„Nú setjum við punkt aftan við ruglið“ Haukur Viðar Alfreðsson skrifar 26. október 2013 14:45 Stórsveit Reykjavíkur lék fjölda nýrra útsetninga íslenskra jazzverka fyrir fullum sal við frábærar undirtektir, að sögn Jakobs Frímanns Magnússonar. Vitundarvakningarhátíð Félags tónskálda og textahöfunda (FTT) stendur nú yfir í tilefni af 30 ára afmæli félagsins. Í gær hélt Stórveit Reykjavíkur viðhafnartónleika í Hörpu. Þar lék sveitin fjölda nýrra útsetninga íslenskra jazzverka fyrir fullum sal við frábærar undirtektir, að sögn Jakobs Frímanns Magnússonar, formanns FTT. Meðal höfunda voru Eyþór Gunnarsson, Tómas R. Einarsson, Agnar Már Magnússon og Ómar Guðjónsson. Í tilefni hátíðarinnar hefur bókin Vatnaskil í hrynheimum verið gefin út, en hún er sögð veita „áður óþekkta innsýn í heim íslensks tónlistarfólks á vettvangi takttónlistar“. Jakob segir bókina barátturit í anda bolsjevika. „Nú setjum við punkt aftan við ruglið sem búið er að ráða för í tónlistar og menningarlífi og hefjum nýtt skeið þar sem hlutur hryntónlistarinnar verður metinn að verðleikum og ekki látin éta það sem úti frýs eins og undirmálsfólk er dæmt til.“ Á annan tug höfunda koma að útgáfu bókarinnar og má þar nefna Katrínu Jakobsdóttur, Curver Thoroddsen og Arnar Eggert Thoroddsen. „Þar er meðal annars vikið að ógninni sem upplifunargeiranum stafar af ólöglegu niðurhali,“ segir Jakob. Í kvöld klukkan 21 verða síðan aðrir tónleikar í Hörpu þar sem fimmtán valin söngvaskáld flytja sín bestu lög. Þeirra á meðal eru Pétur Ben, Þórunn Antonía, Berndsen, Fabúla, Hörður Torfa, Elín Ey og Sóley Stefánsdóttir, en Jakob segir hana eiga Íslandsmet á YouTube, liðlega 14 milljónir heimsókna. „Síðan lýkur þessu á morgun með glæsilegu málþingi og vinnustofu þar sem Ari Eldjárn, Sjón, Bragi Valdimar, Katrín Jakobsdóttir og fjölmargir fleiri andas jöfrar kasta á milli sín fjörgi sem verður okkar veganesti inn í nýja tíma. Svo eru það tvær stjörnur um kvöldið sem við munum horfast í augu við út frá textum þeirra og tónlist. Annars vegar verkum hins rammþjóðlega Megasar, sem stendur báðum fótum djúpt í íslenskri bragmenningu, og svo hinni alþjóðlegu og fjöltyngdu Björk, sem fer með himinskautum í leik sínum að orðum, hljóðum og Bíófílíu. Mest lesið „Sagði börnunum að vondur maður hefði meitt mömmu“ Áskorun „Munnvatnskirtlarnir hættu að starfa, ég var svo hræddur“ Lífið „Hvað er Gísli Marteinn gamall?“ Lífið „Það getur enginn sært þig án þíns samþykkis“ Lífið „Ég var kominn á þann stað að ég þorði ekki að vera með barnið mitt“ Lífið Slasaðist við tökur í Bretlandi Lífið Svíar senda gríngrúppu í stað Måns í Eurovision Lífið Byrjaði að baka fjögurra ára og vann fyrstu kokkakeppnina í dag Lífið Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Menning Krakkatían: VÆB, páskaegg og vorið Lífið Fleiri fréttir Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi „Frelsi til að gera allt sem þig langar til“ Þessi eru tilnefnd til Íslensku tónlistarverðlaunanna Bein útsending: Tilnefningar til Íslensku tónlistarverðlaunanna Draumurinn rættist að syngja með Bubba Gekk 20 metra á 35 mínútum í tíu gráðu frosti The Smashing Pumpkins til Íslands Þau fóru áfram í úrslit söngvakeppninnar Sjá meira
Vitundarvakningarhátíð Félags tónskálda og textahöfunda (FTT) stendur nú yfir í tilefni af 30 ára afmæli félagsins. Í gær hélt Stórveit Reykjavíkur viðhafnartónleika í Hörpu. Þar lék sveitin fjölda nýrra útsetninga íslenskra jazzverka fyrir fullum sal við frábærar undirtektir, að sögn Jakobs Frímanns Magnússonar, formanns FTT. Meðal höfunda voru Eyþór Gunnarsson, Tómas R. Einarsson, Agnar Már Magnússon og Ómar Guðjónsson. Í tilefni hátíðarinnar hefur bókin Vatnaskil í hrynheimum verið gefin út, en hún er sögð veita „áður óþekkta innsýn í heim íslensks tónlistarfólks á vettvangi takttónlistar“. Jakob segir bókina barátturit í anda bolsjevika. „Nú setjum við punkt aftan við ruglið sem búið er að ráða för í tónlistar og menningarlífi og hefjum nýtt skeið þar sem hlutur hryntónlistarinnar verður metinn að verðleikum og ekki látin éta það sem úti frýs eins og undirmálsfólk er dæmt til.“ Á annan tug höfunda koma að útgáfu bókarinnar og má þar nefna Katrínu Jakobsdóttur, Curver Thoroddsen og Arnar Eggert Thoroddsen. „Þar er meðal annars vikið að ógninni sem upplifunargeiranum stafar af ólöglegu niðurhali,“ segir Jakob. Í kvöld klukkan 21 verða síðan aðrir tónleikar í Hörpu þar sem fimmtán valin söngvaskáld flytja sín bestu lög. Þeirra á meðal eru Pétur Ben, Þórunn Antonía, Berndsen, Fabúla, Hörður Torfa, Elín Ey og Sóley Stefánsdóttir, en Jakob segir hana eiga Íslandsmet á YouTube, liðlega 14 milljónir heimsókna. „Síðan lýkur þessu á morgun með glæsilegu málþingi og vinnustofu þar sem Ari Eldjárn, Sjón, Bragi Valdimar, Katrín Jakobsdóttir og fjölmargir fleiri andas jöfrar kasta á milli sín fjörgi sem verður okkar veganesti inn í nýja tíma. Svo eru það tvær stjörnur um kvöldið sem við munum horfast í augu við út frá textum þeirra og tónlist. Annars vegar verkum hins rammþjóðlega Megasar, sem stendur báðum fótum djúpt í íslenskri bragmenningu, og svo hinni alþjóðlegu og fjöltyngdu Björk, sem fer með himinskautum í leik sínum að orðum, hljóðum og Bíófílíu.
Mest lesið „Sagði börnunum að vondur maður hefði meitt mömmu“ Áskorun „Munnvatnskirtlarnir hættu að starfa, ég var svo hræddur“ Lífið „Hvað er Gísli Marteinn gamall?“ Lífið „Það getur enginn sært þig án þíns samþykkis“ Lífið „Ég var kominn á þann stað að ég þorði ekki að vera með barnið mitt“ Lífið Slasaðist við tökur í Bretlandi Lífið Svíar senda gríngrúppu í stað Måns í Eurovision Lífið Byrjaði að baka fjögurra ára og vann fyrstu kokkakeppnina í dag Lífið Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Menning Krakkatían: VÆB, páskaegg og vorið Lífið Fleiri fréttir Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi „Frelsi til að gera allt sem þig langar til“ Þessi eru tilnefnd til Íslensku tónlistarverðlaunanna Bein útsending: Tilnefningar til Íslensku tónlistarverðlaunanna Draumurinn rættist að syngja með Bubba Gekk 20 metra á 35 mínútum í tíu gráðu frosti The Smashing Pumpkins til Íslands Þau fóru áfram í úrslit söngvakeppninnar Sjá meira