Bíó og sjónvarp

Stewie Griffin í faðmi bresku konungsfjölskyldunnar

Haukur Viðar Alfreðsson skrifar
Frá vinstri: Hundurinn Brian, Karl Bretaprins, Camilla hertogaynja af Cornwall, Harry prins, Katrín hertogaynja af Cambridge, Vilhjálmur prins, Elísabet II Englandsdrottning, Filippus hertogi af Edinborg.
Frá vinstri: Hundurinn Brian, Karl Bretaprins, Camilla hertogaynja af Cornwall, Harry prins, Katrín hertogaynja af Cambridge, Vilhjálmur prins, Elísabet II Englandsdrottning, Filippus hertogi af Edinborg.
Skírnarmyndir Georgs prins hafa fengið andlitslyftingu frá framleiðendum Family Guy-þáttanna. Birt hefur verið mynd sem gerð var í tilefni af DVD-útgáfu tólftu seríu þáttanna þar sem Georg litla hefur verið skipt út fyrir smábarnið illgjarna, Stewie Griffin.

Í einum þáttanna í tólftu seríu kemst heimilisfaðirinn Peter að því að hann á ættir sínar að rekja til bresku konungsfjölskyldunnar og breytir þessi vinsæla teiknimyndafjölskylda lifnaðarháttum sínum í kjölfarið.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.