Lífið

Tobey Maguire í tökum á Fróðárheiði

Jón Júlíus Karlsson skrifar
Bobby Fischer verður leikinn af Tobey Maguire.
Bobby Fischer verður leikinn af Tobey Maguire.
Bandaríski leikarinn Tobey Maguire kom til landsins fyrir skömmu, en hann fer með hlutverk Bobby Fischer í kvikmynd sem verður að hluta til tekin upp á Íslandi.

Maguire er þessa stundina staddur á Snæfellsnesi ásamt tökuliði. Tökur fara nú fram á Fróðárheiði. Fyrirhugað var að taka upp í morgun við bæinn Kverná skammt frá Grundarfirði en heimildir Vísis herma að slæmt veður hafi orðið til þess að tökum var frestað.

Um er að ræða kvikmyndina Pawn Sacrifice eða Peðsfórnin, sem fjallar um Bobby Fischer og einvígið mikla við Boris Spasski, sem fram fór árið 1972 í Laugardalshöll.  

Tobey Maguire er einn vinsælasti leikari heims og hefur meðal annars farið með hlutverk Kóngulóarmannsins. Þrátt fyrir að Ísland sé sögusviðið fara tökur að mestu fram í Kanada, ef frá eru taldir þrír tökudagar sem eru hér á landi, svona rétt til að negla niður staðsetninguna.

Því miður fyrir áhugafólk um frægðarmenni verður ekki um það að ræða að Tobey Maquire dvelji hér lengi. Hann flýgur af landi brott strax á miðvikudag og er því ólíklegt að menn rekist á hann á ferð um hið alræmda skemmtanalíf Reykjavíkurborgar.

Tökur fara nú fram á Fróðarheiði. Þrír tökudagar eru áætlaðir fyrir myndina á Íslandi.

Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.