að fikta í míkrafónstandi Davíðs af ótilgreindum ástæðum. Hann djöflaðist eitthvað á standinum með tilheyrandi braki og brestum þannig að Davíð hikaði í eitt augnablik en sagði svo: „Þetta minnir mig á það sem sagt var þegar ég spilaði í skólahljómsveit í gamla daga, Karl Óttar Runólfsson sagði þá við mig, annaðhvort verður þú að hætta eða hljómsveitin,“ og uppskar hann þá mikil hlátrasköll. Að lokum greindi Davíð svo frá því að hann hefði átt fund með fyrirrennara sínum í Seðlabankanum, Jóhannesi Norðdal, 1. nóvember 2005 þar sem hann lýsti yfir áhyggjum sínum af þróun mála á Íslandi. Hann hefði þar vonast til þess að Jóhannes myndi segja áhyggjur Davíðs óþarfar, en svo hefði ekki orðið þar sem Jóhannes tók einungis undir þær áhyggjur. Allir vita svo hvert framhaldið var þó um það sé ennþá deilt. En ljóst er að Davíð Oddsson er ekki sammála þeim sem vilja gera hann að miklu eða öllu leiti ábyrgan fyrir hruninu.
Harmageddon Mest lesið Konungur undirganganna Harmageddon Tónarúm - VÖK Harmageddon Fimm bestu Abba-lögin Harmageddon Högni sveipaður dulúð og þokka Harmageddon Dómsmálið yfir Gísla hugsanlega mannlegur harmleikur Harmageddon Sannleikurinn: Íþróttamaður ársins vann sinn fyrsta titil í ár þegar hann var valinn íþróttamaður ársins Harmageddon Tónleikar fullkomnir fyrir hösslið? Harmageddon Vildi ekki að persónulegir brestir vörpuðu skugga á störf Pírata Harmageddon Myndband frá einum síðustu tónleikum Nirvana Harmageddon Harmageddon og Sannleikurinn.com sameinast Harmageddon
Sannleikurinn: Íþróttamaður ársins vann sinn fyrsta titil í ár þegar hann var valinn íþróttamaður ársins Harmageddon
Sannleikurinn: Íþróttamaður ársins vann sinn fyrsta titil í ár þegar hann var valinn íþróttamaður ársins Harmageddon