Söluhæsti bíll Noregs er Tesla Model S Finnur Thorlacius skrifar 3. október 2013 12:45 Vafalaust hefur rafmagnsbíll aldrei verið söluhæsti bíllinn í nokkru landi áður, en í september nýliðnum var rafmagnsbíllinn Tesla Model S söluhæsti einstaki bíllinn í Noregi. Það seldust 616 Tesla Model S bílar í síðasta mánuði af alls 12.168 bílum, eða 5,1% þeirra. Volkswagen seldi 1.512 bíla, en salan dreifðist á margar bílgerðir. 1.044 rafmagnsbílar seldust í Noregi í september, eða 8,6% heildarsölunnar. Norðmenn eru alveg vitlausir í rafmagnsbíla og ekki í neinu landi er hærra hlutfall þeirra og fjöldi Nissan Leaf bíla er hreint ótrúlegur þar. Það virðist engin hindrun hjá nágrönnum okkar í Noregi að Tesla Model S er fremur dýr bíll, en það hjálpar þó talsvert uppá að hið opinbera hefur gefið eftir flest gjöld á rafmagnsbíla þar og eigendur þeirra njóta að auki ýmissa fríðinda eins og að fá að aka á akreinum fyrir strætisvagna og þeir leggja frítt í stæði í höfuðborginni Osló og víðast hvar. Margur vellríkur forstjórinn verður nú snöggur í miðbæinn og ekki í vandræðum með bílastæði. Mest lesið Bandaríkin ein ástæða þess að Íslendingar eru eftirbátar Norðurlandanna Innlent Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Erlent Vildi aðstoð lögreglu við að fá vinninginn afhentan Innlent Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Erlent Norðanáttin getur náð stormstyrk Veður Sætta sig ekki við neitt annað en að húsið verði rifið Innlent Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Innlent Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir Erlent Zaldana, Brody, Moore og Culkin meðal sigurvegara kvöldsins Lífið The Vivienne er látin Erlent
Vafalaust hefur rafmagnsbíll aldrei verið söluhæsti bíllinn í nokkru landi áður, en í september nýliðnum var rafmagnsbíllinn Tesla Model S söluhæsti einstaki bíllinn í Noregi. Það seldust 616 Tesla Model S bílar í síðasta mánuði af alls 12.168 bílum, eða 5,1% þeirra. Volkswagen seldi 1.512 bíla, en salan dreifðist á margar bílgerðir. 1.044 rafmagnsbílar seldust í Noregi í september, eða 8,6% heildarsölunnar. Norðmenn eru alveg vitlausir í rafmagnsbíla og ekki í neinu landi er hærra hlutfall þeirra og fjöldi Nissan Leaf bíla er hreint ótrúlegur þar. Það virðist engin hindrun hjá nágrönnum okkar í Noregi að Tesla Model S er fremur dýr bíll, en það hjálpar þó talsvert uppá að hið opinbera hefur gefið eftir flest gjöld á rafmagnsbíla þar og eigendur þeirra njóta að auki ýmissa fríðinda eins og að fá að aka á akreinum fyrir strætisvagna og þeir leggja frítt í stæði í höfuðborginni Osló og víðast hvar. Margur vellríkur forstjórinn verður nú snöggur í miðbæinn og ekki í vandræðum með bílastæði.
Mest lesið Bandaríkin ein ástæða þess að Íslendingar eru eftirbátar Norðurlandanna Innlent Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Erlent Vildi aðstoð lögreglu við að fá vinninginn afhentan Innlent Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Erlent Norðanáttin getur náð stormstyrk Veður Sætta sig ekki við neitt annað en að húsið verði rifið Innlent Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Innlent Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir Erlent Zaldana, Brody, Moore og Culkin meðal sigurvegara kvöldsins Lífið The Vivienne er látin Erlent