Bílaframleiðendur hópast til Brasilíu Finnur Thorlacius skrifar 7. október 2013 13:44 Mercedes Benz GLK-Class verður framleiddur í Brasilíu. Brasilía virðist vera heitasti staðurinn í bílaheiminum þessa dagana því allir virðast vera að setja upp verksmiðju þar. Toyota hefur fjárfest mikið þar undanfarið, sem og BMW, Audi og Mercedes Benz, en allir þessir framleiðendur eru með verksmiðjur í Brasilíu. Mercedes Benz setti 27 milljarða króna í nýja verksmiðju í Brasilíu þar sem framleiddur verður nýr GLA-Class. Brasilía má segja að sé hin nýja Mexíkó hvað það varðar að þar hafa bílaframleiðendur smíðað bíla sem seldir eru svo í Bandaríkjunum. Svo virðist vera sem Jaguar – Land Rover muni svo bætast í hópinn en sögur herma að í Brasilíu ætli Land Rover að smíða Freelander jepplinginn, sem mestmegnis verður seldur í Bandaríkjunum. Líklega ræður mestu við val bílaframleiðendanna á staðsetningu verksmiðja sinna hversu ódýrt vinnuafl má fá í Brasilíu. Mest lesið Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Innlent Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Innlent „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Innlent Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Innlent Sendiherra látinn fjúka vegna brandara á kostnað Trump Erlent „Sleppið föngunum núna eða ykkar mun bíða helvíti“ Erlent Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Innlent 30 milljarðar safnast upp á reikningum Menntasjóðs Innlent Segir Kínverja munu „berjast til hins síðasta“ í stríði við Bandaríkin Erlent Anna Kristín Arngrímsdóttir er látin Innlent
Brasilía virðist vera heitasti staðurinn í bílaheiminum þessa dagana því allir virðast vera að setja upp verksmiðju þar. Toyota hefur fjárfest mikið þar undanfarið, sem og BMW, Audi og Mercedes Benz, en allir þessir framleiðendur eru með verksmiðjur í Brasilíu. Mercedes Benz setti 27 milljarða króna í nýja verksmiðju í Brasilíu þar sem framleiddur verður nýr GLA-Class. Brasilía má segja að sé hin nýja Mexíkó hvað það varðar að þar hafa bílaframleiðendur smíðað bíla sem seldir eru svo í Bandaríkjunum. Svo virðist vera sem Jaguar – Land Rover muni svo bætast í hópinn en sögur herma að í Brasilíu ætli Land Rover að smíða Freelander jepplinginn, sem mestmegnis verður seldur í Bandaríkjunum. Líklega ræður mestu við val bílaframleiðendanna á staðsetningu verksmiðja sinna hversu ódýrt vinnuafl má fá í Brasilíu.
Mest lesið Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Innlent Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Innlent „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Innlent Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Innlent Sendiherra látinn fjúka vegna brandara á kostnað Trump Erlent „Sleppið föngunum núna eða ykkar mun bíða helvíti“ Erlent Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Innlent 30 milljarðar safnast upp á reikningum Menntasjóðs Innlent Segir Kínverja munu „berjast til hins síðasta“ í stríði við Bandaríkin Erlent Anna Kristín Arngrímsdóttir er látin Innlent