Starfsmenn Kaupþings tóku stöðu gegn krónunni 24. október 2013 10:11 Fjallað er um þá Ingvar Vilhjálmsson, Hannes Frímann Hrólfsson, Steingrímur Páll Kárason. Einnig Þórarinn Sveinsson, en hann vantar á myndina. mynd/365 Nokkrir háttsettir menn hjá Kaupþingi fyrir hrun tóku stöðu gegn krónunni áður en hún féll í mars árið 2008. Veftímaritið Kjarninn birti í dag skýrslu sem endurskoðunarfyrirtækið PwC vann fyrir slitastjórn Kaupþings. Í rannsóknarskýrslu Alþingis kemur fram að stöðutaka Kaupþings og stærstu vildarviðskiptavina hans gegn krónunni hafi valdið falli hennar. Í Kjarnanum í dag kemur fram stöðutaka einstaka starfsmanna gegn krónunni hafi einnig gert það. Til dæmis hafi sumir starfsmenn selt hlutabréf í bankanum á sama tíma og verið var að hvetja viðskiptavini í eignastýringu eða í einkabankaþjónustu bankans til að kaupa slík bréf. Starfsmennirnir hafi hagnast um hundruð milljóna, sem sátu eftir á bankareikningum þeirra þegar bankahrunið felldi íslenska fjármálakerfið, að því er segir í Kjarnanum. Veftímaritið nefnir fjóra starfsmenn sem hafi tekið þátt í þessu. Þá Ingvar Vilhjálmsson, framkvæmdastjóra markaðsviðskipta, sem hafi hagnast um hálfan milljarð króna, Hannes Frímann Hrólfsson, aðstoðarframkvæmdastjóra markaðsviðskipta, sem hagnaðist um hátt í 158 milljónir króna á stöðutökunni, Steingrím Pál Kárason, framkvæmdastjóra áhættustýringar og Þórarinn Sveinsson, framkvæmdastjóra eignastýringar og einkabankaþjónustu sem hagnaðist um hátt í hálfan milljarð króna. Í Kjarnanum kemur einnig fram að veftímaritið hafi leitað sér upplýsinga um hvort að verið væri að skoða viðskipti starfsmannanna fjögurra sem lögbrot. „Svo er ekki. Embætti sérstaks saksóknara kannaði það ítarlega fyrir nokkrum árum hvort stórar stöðutökur gegn krónunni væru glæpsamlegar. Á meðal þess sem var kannað var hvort hægt væri að flokka þær sem fjársvik, þar sem almenningur, sem þarf að lifa við hina föllnu krónu sem stöðutökurnar orsökuðu, væri sá sem hefði verið svikinn. Niðurstaða embættisins varð hins vegar sú að frelsi í gjaldmiðlaviðskiptum hefði einfaldlega verið það mikið á árunum fyrir hrun að líkast til væri ekkert ólöglegt fyrir stöðutökurnar,“ segir í Kjarnanum. Nánar má lesa um málið á Kjarninn.is. Mest lesið Fólk eigi ekki að greiða fyrir að nota peninginn sinn Neytendur Forstjórinn sem saumar þjóðbúninginn öll mánudagskvöld Atvinnulíf Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Viðskipti innlent Þróaði app til að hjálpa fólki í meðferð þegar kerfið brást Neytendur Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ Atvinnulíf Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Viðskipti innlent Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Viðskipti innlent Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur „Eins og stundum vanti hvatann hjá stofnunum til þess að vilja hagræða“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Hallur Flosa rekstrarstjóri prentlausna hjá OK Telur furðulegt að „banki allra landsmanna“ veiti ekki íbúðalán í dreifbýli Berglind Una ný forstöðukona Digital Labs hjá Origo Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Vatnsbúskapurinn fer batnandi Hildur nýr mannauðsstjóri Distica Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Norska sjóbjörgunarsveitin semur við íslenskt fyrirtæki Boða til fundar með íbúum Ölfuss um kolefnisförgunarstöð Ari nýr tæknistjóri Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Sjá meira
Nokkrir háttsettir menn hjá Kaupþingi fyrir hrun tóku stöðu gegn krónunni áður en hún féll í mars árið 2008. Veftímaritið Kjarninn birti í dag skýrslu sem endurskoðunarfyrirtækið PwC vann fyrir slitastjórn Kaupþings. Í rannsóknarskýrslu Alþingis kemur fram að stöðutaka Kaupþings og stærstu vildarviðskiptavina hans gegn krónunni hafi valdið falli hennar. Í Kjarnanum í dag kemur fram stöðutaka einstaka starfsmanna gegn krónunni hafi einnig gert það. Til dæmis hafi sumir starfsmenn selt hlutabréf í bankanum á sama tíma og verið var að hvetja viðskiptavini í eignastýringu eða í einkabankaþjónustu bankans til að kaupa slík bréf. Starfsmennirnir hafi hagnast um hundruð milljóna, sem sátu eftir á bankareikningum þeirra þegar bankahrunið felldi íslenska fjármálakerfið, að því er segir í Kjarnanum. Veftímaritið nefnir fjóra starfsmenn sem hafi tekið þátt í þessu. Þá Ingvar Vilhjálmsson, framkvæmdastjóra markaðsviðskipta, sem hafi hagnast um hálfan milljarð króna, Hannes Frímann Hrólfsson, aðstoðarframkvæmdastjóra markaðsviðskipta, sem hagnaðist um hátt í 158 milljónir króna á stöðutökunni, Steingrím Pál Kárason, framkvæmdastjóra áhættustýringar og Þórarinn Sveinsson, framkvæmdastjóra eignastýringar og einkabankaþjónustu sem hagnaðist um hátt í hálfan milljarð króna. Í Kjarnanum kemur einnig fram að veftímaritið hafi leitað sér upplýsinga um hvort að verið væri að skoða viðskipti starfsmannanna fjögurra sem lögbrot. „Svo er ekki. Embætti sérstaks saksóknara kannaði það ítarlega fyrir nokkrum árum hvort stórar stöðutökur gegn krónunni væru glæpsamlegar. Á meðal þess sem var kannað var hvort hægt væri að flokka þær sem fjársvik, þar sem almenningur, sem þarf að lifa við hina föllnu krónu sem stöðutökurnar orsökuðu, væri sá sem hefði verið svikinn. Niðurstaða embættisins varð hins vegar sú að frelsi í gjaldmiðlaviðskiptum hefði einfaldlega verið það mikið á árunum fyrir hrun að líkast til væri ekkert ólöglegt fyrir stöðutökurnar,“ segir í Kjarnanum. Nánar má lesa um málið á Kjarninn.is.
Mest lesið Fólk eigi ekki að greiða fyrir að nota peninginn sinn Neytendur Forstjórinn sem saumar þjóðbúninginn öll mánudagskvöld Atvinnulíf Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Viðskipti innlent Þróaði app til að hjálpa fólki í meðferð þegar kerfið brást Neytendur Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ Atvinnulíf Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Viðskipti innlent Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Viðskipti innlent Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur „Eins og stundum vanti hvatann hjá stofnunum til þess að vilja hagræða“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Hallur Flosa rekstrarstjóri prentlausna hjá OK Telur furðulegt að „banki allra landsmanna“ veiti ekki íbúðalán í dreifbýli Berglind Una ný forstöðukona Digital Labs hjá Origo Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Vatnsbúskapurinn fer batnandi Hildur nýr mannauðsstjóri Distica Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Norska sjóbjörgunarsveitin semur við íslenskt fyrirtæki Boða til fundar með íbúum Ölfuss um kolefnisförgunarstöð Ari nýr tæknistjóri Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Sjá meira