Lífið

Kate Moss og Johnny Depp koma saman á ný

Johnny Depp og Kate Moss, á rauða dreglinum árið 1994
Johnny Depp og Kate Moss, á rauða dreglinum árið 1994 AFP/NordicPhotos
Leikarinn og hjartaknúsarinn Johnny Depp og breska súpermódelið Kate Moss munu að öllum líkindum leiða saman hesta sína á ný til þess að leika í nýju myndbandi Bítilsins Paul McCartney, við lagið Queenie Eye.

Parið var saman um þriggja ára skeið, frá árinu 1994 til ársins 1997. Þetta er í fyrsta sinn sem þau koma saman síðan þau slitu sambandinu, en sambandsslitin reyndust Moss sérstaklega erfið, samkvæmt slúðurmiðlum í Bretlandi.

Þau verða þó ekki einu stóru nöfnin í myndbandinu en fregnir herma að Meryl Streep og Gary Barlow hafi einnig verið beðin um að koma fram. 

Queenie Eye er lag númer tvö á nýrri plötu McCartney, New.

Moss og Depp hafa áður komið fram saman í The Big Breakfast, breskum spjallþætti, árið 1995, þegar þau voru enn par.

Lagið má heyra hér að neðan.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×