Ísland meðal tökustaða í Transformers Haukur Viðar Alfreðsson skrifar 10. október 2013 16:36 Leifur vildi ekki gefa upp tökustaði Transformers-myndarinnar (t.v.) og Jupiter Ascending að svo stöddu. Meðal verkefna sem framleiðslufyrirtækið Truenorth kom að á árinu voru kvikmyndirnar Transformers: Age of Extinction eftir Michael Bay og Jupiter Ascending í leikstjórn Wachowski-systkinanna. Í báðum tilfellum er um umfangsmikla framleiðslu að ræða en tökurnar hér á landi einskorðuðust við loftmyndatökur af íslenskri náttúru. Leifur P. Dagfinnsson hjá Truenorth vill þó ekki gefa upp hvar tökurnar fóru fram. „Nei ekki að svo stöddu. Við verðum að virða sjónarmið kúnna okkar,“ segir Leifur en að hans sögn voru á milli 20 og 30 manns í hvoru tökuliði fyrir sig, en þau voru skipuð erlendu jafnt sem innlendu starfsfólki. Ísland hefur verið vinsæll áfangastaður kvikmyndagerðarfólks undanfarin misseri og svo virðist sem vísindaskáldsögumyndir sé sú tegund mynda sem helst er tekin hér. „Landslagið er auðvitað stór þáttur í þessu en 20 prósenta skattaafslátturinn hjálpar til. Hins vegar ef við ætlum að vera samkeppnishæfari verðum við að gera enn betur, sérstaklega í ljósi þess að nú mun líklega draga úr framleiðslu á innlendu, leiknu efni vegna afturköllunina á framlögum til Kvikmyndasjóðs.“Ísland ekki ódýrasta land í heimi Leifur talar um 25 til 30 prósenta afslátt eða að bjóða erlendu kvikmyndagerðarfólki aflandskrónur á lægra gengi. „Eins og staðan er núna þá sleppur þetta, en Ísland er alls ekki ódýrasta land í heimi. Allir sem hingað koma tala um hvað vinnuaflið hér sé öflugt og fólkið þægilegt og þess vegna verðum við að halda þessu gangandi,“ segir Leifur. Aðspurður hvort hugmyndum um frekari afslátt hafi verið komið áleiðis til nýrrar ríkisstjórnar segir Leifur að verið sé að vinna í því. „Við erum alltaf að vinna í því að koma þeim á framfæri. En það þarf klárlega að setjast niður með þeim undir fjögur augu og fara yfir þetta. Við erum að taka saman tölur og gögn fyrir síðasta ár til að hafa í höndunum til að sýna fram á hvaða þýðingu þetta hefur.“ Mest lesið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Lífið Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Lífið Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Tónlist Fleiri fréttir Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Barry Keoghan leikur Bítil Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Leikstjóri Naked Gun og Airplane! látinn „Grét ekkert eðlilega mikið á frumsýningunni“ Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Hundrað ára viðkvæmni Íslendinga: „Leið daglega yfir 40 til 50 manns“ Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Ljósbrot verðlaunuð af Evrópsku kvikmyndaakademíunni Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Sjá meira
Meðal verkefna sem framleiðslufyrirtækið Truenorth kom að á árinu voru kvikmyndirnar Transformers: Age of Extinction eftir Michael Bay og Jupiter Ascending í leikstjórn Wachowski-systkinanna. Í báðum tilfellum er um umfangsmikla framleiðslu að ræða en tökurnar hér á landi einskorðuðust við loftmyndatökur af íslenskri náttúru. Leifur P. Dagfinnsson hjá Truenorth vill þó ekki gefa upp hvar tökurnar fóru fram. „Nei ekki að svo stöddu. Við verðum að virða sjónarmið kúnna okkar,“ segir Leifur en að hans sögn voru á milli 20 og 30 manns í hvoru tökuliði fyrir sig, en þau voru skipuð erlendu jafnt sem innlendu starfsfólki. Ísland hefur verið vinsæll áfangastaður kvikmyndagerðarfólks undanfarin misseri og svo virðist sem vísindaskáldsögumyndir sé sú tegund mynda sem helst er tekin hér. „Landslagið er auðvitað stór þáttur í þessu en 20 prósenta skattaafslátturinn hjálpar til. Hins vegar ef við ætlum að vera samkeppnishæfari verðum við að gera enn betur, sérstaklega í ljósi þess að nú mun líklega draga úr framleiðslu á innlendu, leiknu efni vegna afturköllunina á framlögum til Kvikmyndasjóðs.“Ísland ekki ódýrasta land í heimi Leifur talar um 25 til 30 prósenta afslátt eða að bjóða erlendu kvikmyndagerðarfólki aflandskrónur á lægra gengi. „Eins og staðan er núna þá sleppur þetta, en Ísland er alls ekki ódýrasta land í heimi. Allir sem hingað koma tala um hvað vinnuaflið hér sé öflugt og fólkið þægilegt og þess vegna verðum við að halda þessu gangandi,“ segir Leifur. Aðspurður hvort hugmyndum um frekari afslátt hafi verið komið áleiðis til nýrrar ríkisstjórnar segir Leifur að verið sé að vinna í því. „Við erum alltaf að vinna í því að koma þeim á framfæri. En það þarf klárlega að setjast niður með þeim undir fjögur augu og fara yfir þetta. Við erum að taka saman tölur og gögn fyrir síðasta ár til að hafa í höndunum til að sýna fram á hvaða þýðingu þetta hefur.“
Mest lesið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Lífið Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Lífið Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Tónlist Fleiri fréttir Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Barry Keoghan leikur Bítil Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Leikstjóri Naked Gun og Airplane! látinn „Grét ekkert eðlilega mikið á frumsýningunni“ Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Hundrað ára viðkvæmni Íslendinga: „Leið daglega yfir 40 til 50 manns“ Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Ljósbrot verðlaunuð af Evrópsku kvikmyndaakademíunni Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Sjá meira