Honda CR-V leiðir sölu jepplinga í BNA Finnur Thorlacius skrifar 4. október 2013 15:15 Honda CR-V Þrátt fyrir að Ford Escape hafi selst best jepplinga í Bandaríkjunum í september hefur Honda CR-V selst meira á árinu þar. Ekki munar þar miklu, en Honda CR-V hefur selst í 229.082 eintökum en Ford Escape í 228.290 eintökum. Í þriðja sætinu er Chevrolet Equinox með 185.420 selda bíla og Toyota RAV4 með 160.242. Í flokki millistærðarfólksbíla er sem fyrr Toyota Camry söluhæsti bíllinn með 318.990 bíla, Honda Accord með 282.102 og Nissan Altima 249.518. Það er ekki fyrr en í fjórða sætinu sem Amerískt merki kemst á blað, en Ford Mondeo, sem heitir reyndar Fusion þar vestra, hefur selst í 226.293 eintökum og Chevrolet Malibu hefur selst í 154.950 eintökum. Eftir þeim koma svo Kórebílarnir Hyundai Sonata og Kia Optima með 152.702 og 124.056 bíla. Í flokki minni fólksbíla trónir Honda Civic efst með 253.561 seldan bíl, Toyota Corolla með 223.547, Chevrolet Cruze með 195.775, Hyundai Elantra með 194.593 og Ford Focus með 188.654. Sala bíla í Bandaríkjunum hefur verið í hæstu hæðum allt árið og stefnir heildarsalan í 16 milljón bíla. Mest lesið Bandaríkin ein ástæða þess að Íslendingar eru eftirbátar Norðurlandanna Innlent Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Erlent Vildi aðstoð lögreglu við að fá vinninginn afhentan Innlent Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Erlent Norðanáttin getur náð stormstyrk Veður Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Innlent Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir Erlent Sætta sig ekki við neitt annað en að húsið verði rifið Innlent Zaldana, Brody, Moore og Culkin meðal sigurvegara kvöldsins Lífið The Vivienne er látin Erlent
Þrátt fyrir að Ford Escape hafi selst best jepplinga í Bandaríkjunum í september hefur Honda CR-V selst meira á árinu þar. Ekki munar þar miklu, en Honda CR-V hefur selst í 229.082 eintökum en Ford Escape í 228.290 eintökum. Í þriðja sætinu er Chevrolet Equinox með 185.420 selda bíla og Toyota RAV4 með 160.242. Í flokki millistærðarfólksbíla er sem fyrr Toyota Camry söluhæsti bíllinn með 318.990 bíla, Honda Accord með 282.102 og Nissan Altima 249.518. Það er ekki fyrr en í fjórða sætinu sem Amerískt merki kemst á blað, en Ford Mondeo, sem heitir reyndar Fusion þar vestra, hefur selst í 226.293 eintökum og Chevrolet Malibu hefur selst í 154.950 eintökum. Eftir þeim koma svo Kórebílarnir Hyundai Sonata og Kia Optima með 152.702 og 124.056 bíla. Í flokki minni fólksbíla trónir Honda Civic efst með 253.561 seldan bíl, Toyota Corolla með 223.547, Chevrolet Cruze með 195.775, Hyundai Elantra með 194.593 og Ford Focus með 188.654. Sala bíla í Bandaríkjunum hefur verið í hæstu hæðum allt árið og stefnir heildarsalan í 16 milljón bíla.
Mest lesið Bandaríkin ein ástæða þess að Íslendingar eru eftirbátar Norðurlandanna Innlent Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Erlent Vildi aðstoð lögreglu við að fá vinninginn afhentan Innlent Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Erlent Norðanáttin getur náð stormstyrk Veður Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Innlent Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir Erlent Sætta sig ekki við neitt annað en að húsið verði rifið Innlent Zaldana, Brody, Moore og Culkin meðal sigurvegara kvöldsins Lífið The Vivienne er látin Erlent