Frakkar stæla Þjóðverja Finnur Thorlacius skrifar 8. október 2013 10:15 Cévennes Þeir hjá franska fyrirtækinu PGO er greinilega miklir aðdáendur Porsche og hafa mætur á hinum hálfrar aldar gamla Porsche 356 Speedster. Svo miklar reyndar að þeir hafa framleitt eftirmynd hans sem þeir nú bjóða til sölu undir nafninu Cévennes. Ekki er þó hægt að segja að um algera eftirmynd sé að ræða þó hann sé líkur 356 bílnum, en hann ber svip hans þó þokkalega. Cévennes er með 1,6 lítra vel frá BMW sem skilar 181 hestafli, sem hljómar ekki svo mikið, en rétt er að hafa í huga að hann vegur ekki nema 999 kíló og er líklega nokkuð sprækur. Hámarkshraðinn er 225 km/klst. Bíllinn er afturhjóladrifinn að sjálfsögðu, eins og rökrétt er með sportbíl. Sala á bílnum er hafin í Evrópu, en engum sögum fer af vinsældum hans. Mest lesið Þrír menn leiddir frá borði Play-flugvélar Innlent Maðurinn er Íslendingur á fimmtugsaldri Innlent Kristrún leitar ekki langt yfir skammt að hægri hönd Innlent Talinn hafa drepið hjónin í Neskaupstað með hamri Innlent Greiða atkvæði um tillögu Kristrúnar um „flottan einstakling“ Innlent Kristrún auglýsir eftir sparnaðarráðum Innlent Jakob Birgisson og Þórólfur Heiðar aðstoðarmenn Þorbjargar Innlent Fálkaorðuhafi um ferilinn: „Ég er bara ekki stolt af neinu“ Innlent Helstu breytingarnar á buddunni: Vextir lækka áfram og eldsneyti hækkar um fimm prósent Innlent Ingileif aðstoðarmaður í utanríkisráðuneytinu Innlent
Þeir hjá franska fyrirtækinu PGO er greinilega miklir aðdáendur Porsche og hafa mætur á hinum hálfrar aldar gamla Porsche 356 Speedster. Svo miklar reyndar að þeir hafa framleitt eftirmynd hans sem þeir nú bjóða til sölu undir nafninu Cévennes. Ekki er þó hægt að segja að um algera eftirmynd sé að ræða þó hann sé líkur 356 bílnum, en hann ber svip hans þó þokkalega. Cévennes er með 1,6 lítra vel frá BMW sem skilar 181 hestafli, sem hljómar ekki svo mikið, en rétt er að hafa í huga að hann vegur ekki nema 999 kíló og er líklega nokkuð sprækur. Hámarkshraðinn er 225 km/klst. Bíllinn er afturhjóladrifinn að sjálfsögðu, eins og rökrétt er með sportbíl. Sala á bílnum er hafin í Evrópu, en engum sögum fer af vinsældum hans.
Mest lesið Þrír menn leiddir frá borði Play-flugvélar Innlent Maðurinn er Íslendingur á fimmtugsaldri Innlent Kristrún leitar ekki langt yfir skammt að hægri hönd Innlent Talinn hafa drepið hjónin í Neskaupstað með hamri Innlent Greiða atkvæði um tillögu Kristrúnar um „flottan einstakling“ Innlent Kristrún auglýsir eftir sparnaðarráðum Innlent Jakob Birgisson og Þórólfur Heiðar aðstoðarmenn Þorbjargar Innlent Fálkaorðuhafi um ferilinn: „Ég er bara ekki stolt af neinu“ Innlent Helstu breytingarnar á buddunni: Vextir lækka áfram og eldsneyti hækkar um fimm prósent Innlent Ingileif aðstoðarmaður í utanríkisráðuneytinu Innlent