Sprenging í sölu Maserati Finnur Thorlacius skrifar 18. október 2013 08:45 Maserati Ghibli Ítalski bílasmiðurinn Maserati var langt frá því í góðum málum í fyrra, en þá seldi fyrirtækið aðeins 6.300 bíla. Ákveðið var að blása til sóknar og tilkynnti Maserati að það ætlaði að selja 50.000 bíla strax árið 2015. Mikið var hlegið að þessum bjartsýnistilburðum. Sá hlátur hefur aðeins hljóðnað nú því Maserati hafa borist 22.500 pantanir á þessu ári og það aðeins að lokum septembermánaðar. Aðeins er um að ræða pantanir í þrjár gerðir bíla sem Maserati framleiðir nú, GranTurismo, Quattroporte og hinn glænýja Ghibli. Quttroporte er þeirra vinsælastur nú með 10.000 pantanir, Ghibli með 8.000 og GranTurismo með 5.000. Maserati er með fleiri bílgerðir á prjónunum og ef þær líka eins vel er aldrei að vita hvort fyrirtækið nær bara ekki markmiðum sínum. Maserati planleggur að kynna nýjan jeppling sem fengið hefur nafnið Levante á árinu 2015 og stjórnendur Maserati áætla að hann muni seljast í 25.000 eintökum það árið. Mest lesið Þrír menn leiddir frá borði Play-flugvélar Innlent Maðurinn er Íslendingur á fimmtugsaldri Innlent Kristrún leitar ekki langt yfir skammt að hægri hönd Innlent Talinn hafa drepið hjónin í Neskaupstað með hamri Innlent Greiða atkvæði um tillögu Kristrúnar um „flottan einstakling“ Innlent Kristrún auglýsir eftir sparnaðarráðum Innlent Fálkaorðuhafi um ferilinn: „Ég er bara ekki stolt af neinu“ Innlent Jakob Birgisson og Þórólfur Heiðar aðstoðarmenn Þorbjargar Innlent Flutningur á rússnesku gasi um Úkraínu til Evrópu stöðvast að fullu Erlent Ingileif aðstoðarmaður í utanríkisráðuneytinu Innlent
Ítalski bílasmiðurinn Maserati var langt frá því í góðum málum í fyrra, en þá seldi fyrirtækið aðeins 6.300 bíla. Ákveðið var að blása til sóknar og tilkynnti Maserati að það ætlaði að selja 50.000 bíla strax árið 2015. Mikið var hlegið að þessum bjartsýnistilburðum. Sá hlátur hefur aðeins hljóðnað nú því Maserati hafa borist 22.500 pantanir á þessu ári og það aðeins að lokum septembermánaðar. Aðeins er um að ræða pantanir í þrjár gerðir bíla sem Maserati framleiðir nú, GranTurismo, Quattroporte og hinn glænýja Ghibli. Quttroporte er þeirra vinsælastur nú með 10.000 pantanir, Ghibli með 8.000 og GranTurismo með 5.000. Maserati er með fleiri bílgerðir á prjónunum og ef þær líka eins vel er aldrei að vita hvort fyrirtækið nær bara ekki markmiðum sínum. Maserati planleggur að kynna nýjan jeppling sem fengið hefur nafnið Levante á árinu 2015 og stjórnendur Maserati áætla að hann muni seljast í 25.000 eintökum það árið.
Mest lesið Þrír menn leiddir frá borði Play-flugvélar Innlent Maðurinn er Íslendingur á fimmtugsaldri Innlent Kristrún leitar ekki langt yfir skammt að hægri hönd Innlent Talinn hafa drepið hjónin í Neskaupstað með hamri Innlent Greiða atkvæði um tillögu Kristrúnar um „flottan einstakling“ Innlent Kristrún auglýsir eftir sparnaðarráðum Innlent Fálkaorðuhafi um ferilinn: „Ég er bara ekki stolt af neinu“ Innlent Jakob Birgisson og Þórólfur Heiðar aðstoðarmenn Þorbjargar Innlent Flutningur á rússnesku gasi um Úkraínu til Evrópu stöðvast að fullu Erlent Ingileif aðstoðarmaður í utanríkisráðuneytinu Innlent