Bíó og sjónvarp

Ford mögulega með í fleiri en einni Stjörnustríðsmynd

Haukur Viðar Alfreðsson skrifar
Hinn 71 árs gamli Ford lék í fyrstu Stjörnustríðsmyndinni þegar hann var 35 ára.
Hinn 71 árs gamli Ford lék í fyrstu Stjörnustríðsmyndinni þegar hann var 35 ára.
Aðdáendur Stjörnustríðskvikmyndanna iða í skinninu vegna fyrirhugaðrar sjöundu kvikmyndarinnar í seríunni. Eins og áður hefur verið greint frá hefur Harrison Ford samþykkt að endurtaka hlutverk sitt sem Han Solo og nú eru uppi sögusagnir um að hann verði með í fleiri en einni mynd.

Kvikmyndavefur Yahoo hefur það eftir aðdáendasíðunni Jedi News að Ford hafi gert munnlegan samning um að leika Solo fyrir löngu og sá samningur kveði á um að hann leiki í nokkrum kvikmyndum. Hann hafi viljað fá að sjá hvernig persónan þróaðist eftir sjöundu myndina og það hafi hann fengið, verið sáttur og samþykkt að vera með.

Nú reyna aðdáendur að geta í eyðurnar og spyrja sig hvort hann verði með í öllum þremur myndunum sem fyrirhugaðar eru, og jafnframt hvort hann muni leika í væntanlegri hliðarmynd sem vonast er til að fjalli um Han Solo sjálfan.


Tengdar fréttir

Solo verður sóló

Enn berast fregnir úr Star Wars-heimum. Auk nýju myndarinnar, sem stefnt er á að frumsýna árið 2015, stendur til að gera sérstakar myndir um þá Han Solo og Boba Fett.

Ný Star Wars mynd árið 2015

Walt Disney hefur eignast Lucasfilm og hyggst gefa út nýjar Star Wars myndir á næstu árum. George Lucas mun sjálfur starfa sem skapandi ráðgjafi við gerð sjöundu Star Wars myndarinnar sem verður frumsýnd árið 2015.

Ford aftur í Stjörnustríð

Harrison Ford mun endurtaka hlutverk sitt sem Han Solo úr Stjörnustríðsmyndunum í nýjustu kvikmynd seríunnar. Vefsíðan Latino Review greinir frá.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×