Íslandsmeistarar Keflavíkur unnu Val í meistara meistaranna kvenna í körfubolta í kvöld 77-74 í hnífjöfnum og spennandi leik sem liðin skiptust á að leiða.
Leikurinn var í járnum allan leikinn. Valur var einu stigi yfir eftir fyrsta leikhluta 19-18 og Keflavík einu stigi yfir í hálfleik 43-42.
Valur var aftur komið yfir áður en fjórði leikhluti hófst en Valur var þá fjórum stigum yfir, 64-60.
Fjórði leikhluti var eins og leikurinn fram að því, í járnum og spennan alls ráðandi. Lítið fór fyrir sóknarleik liðanna og þá hrundi sóknarleikur Vals algjörlega.
Valur skoraði aðeins tíu stig í fjórða leikhluta og þarf helming þeirra á síðustu 30 sekúndunum og það nýtti Keflavík sér og vann þriggja stiga sigur 77-74.
Porsche Landry var stigahæst hjá Keflavík með 18 stig og Sara Rún Hinriksdóttir skoraði 14 auk þess að hirða 7 fráköst. Bryndís Guðmundsdóttir fór á kostum í lokafjórðungnum og skoraði átta af tólf stigum sínum í honum.
Kristrún Sigurjónsdóttir var stigahæst hjá Val með 20 stig. Jaleesa Butler skoraði 9 stig auk þess að hirða 18 fráköst og gefa 6 stoðsendingar.
Valskonur klæddust bleikum búningum sínum í tilefni bleiku slaufunnar. Það munu þær gera út mánuðinn. Bikarinn varð hins vegar ekki bleikur í þetta skiptið.
Tölfræði leiksins
Keflavík-Valur 77-74 (18-19, 25-23, 17-22, 17-10)
Keflavík: Porsche Landry 18/6 fráköst, Sara Rún Hinriksdóttir 14/7 fráköst, Bryndís Guðmundsdóttir 12/5 fráköst, Birna Ingibjörg Valgarðsdóttir 11/6 fráköst, Bríet Sif Hinriksdóttir 10, Lovísa Falsdóttir 6, Sandra Lind Þrastardóttir 3, Ingunn Embla Kristínardóttir 3
Valur: Kristrún Sigurjónsdóttir 20, Unnur Lára Ásgeirsdóttir 10, Jaleesa Butler 9/18 fráköst/6 stoðsendingar, Þórunn Bjarnadóttir 8/4 fráköst, Ragna Margrét Brynjarsdóttir 8/6 fráköst, Guðbjörg Sverrisdóttir 8/6 stoðsendingar, Hallveig Jónsdóttir 5, Ragnheiður Benónísdóttir 4, María Björnsdóttir 2.
Körfubolti