Bíó og sjónvarp

Mistök úr Stjörnustríði líta dagsins ljós

Haukur Viðar Alfreðsson skrifar
Myndskeiðin höfðu ekki sést áratugum saman.
Myndskeiðin höfðu ekki sést áratugum saman.
Rithöfundurinn J.W. Winzler, sem meðal annars hefur skrifað bækur um gerð Stjörnustríðskvikmyndanna, safnaði saman mistökum og sprelli við gerð upprunalegu myndanna sem höfðu ekki sést áratugum saman og sýndi á Comic-Con-ráðstefnunni í sumar.

Nú er myndband Winzlers komið á internetið og í því má meðal annars sjá Alec Guinness fá handlegg Chewbacca í andlitið, Peter Cushing klúðra línunum sínum og Stormtrooper-hermenn klöngrast vandræðalega inn um um sprengjugat á hurð sem reyndist vera of lítið. Þá má einnig sjá Harrison Ford reyna að éta heyrnartólin sín eftir að hann klúðrar línu.

Hljóð vantar á fyrri hluta myndbandsins, en það má sjá í spilaranum hér fyrir neðan.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.