Land Rover Defender bílum gæti fækkað í íslenskri ferðaþjónustu Finnur Thorlacius skrifar 15. október 2013 13:45 Land Rover Defender bílar ferðaþjónustunnar Ísak glíma við íslenska á. Land Rover verksmiðjurnar gáfa það upp í síðastliðinni viku að þær ætla að hætta smíði Land Rover Defender bílsins eftir 67 ára framleiðslu. Nafnið Defender fékk þessi goðsagnarkenndi bíll reyndar ekki fyrr en árið 1990, en engu að síður á hann rætur sínar í bíl sem kom fyrst á markað árið 1948 undir nafninu Series I Land Rover. Defender verður að sjálfsögðu leystur af hólmi með nýjum bíl frá Land Rover og verður hann kynntur árið 2015. Framleiðsla Defender hættir 20. desember árið 2015. Helsta ástæða þess að framleiðslunni verður hætt á Defender er sú að hann stenst ekki þær mengunarkröfur sem gerðar eru til bílaframleiðenda. Þessar fréttir munu örugglega ekki minnka áhuga þeirra sem gætu hugsað sér að eiga þennan sterkbyggða bíl. Þessi bíll hentar mjög aðstæðum hér á landi, enda algjör vinnuþjarkur sem ræður vel við erfiðar aðstæður eins og við Íslendingar búum við og slíkur bíll veitir mikið frelsi fyrir eigendur þeirra að skoða okkar fallega land, ekki síst hálendið.Ísak er með 19 Defender í sinni þjónustu Mörg þeirra fyrirtækja hérlendis sem bjóða ferðamönnum afnot af jeppum til lengri og styttri ferða á torfærari slóðir eru einmitt með marga Defender bíla í sinni þjónustu. Ekkert þeirra þó í eins miklu magni og fyrirtækið Ísak, sem er með eina 19 slíka bíla. Margir þekkja vel til þessara bíla því þeir eru með skráningarnúmerin Ísak 1 til Ísak 17 og eru oft áberandi á götum og slóðum landsins, þá oft margir í för í einu. Ísak býður þeim sem taka slíka bíla á leigu að aka þeim sjálfir, þó svo í flestum tilvikum séu starfsmenn Ísak með í för. Bílunum hefur fjölgað mjög hjá Ísak, en þeir keyptu fyrstu 10 Defender bíla sína nýja árið 2008, en flotinn hefur stækkað um nær helming síðan.Móðurfyrirtæki Ísak, Ísafold er einnig með 3 Econoline bíla, 1 Toyota Hiace og 1 Mercedes Benz Vario kálf sem að sjálfsögðu er fjórhjóladrifinn.Nóg að gera yfir veturinn líka Flestir myndu ætla að útleiga þeirra einskorðist að mestu við sumartímann, en Jón Baldur Þorbjörnsson aðaleigandi fyrirtækisins segir að svo mikið sé að gera nú að þeir gætu vart verið meira á ferðinni og bókanir fyrir veturinn líta afskaplega vel út. Það er í takt við markmið ferðaþjónustunnar, að nýta þá fjárfestingu sem í ferðageiranum er sem best allt árið. Það hefur greinilega lukkast vel í tilfelli Ísak. Viðskiptahópur Ísak er 85-90% útlendingar, en vinsælla og vinsælla virðist að íslensk fyrirtæki verðlauni starfsmenn sína með spennandi ferðum og leigi vænan flota af Ísak bílum í ferðir sem Ísak skipuleggur. Jón Baldur hvetur íslensk fyrirtæki að kynna sér þessar ferðir því gríðarleg ánægja hefur verið með þessar ferðir og margir að fara um slóðir sem þeir hafa aldrei farið á áður og kynnast fyrir vikið landinu sínu betur. Ísak er ávallt með labb-rabb stöðvar í öllum bílunum og myndast afar góð stemmning í kringum það spjall sem á milli bílanna fer.Defender er ekki spurning um líf eða dauða En hvað segir Jón Baldur um þau áform Land Rover að hætta framleiðslu Defender bílsins? „Betri fréttir var að sjálfsögðu hægt að fá, en þó eru margir kostir í stöðunni. Það er að festa kaup á fleirum áður en framleiðslan hættir, eða gera eins og við höfum talsvert gert af, kaupa notaða Defender bíla og halda þeim vel við, eins og við gerum af kostgæfni. Land Rover gefið það upp að annar bíll muni leysa Defender af hólmi og líklegt að hann verði ekki jafn heppilegur og núverandi Defende. Líklega þurfum við að leita á önnur mið og þá kemur fyrst upp í hugann G-Länderwagen frá Mercedes Benz, en hann er gríðarsterkur bíll. Umfram allt þurfa þetta að vera alvöru bílar sem þola vel jask og ekki sakar að þeir þoli stærri dekk og aðrar breytingar. Ég sé fram á að floti okkar stækki á næstu árum og það eru margir möguleikar í stöðunni. Eitt er víst, eftirspurnin er bara að aukast“. Mest lesið Þrír menn leiddir frá borði Play-flugvélar Innlent Maðurinn er Íslendingur á fimmtugsaldri Innlent Kristrún leitar ekki langt yfir skammt að hægri hönd Innlent Talinn hafa drepið hjónin í Neskaupstað með hamri Innlent Greiða atkvæði um tillögu Kristrúnar um „flottan einstakling“ Innlent Kristrún auglýsir eftir sparnaðarráðum Innlent Jakob Birgisson og Þórólfur Heiðar aðstoðarmenn Þorbjargar Innlent Fálkaorðuhafi um ferilinn: „Ég er bara ekki stolt af neinu“ Innlent Helstu breytingarnar á buddunni: Vextir lækka áfram og eldsneyti hækkar um fimm prósent Innlent Ingileif aðstoðarmaður í utanríkisráðuneytinu Innlent
Land Rover verksmiðjurnar gáfa það upp í síðastliðinni viku að þær ætla að hætta smíði Land Rover Defender bílsins eftir 67 ára framleiðslu. Nafnið Defender fékk þessi goðsagnarkenndi bíll reyndar ekki fyrr en árið 1990, en engu að síður á hann rætur sínar í bíl sem kom fyrst á markað árið 1948 undir nafninu Series I Land Rover. Defender verður að sjálfsögðu leystur af hólmi með nýjum bíl frá Land Rover og verður hann kynntur árið 2015. Framleiðsla Defender hættir 20. desember árið 2015. Helsta ástæða þess að framleiðslunni verður hætt á Defender er sú að hann stenst ekki þær mengunarkröfur sem gerðar eru til bílaframleiðenda. Þessar fréttir munu örugglega ekki minnka áhuga þeirra sem gætu hugsað sér að eiga þennan sterkbyggða bíl. Þessi bíll hentar mjög aðstæðum hér á landi, enda algjör vinnuþjarkur sem ræður vel við erfiðar aðstæður eins og við Íslendingar búum við og slíkur bíll veitir mikið frelsi fyrir eigendur þeirra að skoða okkar fallega land, ekki síst hálendið.Ísak er með 19 Defender í sinni þjónustu Mörg þeirra fyrirtækja hérlendis sem bjóða ferðamönnum afnot af jeppum til lengri og styttri ferða á torfærari slóðir eru einmitt með marga Defender bíla í sinni þjónustu. Ekkert þeirra þó í eins miklu magni og fyrirtækið Ísak, sem er með eina 19 slíka bíla. Margir þekkja vel til þessara bíla því þeir eru með skráningarnúmerin Ísak 1 til Ísak 17 og eru oft áberandi á götum og slóðum landsins, þá oft margir í för í einu. Ísak býður þeim sem taka slíka bíla á leigu að aka þeim sjálfir, þó svo í flestum tilvikum séu starfsmenn Ísak með í för. Bílunum hefur fjölgað mjög hjá Ísak, en þeir keyptu fyrstu 10 Defender bíla sína nýja árið 2008, en flotinn hefur stækkað um nær helming síðan.Móðurfyrirtæki Ísak, Ísafold er einnig með 3 Econoline bíla, 1 Toyota Hiace og 1 Mercedes Benz Vario kálf sem að sjálfsögðu er fjórhjóladrifinn.Nóg að gera yfir veturinn líka Flestir myndu ætla að útleiga þeirra einskorðist að mestu við sumartímann, en Jón Baldur Þorbjörnsson aðaleigandi fyrirtækisins segir að svo mikið sé að gera nú að þeir gætu vart verið meira á ferðinni og bókanir fyrir veturinn líta afskaplega vel út. Það er í takt við markmið ferðaþjónustunnar, að nýta þá fjárfestingu sem í ferðageiranum er sem best allt árið. Það hefur greinilega lukkast vel í tilfelli Ísak. Viðskiptahópur Ísak er 85-90% útlendingar, en vinsælla og vinsælla virðist að íslensk fyrirtæki verðlauni starfsmenn sína með spennandi ferðum og leigi vænan flota af Ísak bílum í ferðir sem Ísak skipuleggur. Jón Baldur hvetur íslensk fyrirtæki að kynna sér þessar ferðir því gríðarleg ánægja hefur verið með þessar ferðir og margir að fara um slóðir sem þeir hafa aldrei farið á áður og kynnast fyrir vikið landinu sínu betur. Ísak er ávallt með labb-rabb stöðvar í öllum bílunum og myndast afar góð stemmning í kringum það spjall sem á milli bílanna fer.Defender er ekki spurning um líf eða dauða En hvað segir Jón Baldur um þau áform Land Rover að hætta framleiðslu Defender bílsins? „Betri fréttir var að sjálfsögðu hægt að fá, en þó eru margir kostir í stöðunni. Það er að festa kaup á fleirum áður en framleiðslan hættir, eða gera eins og við höfum talsvert gert af, kaupa notaða Defender bíla og halda þeim vel við, eins og við gerum af kostgæfni. Land Rover gefið það upp að annar bíll muni leysa Defender af hólmi og líklegt að hann verði ekki jafn heppilegur og núverandi Defende. Líklega þurfum við að leita á önnur mið og þá kemur fyrst upp í hugann G-Länderwagen frá Mercedes Benz, en hann er gríðarsterkur bíll. Umfram allt þurfa þetta að vera alvöru bílar sem þola vel jask og ekki sakar að þeir þoli stærri dekk og aðrar breytingar. Ég sé fram á að floti okkar stækki á næstu árum og það eru margir möguleikar í stöðunni. Eitt er víst, eftirspurnin er bara að aukast“.
Mest lesið Þrír menn leiddir frá borði Play-flugvélar Innlent Maðurinn er Íslendingur á fimmtugsaldri Innlent Kristrún leitar ekki langt yfir skammt að hægri hönd Innlent Talinn hafa drepið hjónin í Neskaupstað með hamri Innlent Greiða atkvæði um tillögu Kristrúnar um „flottan einstakling“ Innlent Kristrún auglýsir eftir sparnaðarráðum Innlent Jakob Birgisson og Þórólfur Heiðar aðstoðarmenn Þorbjargar Innlent Fálkaorðuhafi um ferilinn: „Ég er bara ekki stolt af neinu“ Innlent Helstu breytingarnar á buddunni: Vextir lækka áfram og eldsneyti hækkar um fimm prósent Innlent Ingileif aðstoðarmaður í utanríkisráðuneytinu Innlent