Lífið

Tobey Maguire kominn til landsins

Jakob Bjarnar skrifar
Toby fer með hlutverk Bobby Fischer í nýrri mynd sem er tekin upp að hluta til á Íslandi.
Toby fer með hlutverk Bobby Fischer í nýrri mynd sem er tekin upp að hluta til á Íslandi.
Hinn heimsþekkti leikari Tobey Maguire er staddur hér á landi en hann fer með hlutverk Bobby Fischer í nýrri mynd sem er tekin upp að hluta til á Íslandi.

Um er að ræða kvikmyndina Pawn Sacrifice eða Peðsfórnin, sem fjallar um Bobby Fischer og einvígið mikla við Boris Spasski, sem fram fór árið 1972 í Laugardalshöll.

Toby Maguire er einn vinsælasti leikara heims en hefur meðal annars farið með hlutverk Kóngulóarmansins.

Þrátt fyrir að Ísland sé sögusviðið fara tökur að mestu fram í Kanada ef frá eru taldir þrír tökudagar sem eru hér á landi, svona rétt til að negla niður staðsetninguna.

Saga Film sér framleiðslu er varðar tökur hér á Íslandi en þar má enginn segja neitt er varðar myndina, enda hafa allskyns trúnaðarsamingar verið undirritaðir þess efnis.

Eftir því sem fréttastofa kemst næst er Toby Maquire, sem fer með hlutverk Fischers kominn til landsins ásamt leikaranum Peter Sarsgaard en það er Liev Schreiber sem leikur Spasski.
Edward Zwick er leikstjóri og handritshöfundur er Steven Knight eða Stefán Riddari.

Því miður fyrir áhugafólk um frægðarmenni verður ekki um það að ræða að Toby Maquire dvelji hér lengi. Hann flýgur af landi brott strax á miðvikudag og er því ólíklegt að menn rekist á hann á ferð um hið alræmda skemmtanalíf Reykjavíkurborgar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.