240 milljón króna hlutafjáraukning hjá Plain Vanilla vegna QuizUp Hanna Rún Sverrisdóttir skrifar 9. nóvember 2013 21:23 Þorsteinn ásamt Alison Goldberg, fjárfestingarstjóra Time Warner Investments, í útgáfuhófi Plain Vanilla í New York í síðustu viku. mynd/Plain Vanilla Bandaríski fjárfestingasjóðurinn Sequoia Capital leiðir nýja fjárfestingu upp á tvær milljónir dollara í tölvuleikjaframleiðandanum Plain Vanilla. Það gera um 240 milljónir íslenskra króna. Sequoia óskaði eftir þessu daginn áður en að leikurinn kom út. Þetta þýðir að hlutafjáraukningin er upp á 240 milljón íslenskra króna. Sequoia Capital var meðal fyrstu fjárfesta í Google, Apple og Instagram. Þorsteinn B. Friðriksson, stofnandi og forstjóri Plain Vanilla segir einn eiganda Sequoia hafa tekið þátt í að spila leikinn á prófunarstigi leiksins. Hann hafi heillast svo af leiknum að hann heimtaði að fá að fjárfesta í leiknum áður en hann var gefinn út. Alls hafa áhættufjárfestar lagt 5,6 milljónir dollara í Plain Vanilla. Á meðal annarra fjárfesta í fyrirtækinu eru Íslendingurinn Davíð Helgason, Greycroft Partners, sem hafa meðal annars fjárfest í Huffington Post og 9GAG, Tencent og CrunchFund, sem hefur m.a. fjárfest í Tumblr. Ólafur Jóhann Ólafsson framkvæmdastjóri hjá TimeWarner er einnig á meðal hluthafa í Plain Vanilla. Eins og fram hefur komið í fréttum Vísis kom leikurinn út á fimmtudaginn og hann hefur slegið í gegn. Hann er nú í þriðja sæti yfir vinsælustu öpp Bandaríkjanna og í öðru sæti á lista yfir mest sóttu leiki. Sequoia var stofnað árið 1972 og sérhæfir fyrirtækið sig í að finna áhugaverð tæknifyrirtæki sem eru á frumsitig. Meðal fleiri fyrirtækja sem fyrirtækið hefur fjárfest í eru Apple, Google, Oracle, Dropbox, Instagram, LinkedIn, YouTube og PayPal. Að sögn Þorsteins hefur Sequoia Capital hefur skrifstofur sínar í Sílikondal í Kaliforníu og fjárfestir mjög sjaldan utan Bandaríkjanna. Þorsteinn segir að nýjasta fjárfestingin verði nýtt til að stækka fyrirtækið og ráða fleiri starfsmenn. Plain Vanilla er með 20 starfsmenn hjá fyrirtækinu í dag og eru höfuðstöðvar þess á Laugavegi. Plain Vanilla er einnig með starfsstöðvar í New York og San Fracisco. Tengdar fréttir Íslenskur spurningaleikur kynntur í New York Útgáfuhóf var haldið í New York í gær fyrir QuizUp spurningaleikinn sem kemur út á morgun. Leikurinn verður stærsti spurningaleikur í heimi með á annað hundruð þúsund spurningar í tæplega 300 flokkum. Það er íslenska tölvuleikjafyrirtækið Plain Vanilla sem þróaði leikinn. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá fyrirtækinu. 6. nóvember 2013 17:13 Ótrúlegar viðtökur QuizUp í Bandaríkjunum QuizUp er nú í þriðja sæti yfir vinsælustu öpp í Bandaríkjunum og í öðru sæti yfir mest sóttu leiki þar í landi. 9. nóvember 2013 17:57 Fimmhundruð-þúsund QuizUp leikir spilaðir fyrsta sólarhringinn Fimmhundruð-þúsund leikir voru spilaðir af tölvuleiknum QuizUp fyrsta sólarhringinn eftir að hann kom út. 8. nóvember 2013 15:10 Mest lesið Sýkna í vaxtamálinu: „Þetta eru gífurleg vonbrigði“ Neytendur „Þetta verður bara heiðarlegur bisness, ég nenni engu kjaftæði“ Viðskipti innlent Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Viðskipti innlent Ísold ráðin markaðsstjóri Viðskipti innlent Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Viðskipti innlent Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Frá Bændasamtökunum til Samorku Viðskipti innlent Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Atvinnulíf Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Neytendur Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Fleiri fréttir Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Sjá meira
Bandaríski fjárfestingasjóðurinn Sequoia Capital leiðir nýja fjárfestingu upp á tvær milljónir dollara í tölvuleikjaframleiðandanum Plain Vanilla. Það gera um 240 milljónir íslenskra króna. Sequoia óskaði eftir þessu daginn áður en að leikurinn kom út. Þetta þýðir að hlutafjáraukningin er upp á 240 milljón íslenskra króna. Sequoia Capital var meðal fyrstu fjárfesta í Google, Apple og Instagram. Þorsteinn B. Friðriksson, stofnandi og forstjóri Plain Vanilla segir einn eiganda Sequoia hafa tekið þátt í að spila leikinn á prófunarstigi leiksins. Hann hafi heillast svo af leiknum að hann heimtaði að fá að fjárfesta í leiknum áður en hann var gefinn út. Alls hafa áhættufjárfestar lagt 5,6 milljónir dollara í Plain Vanilla. Á meðal annarra fjárfesta í fyrirtækinu eru Íslendingurinn Davíð Helgason, Greycroft Partners, sem hafa meðal annars fjárfest í Huffington Post og 9GAG, Tencent og CrunchFund, sem hefur m.a. fjárfest í Tumblr. Ólafur Jóhann Ólafsson framkvæmdastjóri hjá TimeWarner er einnig á meðal hluthafa í Plain Vanilla. Eins og fram hefur komið í fréttum Vísis kom leikurinn út á fimmtudaginn og hann hefur slegið í gegn. Hann er nú í þriðja sæti yfir vinsælustu öpp Bandaríkjanna og í öðru sæti á lista yfir mest sóttu leiki. Sequoia var stofnað árið 1972 og sérhæfir fyrirtækið sig í að finna áhugaverð tæknifyrirtæki sem eru á frumsitig. Meðal fleiri fyrirtækja sem fyrirtækið hefur fjárfest í eru Apple, Google, Oracle, Dropbox, Instagram, LinkedIn, YouTube og PayPal. Að sögn Þorsteins hefur Sequoia Capital hefur skrifstofur sínar í Sílikondal í Kaliforníu og fjárfestir mjög sjaldan utan Bandaríkjanna. Þorsteinn segir að nýjasta fjárfestingin verði nýtt til að stækka fyrirtækið og ráða fleiri starfsmenn. Plain Vanilla er með 20 starfsmenn hjá fyrirtækinu í dag og eru höfuðstöðvar þess á Laugavegi. Plain Vanilla er einnig með starfsstöðvar í New York og San Fracisco.
Tengdar fréttir Íslenskur spurningaleikur kynntur í New York Útgáfuhóf var haldið í New York í gær fyrir QuizUp spurningaleikinn sem kemur út á morgun. Leikurinn verður stærsti spurningaleikur í heimi með á annað hundruð þúsund spurningar í tæplega 300 flokkum. Það er íslenska tölvuleikjafyrirtækið Plain Vanilla sem þróaði leikinn. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá fyrirtækinu. 6. nóvember 2013 17:13 Ótrúlegar viðtökur QuizUp í Bandaríkjunum QuizUp er nú í þriðja sæti yfir vinsælustu öpp í Bandaríkjunum og í öðru sæti yfir mest sóttu leiki þar í landi. 9. nóvember 2013 17:57 Fimmhundruð-þúsund QuizUp leikir spilaðir fyrsta sólarhringinn Fimmhundruð-þúsund leikir voru spilaðir af tölvuleiknum QuizUp fyrsta sólarhringinn eftir að hann kom út. 8. nóvember 2013 15:10 Mest lesið Sýkna í vaxtamálinu: „Þetta eru gífurleg vonbrigði“ Neytendur „Þetta verður bara heiðarlegur bisness, ég nenni engu kjaftæði“ Viðskipti innlent Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Viðskipti innlent Ísold ráðin markaðsstjóri Viðskipti innlent Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Viðskipti innlent Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Frá Bændasamtökunum til Samorku Viðskipti innlent Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Atvinnulíf Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Neytendur Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Fleiri fréttir Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Sjá meira
Íslenskur spurningaleikur kynntur í New York Útgáfuhóf var haldið í New York í gær fyrir QuizUp spurningaleikinn sem kemur út á morgun. Leikurinn verður stærsti spurningaleikur í heimi með á annað hundruð þúsund spurningar í tæplega 300 flokkum. Það er íslenska tölvuleikjafyrirtækið Plain Vanilla sem þróaði leikinn. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá fyrirtækinu. 6. nóvember 2013 17:13
Ótrúlegar viðtökur QuizUp í Bandaríkjunum QuizUp er nú í þriðja sæti yfir vinsælustu öpp í Bandaríkjunum og í öðru sæti yfir mest sóttu leiki þar í landi. 9. nóvember 2013 17:57
Fimmhundruð-þúsund QuizUp leikir spilaðir fyrsta sólarhringinn Fimmhundruð-þúsund leikir voru spilaðir af tölvuleiknum QuizUp fyrsta sólarhringinn eftir að hann kom út. 8. nóvember 2013 15:10