Fjölgun í Bílgreinasambandinu Finnur Thorlacius skrifar 12. október 2013 09:15 Fundargestir í skoðunarferð um höfuðstöðvar Toyota. Fjölgað hefur um 12 fyrirtæki í Bílgreinasambandinu frá því í vor og er það um 10% fjölgun en alls eru nú 126 fyrirtæki skráð í sambandið. Má þar m.a. nefna almenn bílaverkstæði, bílasölur, bílaumboð, hjólbarðaverkstæði, málningar- og réttingarverkstæði, ryðvarnarstöðvar, smurstöðvar, varahlutasalar og fleiri þjónustuaðila í bílgreininni. Haustfundur Bílgreinasambandsins var haldinn í höfuðstöðvum Toyota í Kauptúni í vikunni. Vel á annað hundrað manns mættu á fundinn og fóru yfir fjölmörg og fjölbreytt mál sem viðkoma bílgreininni. Að auki fengu fundargestir skoðunarferð um höfuðstöðvar Toyota. Bílgreinasambandið er samtök atvinnurekenda í sölu ökutækja, vöru og þjónustu þeim tengdum. Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Tvær á toppnum Innlent Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Innlent Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Innlent Annarri ákærunni formlega vísað frá Erlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Innlent Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Erlent
Fjölgað hefur um 12 fyrirtæki í Bílgreinasambandinu frá því í vor og er það um 10% fjölgun en alls eru nú 126 fyrirtæki skráð í sambandið. Má þar m.a. nefna almenn bílaverkstæði, bílasölur, bílaumboð, hjólbarðaverkstæði, málningar- og réttingarverkstæði, ryðvarnarstöðvar, smurstöðvar, varahlutasalar og fleiri þjónustuaðila í bílgreininni. Haustfundur Bílgreinasambandsins var haldinn í höfuðstöðvum Toyota í Kauptúni í vikunni. Vel á annað hundrað manns mættu á fundinn og fóru yfir fjölmörg og fjölbreytt mál sem viðkoma bílgreininni. Að auki fengu fundargestir skoðunarferð um höfuðstöðvar Toyota. Bílgreinasambandið er samtök atvinnurekenda í sölu ökutækja, vöru og þjónustu þeim tengdum.
Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Tvær á toppnum Innlent Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Innlent Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Innlent Annarri ákærunni formlega vísað frá Erlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Innlent Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Erlent