Benedikt Erlingsson valinn besti leikstjórinn Ólöf Skaftadóttir skrifar 25. október 2013 11:28 Friðrik Þór og Benedikt Erlingsson. Vísir/Vilhelm Benedikt Erlingsson, leikstjóri kvikmyndarinnar Hross í Oss, var valinn besti leikstjórinn á alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni í Tokýó í dag. Friðrik Þór Friðiksson, leikstjóri og framleiðandi er staddur ásamt Benedikt í Tókýó, en hann er einn framleiðanda kvikmyndarinnar.„Það hefur gengið alveg rosalega vel. Það hefur verið uppselt á allar sýningar og Benni heillar áhorfendur með svörum sínum eftir sýningar,“ segir Friðrik. „Þessi keppni er mjög sterk. Til dæmis er mynd Lukas Moodysson, Vi är bäst, sem sýnd er í Bíó Paradís, í keppninni og fleiri sterkir kvikmyndaleikstjórar,“ bætir Friðrik við en Vi är bäst var valin besta myndin á hátíðinni. Ljóst að verðlaunin eru þýðingarmikil fyrir Benedikt. Alþjóðlega kvikmyndahátíðin í Tokýó er nú haldin í tuttugusta og sjötta sinn en hún er ein stærsta hátíð sinnar tegundar í Asíu. Meðal þeirra sem kynntu nýjar myndir sínar á hátíðinni í ár eru leikararnir Robert DeNiro og Tom Hanks og leikstjórarnir Sofia Coppola og Paul Greengrass. Fyrir tæpum mánuði var Benedikt valinn besti nýi leikstjórinn á kvikmyndahátíðinni í San Sebastian. Hér á Vísir Sjónvarp má sjá skemmtilega nærmynd sem Ísland í dag gerði af honum af því tilefni. Hér fyrir neðan má síðan sjá sýnishorn úr Hross í oss en þess má geta að myndin er framlag Íslands til Óskarsverðlaunanna sem verða afhent á næsta ári. Mest lesið Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Lífið „Stal tannburstanum hans snemma í sambandinu“ Makamál Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Lífið Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Lífið Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Tónlist Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Lífið Fanney og Teitur greina frá kyninu Lífið Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Lífið Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Lífið Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu Lífið Fleiri fréttir Viðræður hafnar um framhald á Adolescence Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Stjörnum prýdd stikla Black Mirror Nolan sagður stefna á tökur á Íslandi Ljósbrot besta myndin en Snerting með flest verðlaun Happy Gilmore snýr aftur Harpa kvótadrottning aftur á skjáinn Ólafur Darri og félagar framleiða sína fyrstu teiknimynd Anora sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Sjá meira
Benedikt Erlingsson, leikstjóri kvikmyndarinnar Hross í Oss, var valinn besti leikstjórinn á alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni í Tokýó í dag. Friðrik Þór Friðiksson, leikstjóri og framleiðandi er staddur ásamt Benedikt í Tókýó, en hann er einn framleiðanda kvikmyndarinnar.„Það hefur gengið alveg rosalega vel. Það hefur verið uppselt á allar sýningar og Benni heillar áhorfendur með svörum sínum eftir sýningar,“ segir Friðrik. „Þessi keppni er mjög sterk. Til dæmis er mynd Lukas Moodysson, Vi är bäst, sem sýnd er í Bíó Paradís, í keppninni og fleiri sterkir kvikmyndaleikstjórar,“ bætir Friðrik við en Vi är bäst var valin besta myndin á hátíðinni. Ljóst að verðlaunin eru þýðingarmikil fyrir Benedikt. Alþjóðlega kvikmyndahátíðin í Tokýó er nú haldin í tuttugusta og sjötta sinn en hún er ein stærsta hátíð sinnar tegundar í Asíu. Meðal þeirra sem kynntu nýjar myndir sínar á hátíðinni í ár eru leikararnir Robert DeNiro og Tom Hanks og leikstjórarnir Sofia Coppola og Paul Greengrass. Fyrir tæpum mánuði var Benedikt valinn besti nýi leikstjórinn á kvikmyndahátíðinni í San Sebastian. Hér á Vísir Sjónvarp má sjá skemmtilega nærmynd sem Ísland í dag gerði af honum af því tilefni. Hér fyrir neðan má síðan sjá sýnishorn úr Hross í oss en þess má geta að myndin er framlag Íslands til Óskarsverðlaunanna sem verða afhent á næsta ári.
Mest lesið Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Lífið „Stal tannburstanum hans snemma í sambandinu“ Makamál Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Lífið Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Lífið Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Tónlist Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Lífið Fanney og Teitur greina frá kyninu Lífið Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Lífið Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Lífið Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu Lífið Fleiri fréttir Viðræður hafnar um framhald á Adolescence Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Stjörnum prýdd stikla Black Mirror Nolan sagður stefna á tökur á Íslandi Ljósbrot besta myndin en Snerting með flest verðlaun Happy Gilmore snýr aftur Harpa kvótadrottning aftur á skjáinn Ólafur Darri og félagar framleiða sína fyrstu teiknimynd Anora sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Sjá meira
Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein