Handbolti

Gömul stórveldi mætast í Höllinni

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Þróttarar auglýsa eftir Sigga Sveins. Hann á að mæta í Laugardalinn annað kvöld.
Þróttarar auglýsa eftir Sigga Sveins. Hann á að mæta í Laugardalinn annað kvöld. Mynd/Vilhelm
Þróttarar ætla sér stóra hluti í handboltanum næstu árin eftir töluverða lægð. Þeir bjóða KR-ingum í heimsókn í 1. deild karla annað kvöld og slá upp veislu.

Bæði lið urðu bikarmeistarar í handbolta á níunda áratug síðustu alda. Þróttarar fóru í Evrópukeppni árið eftir en féllu, að eigin sögn, úr leik í undanúrslitum á rangstöðumarki.

„Nú á að rífa upp handboltann í Þrótti og koma þessari þjóðaríþrótt aftur til vegs og virðingar í félaginu,“ segir í skemmtilegri auglýsingu sem sjá má hér að neðan.

Þróttarar bjóða KR-ingum í veislu bæði fyrir og eftir leik í félagsheimili Þróttar. Lúpínuseyði verður borið fram klukkan 18 og fyrsta smökkun hefst í kjölfarið. Leikurinn sjálfur hefst klukkan 19.

Að leik loknum eru allir áhorfendur, leikmenn og aðstandendur velkomnir í stórborgara í félagsheimilið þar sem salurinn verður skreyttur litum félaganna.

„Það má því gera ráð fyrir að allir verði vinnir, allavega í aðra röndina.“

Auglýsinguna í heild sinni má sjá hér að neðan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×