Gestir Mark Lanegan í Fríkirkjunni verða ekki af verri endanum 15. október 2013 09:06 Mark Lanegan kemur fram ásamt gestum í Fríkirkjunni 30. nóvember og 1. desember Senn líður að tvöföldum tónleikum Mark Lanegan í Fríkirkjunni og fer hver að verða seinastur að ná sér í miða á aukatónleika söngvarans þann 1.desember næstkomandi. Uppselt er á fyrri tónleikana sem fram fara kvöldinu áður. Auk Mark Lanegan eru það þeir Duke Garwood og Lyenn sem koma fram. Duke Garwood er breskur tónlistarmaður sem fyrst kom fram á sjónarsviðið með hljómsveitinni The Orb á 9. áratugnum. Rúmlega tuttugu árum seinna kom frumburður hans, Holy Week, út. Platan hlaut einróma lof gagnrýnenda og var Garwood líkt við snillinga á borð við Will Oldham. Eftir fjölda útgáfa gaf Garwood út plötuna Dreamboatsafari árið 2011 og fékk platan nær fullt hús hjá gagnrýnendum og hljóðheimi var lýst sem góðum blús með tilraunakenndri villimennsku í bland. Í kjölfarið hóf Garwood að spila og ferðast með mönnum á borð við Kurt Vile, Seasick Steve og sjálfum Mark Lanegan og afsprengi samstarfsins við Lanegan heyrðist fyrst á plötu Mark Lanegan Band, Blues Funeral frá 2012. Sömuleiðis má heyra afrakstur samstarfsins á plötu þeirra félaga, Black Pudding, sem út kom fyrr á þessu ári og hlaut einróma lof gagnrýnenda. Einnig tók Duke Garwood þátt í plötunni Silence Yourself með Savages, sem fram koma á Iceland Airwaves í ár. Tónlist belgíska tónlistarmannsins, Lyen, sem heitir réttu nafni Frederic Jacques, hefur verið lýst sem huglægri einlægni í bland við kraftmikla óreiðu. Má segja að tónlist hans sé sérsmíðuð fyrir Fríkirkjuna. Lyenn hefur einnig verið iðinn við samstarf við tónlistarmenn á borð við Marc Ribot (Tom Waits), Sam Amidon og Mark Lanegan en Lyenn er einmitt núverandi bassaleikari Mark Lanegan Band. Enginn vafi leikur á því að þetta sé einstaklega áhugaverð og spennandi viðbót við tónleika eins þekktasta söngvara dagsins í dag, Mark Lanegan. Miðasala á aukatónleikana er hafin á miði.is og í verslunum Brim. Hér fyrir neðan má sjá Duke Garwood flytja lag sitt, May I Rumble. Harmageddon Mest lesið Konungur undirganganna Harmageddon Tónarúm - VÖK Harmageddon Fimm bestu Abba-lögin Harmageddon Högni sveipaður dulúð og þokka Harmageddon Dómsmálið yfir Gísla hugsanlega mannlegur harmleikur Harmageddon Sannleikurinn: Íþróttamaður ársins vann sinn fyrsta titil í ár þegar hann var valinn íþróttamaður ársins Harmageddon Tónleikar fullkomnir fyrir hösslið? Harmageddon Vildi ekki að persónulegir brestir vörpuðu skugga á störf Pírata Harmageddon Myndband frá einum síðustu tónleikum Nirvana Harmageddon Harmageddon og Sannleikurinn.com sameinast Harmageddon
Senn líður að tvöföldum tónleikum Mark Lanegan í Fríkirkjunni og fer hver að verða seinastur að ná sér í miða á aukatónleika söngvarans þann 1.desember næstkomandi. Uppselt er á fyrri tónleikana sem fram fara kvöldinu áður. Auk Mark Lanegan eru það þeir Duke Garwood og Lyenn sem koma fram. Duke Garwood er breskur tónlistarmaður sem fyrst kom fram á sjónarsviðið með hljómsveitinni The Orb á 9. áratugnum. Rúmlega tuttugu árum seinna kom frumburður hans, Holy Week, út. Platan hlaut einróma lof gagnrýnenda og var Garwood líkt við snillinga á borð við Will Oldham. Eftir fjölda útgáfa gaf Garwood út plötuna Dreamboatsafari árið 2011 og fékk platan nær fullt hús hjá gagnrýnendum og hljóðheimi var lýst sem góðum blús með tilraunakenndri villimennsku í bland. Í kjölfarið hóf Garwood að spila og ferðast með mönnum á borð við Kurt Vile, Seasick Steve og sjálfum Mark Lanegan og afsprengi samstarfsins við Lanegan heyrðist fyrst á plötu Mark Lanegan Band, Blues Funeral frá 2012. Sömuleiðis má heyra afrakstur samstarfsins á plötu þeirra félaga, Black Pudding, sem út kom fyrr á þessu ári og hlaut einróma lof gagnrýnenda. Einnig tók Duke Garwood þátt í plötunni Silence Yourself með Savages, sem fram koma á Iceland Airwaves í ár. Tónlist belgíska tónlistarmannsins, Lyen, sem heitir réttu nafni Frederic Jacques, hefur verið lýst sem huglægri einlægni í bland við kraftmikla óreiðu. Má segja að tónlist hans sé sérsmíðuð fyrir Fríkirkjuna. Lyenn hefur einnig verið iðinn við samstarf við tónlistarmenn á borð við Marc Ribot (Tom Waits), Sam Amidon og Mark Lanegan en Lyenn er einmitt núverandi bassaleikari Mark Lanegan Band. Enginn vafi leikur á því að þetta sé einstaklega áhugaverð og spennandi viðbót við tónleika eins þekktasta söngvara dagsins í dag, Mark Lanegan. Miðasala á aukatónleikana er hafin á miði.is og í verslunum Brim. Hér fyrir neðan má sjá Duke Garwood flytja lag sitt, May I Rumble.
Harmageddon Mest lesið Konungur undirganganna Harmageddon Tónarúm - VÖK Harmageddon Fimm bestu Abba-lögin Harmageddon Högni sveipaður dulúð og þokka Harmageddon Dómsmálið yfir Gísla hugsanlega mannlegur harmleikur Harmageddon Sannleikurinn: Íþróttamaður ársins vann sinn fyrsta titil í ár þegar hann var valinn íþróttamaður ársins Harmageddon Tónleikar fullkomnir fyrir hösslið? Harmageddon Vildi ekki að persónulegir brestir vörpuðu skugga á störf Pírata Harmageddon Myndband frá einum síðustu tónleikum Nirvana Harmageddon Harmageddon og Sannleikurinn.com sameinast Harmageddon
Sannleikurinn: Íþróttamaður ársins vann sinn fyrsta titil í ár þegar hann var valinn íþróttamaður ársins Harmageddon
Sannleikurinn: Íþróttamaður ársins vann sinn fyrsta titil í ár þegar hann var valinn íþróttamaður ársins Harmageddon