Handbolti

Rut puttabrotin á skothendinni

Stefán Árni Pálsson skrifar
Rut Jónsdóttir í leik með landsliðinu.
Rut Jónsdóttir í leik með landsliðinu.
Handknattleikskonan Rut Jónsdóttir, leikmaður Team Tvis Holstebro, fingurbrotnaði á þumalfingri vinstri handar fyrir tveim vikum en þetta staðfestir hún í samtali við Morgunblaðið.

„Fingurinn hefur verið í gifsi í tvær vikur og reiknað er með þremur vikum til viðbótar,“ sagði Rut við Morgunblaðið í gær.

„Ætli að þetta sé ekki sá fingur sem ég nota mest,“ sagði Rut sem fer í myndatöku í næstu viku.

Rut er leikmaður íslenska landsliðsins en liðið tekur á móti Finnum á heimavelli í lok október og síðan mætir Ísland Slóvakíu ytra í undankeppni Evrópumótsins.

„Ég vonast til að verða klár þegar kemur að leikjunum,“ sagði Rut Jónsdóttir.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×