Handbolti

Íris Björk inn fyrir Florentinu

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Íris Björk hefur staðið vaktina vel í marki Gróttu á tímabilinu.
Íris Björk hefur staðið vaktina vel í marki Gróttu á tímabilinu. Mynd/Vilhelm
Ágúst Þór Jóhannsson, landsliðsþjálfari kvenna í handknattleik, hefur í nógu að snúast vegna forfalla leikmanna landsliðsins.

Íris Björk Símonardóttir, markvörður Gróttu, hefur verið kölluð inn í hópinn í stað Florentinu Stanciu sem er veik. Fyrr í dag var Hanna Guðrún Stefánsdóttir boðuð í hópinn vegna meiðsla Ástu Birnu Gunnarsdóttur.

Ísland mætir Finnum í Vodafone-höllinni á miðvikudag og Slóvökum ytra á sunnudag.

Hópurinn eftir breytingar:

Markmenn:

Íris Björk Símonardóttir, Grótta

Guðný Jenný Ásmundsdóttir, Valur

Aðrir leikmenn:

Arna Sif Pálsdóttir, SK Aarhus      

Birna Berg Haraldsdóttir, Sävehof    

Esther Ragnarsdóttir, Stjarnan    

Hanna Guðrún Stefándóttir, Stjarnan

Hildigunnur Einarsdóttir, Tertnes

Hildur Þorgeirsdóttir, Koblenz

Karen Knútsdóttir, Sønderjyske

Karólína Lárudóttir, Valur    

Ramune Pekarskyte, Sønderjyske    

Rut Jónsdóttir, Team Tvis Holstebro

Steinunn Björnsdóttir, Fram

Stella Sigurðardóttir, Sønderjyske    

Þórey Rósa Stefánsdóttir, Våg Vipers

Unnur Ómarsdóttir, Grótta


Tengdar fréttir

Ágúst velur landsliðshópinn

Ágúst Þór Jóhannsson, þjálfari kvennalandsliðsins í handbolta, tilkynnti í dag hvaða sextán leikmenn muni spila í næstu tveimur leikjum í undankeppni EM.

Hanna Guðrún inn fyrir Ástu Birnu

Ágúst Þór Jóhannsson, þjálfari kvennalandsliðs Íslands í handbolta, hefur þurft að gera breytingu á landsliðshópi sínum fyrir leikina gegn Finnlandi og Slóvakíu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×