Olíu- og orkumálaráðherra sóttur inn í raforkufyrirtæki Kristján Már Unnarsson skrifar 16. október 2013 13:23 Tord Lien, nýr olíu- og orkumálaráðherra Noregs. Mynd/Reynir Jóhannesson. Nýr olíu- og orkumálaráðherra Noregs kemur úr Framfaraflokknum, heitir Tord Lien, og býr í Þrándheimi. Fyrstu viðbrögð olíugeirans eru að fagna skipan hans. Norska ríkisútvarpið NRK hefur eftir stjórnarformanni olíufélagsins Det Norske að menn séu mjög ánægðir með valið og vonast til að hann verði ekki síðri en Ola Borten Moe, sem olíumenn töldu standa sig vel. Olíuiðnaður er mikilvægasti atvinnuvegur landsins og skilaði í fyrra 86 prósentum af útflutningstekjum Norðmanna. Ráðherra olíumála er því talinn með valdamestu stjórnmálamönnum landsins. Meðal verkefna hans á næstunni verður að taka afstöðu til þess hvort Norðmenn haldi áfram að auka samstarf við Íslendinga í olíuleit á Jan Mayen-svæðinu. Á það reynir þegar Tord Lien ákveður hvort norsk stjórnvöld nýti sér rétt til 25% þátttöku í þriðja íslenska sérleyfinu á Drekasvæðinu, með Eykon Energy og kínverska ríkisolíufélaginu CNOOC. Tord Lien er utan þings og tók í september við yfirmannsstöðu hjá Trønder Energi, sem er héraðsraforkufyrirtæki í eigu 24 sveitarfélaga í Syðri-Þrændalögum. Hann sat á Stórþinginu frá 2005 til 2013 en gaf ekki kost á sér til endurkjörs fyrir þingkosningarnar í síðasta mánuði. Viðbrögð norska sjávarútvegsins gagnvart nýjum sjávarútvegsráðherra, Elisabeth Aspaker frá Hægri-flokknum, eru hins vegar ekki jafn jákvæð. Samkvæmt Fiskeribladet-Fiskaren hafa menn lýst efasemdum og segjast ekki vita til þess að hún hafi mikið blandað sér í umræður um fiskveiðar. Elisabeth Aspaker kemur reyndar úr fiskveiðisamfélagi á Lófót, er kennari frá Harstad í Troms-fylki, og var talsmaður Hægri-flokksins í skólamálum. Mest lesið Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Neytendur Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Atvinnulíf Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Viðskipti innlent Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Viðskipti innlent Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent „Óumflýjanlegt“ kílómetragjald kynnt í vikunni Neytendur Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Viðskipti innlent Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Ofurstinn flytur til Texas Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira
Nýr olíu- og orkumálaráðherra Noregs kemur úr Framfaraflokknum, heitir Tord Lien, og býr í Þrándheimi. Fyrstu viðbrögð olíugeirans eru að fagna skipan hans. Norska ríkisútvarpið NRK hefur eftir stjórnarformanni olíufélagsins Det Norske að menn séu mjög ánægðir með valið og vonast til að hann verði ekki síðri en Ola Borten Moe, sem olíumenn töldu standa sig vel. Olíuiðnaður er mikilvægasti atvinnuvegur landsins og skilaði í fyrra 86 prósentum af útflutningstekjum Norðmanna. Ráðherra olíumála er því talinn með valdamestu stjórnmálamönnum landsins. Meðal verkefna hans á næstunni verður að taka afstöðu til þess hvort Norðmenn haldi áfram að auka samstarf við Íslendinga í olíuleit á Jan Mayen-svæðinu. Á það reynir þegar Tord Lien ákveður hvort norsk stjórnvöld nýti sér rétt til 25% þátttöku í þriðja íslenska sérleyfinu á Drekasvæðinu, með Eykon Energy og kínverska ríkisolíufélaginu CNOOC. Tord Lien er utan þings og tók í september við yfirmannsstöðu hjá Trønder Energi, sem er héraðsraforkufyrirtæki í eigu 24 sveitarfélaga í Syðri-Þrændalögum. Hann sat á Stórþinginu frá 2005 til 2013 en gaf ekki kost á sér til endurkjörs fyrir þingkosningarnar í síðasta mánuði. Viðbrögð norska sjávarútvegsins gagnvart nýjum sjávarútvegsráðherra, Elisabeth Aspaker frá Hægri-flokknum, eru hins vegar ekki jafn jákvæð. Samkvæmt Fiskeribladet-Fiskaren hafa menn lýst efasemdum og segjast ekki vita til þess að hún hafi mikið blandað sér í umræður um fiskveiðar. Elisabeth Aspaker kemur reyndar úr fiskveiðisamfélagi á Lófót, er kennari frá Harstad í Troms-fylki, og var talsmaður Hægri-flokksins í skólamálum.
Mest lesið Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Neytendur Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Atvinnulíf Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Viðskipti innlent Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Viðskipti innlent Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent „Óumflýjanlegt“ kílómetragjald kynnt í vikunni Neytendur Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Viðskipti innlent Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Ofurstinn flytur til Texas Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira