Sprenging í sölu Maserati Finnur Thorlacius skrifar 18. október 2013 08:45 Maserati Ghibli Ítalski bílasmiðurinn Maserati var langt frá því í góðum málum í fyrra, en þá seldi fyrirtækið aðeins 6.300 bíla. Ákveðið var að blása til sóknar og tilkynnti Maserati að það ætlaði að selja 50.000 bíla strax árið 2015. Mikið var hlegið að þessum bjartsýnistilburðum. Sá hlátur hefur aðeins hljóðnað nú því Maserati hafa borist 22.500 pantanir á þessu ári og það aðeins að lokum septembermánaðar. Aðeins er um að ræða pantanir í þrjár gerðir bíla sem Maserati framleiðir nú, GranTurismo, Quattroporte og hinn glænýja Ghibli. Quttroporte er þeirra vinsælastur nú með 10.000 pantanir, Ghibli með 8.000 og GranTurismo með 5.000. Maserati er með fleiri bílgerðir á prjónunum og ef þær líka eins vel er aldrei að vita hvort fyrirtækið nær bara ekki markmiðum sínum. Maserati planleggur að kynna nýjan jeppling sem fengið hefur nafnið Levante á árinu 2015 og stjórnendur Maserati áætla að hann muni seljast í 25.000 eintökum það árið. Mest lesið Kennarar töldu samning í höfn en pólitík hafi spillt fyrir Innlent Stefna kennurum Innlent Kennarar hafi hafnað 20 prósenta launahækkun Innlent Lét Sjúkratryggingar leggja 156 milljónir króna inn á fjölskylduna Innlent Nefndin einróma um kosningarnar Innlent Brynjar Níelsson talinn hæfastur til að verða dómari Innlent Hermenn halda að landamærum og Trump frestar tollum Erlent Tvö hundruð Sunnlendingar veikir eftir þorrablót Innlent Söguleg skipun Agnesar Innlent Hvað gengur Trump til með tollum? Erlent
Ítalski bílasmiðurinn Maserati var langt frá því í góðum málum í fyrra, en þá seldi fyrirtækið aðeins 6.300 bíla. Ákveðið var að blása til sóknar og tilkynnti Maserati að það ætlaði að selja 50.000 bíla strax árið 2015. Mikið var hlegið að þessum bjartsýnistilburðum. Sá hlátur hefur aðeins hljóðnað nú því Maserati hafa borist 22.500 pantanir á þessu ári og það aðeins að lokum septembermánaðar. Aðeins er um að ræða pantanir í þrjár gerðir bíla sem Maserati framleiðir nú, GranTurismo, Quattroporte og hinn glænýja Ghibli. Quttroporte er þeirra vinsælastur nú með 10.000 pantanir, Ghibli með 8.000 og GranTurismo með 5.000. Maserati er með fleiri bílgerðir á prjónunum og ef þær líka eins vel er aldrei að vita hvort fyrirtækið nær bara ekki markmiðum sínum. Maserati planleggur að kynna nýjan jeppling sem fengið hefur nafnið Levante á árinu 2015 og stjórnendur Maserati áætla að hann muni seljast í 25.000 eintökum það árið.
Mest lesið Kennarar töldu samning í höfn en pólitík hafi spillt fyrir Innlent Stefna kennurum Innlent Kennarar hafi hafnað 20 prósenta launahækkun Innlent Lét Sjúkratryggingar leggja 156 milljónir króna inn á fjölskylduna Innlent Nefndin einróma um kosningarnar Innlent Brynjar Níelsson talinn hæfastur til að verða dómari Innlent Hermenn halda að landamærum og Trump frestar tollum Erlent Tvö hundruð Sunnlendingar veikir eftir þorrablót Innlent Söguleg skipun Agnesar Innlent Hvað gengur Trump til með tollum? Erlent