Ennþá mikið af gæs í Landeyjum Karl Lúðvíksson skrifar 8. nóvember 2013 21:32 Þrátt fyrir að rjúpnaveiðitíminn sé nú í hámarki eru ennþá margar skyttur að skjóta gæs á suðurlandi enda er mikið af gæs ennþá á mörgum ökrum og túnum. Gæsin er að mestu horfin út öðrum landshlutum en þó má sjá litla hópa á stangli, þá sérstaklega í Skagafirði. Þetta er fín viðbót við frekar slaka rjúpnavertíð og margir veiðimenn sem hafa ekki náð í jólarjúpuna eru þegar farnir að hafa samband við landeigendur til að komast í gæs ef þeir hafa þá ekki þegar skotið gæs á þessu hausti. Þetta er oft besti tíminn til að skjóta hana því fuglinn er búinn að vera í góðu æti í allt haust og gæsin er því feit og vel haldin. Nokkuð stór gæsastofn virðist halda til á suður- og suðausturlandi allt árið og á mildum vetrum virðist hópurinn vera sérstaklega stór. Ef veturinn verður harður má reikna með að hópurinn fari að mestu suður á bóginn til sumardvalar en það eru þó alltaf nokkrar sem halda þetta út sama hvernig viðrar. Stangveiði Mest lesið Þrjú ný vötn fyrir Veiðifélaga Veiði Stórir urriðar í Laxárdalnum þrátt fyrir kulda Veiði Mikið af laxi í Langá Veiði Innsend frétt frá veiðihóp sem var koma úr Veiðivötnum Veiði Lifnar yfir bleikjuveiði í Vífilstaðavatni Veiði Stærsti laxinn úr Elliðaám í sumar Veiði Gæsaveiðin hófst í dag Veiði Góður dagur í Elliðaánum í gær en rólegt í morgun Veiði Húseyjakvísl gaf vel þrátt fyrir erfið skilyrði Veiði Enginn lax kominn á land úr Elliðaánum Veiði
Þrátt fyrir að rjúpnaveiðitíminn sé nú í hámarki eru ennþá margar skyttur að skjóta gæs á suðurlandi enda er mikið af gæs ennþá á mörgum ökrum og túnum. Gæsin er að mestu horfin út öðrum landshlutum en þó má sjá litla hópa á stangli, þá sérstaklega í Skagafirði. Þetta er fín viðbót við frekar slaka rjúpnavertíð og margir veiðimenn sem hafa ekki náð í jólarjúpuna eru þegar farnir að hafa samband við landeigendur til að komast í gæs ef þeir hafa þá ekki þegar skotið gæs á þessu hausti. Þetta er oft besti tíminn til að skjóta hana því fuglinn er búinn að vera í góðu æti í allt haust og gæsin er því feit og vel haldin. Nokkuð stór gæsastofn virðist halda til á suður- og suðausturlandi allt árið og á mildum vetrum virðist hópurinn vera sérstaklega stór. Ef veturinn verður harður má reikna með að hópurinn fari að mestu suður á bóginn til sumardvalar en það eru þó alltaf nokkrar sem halda þetta út sama hvernig viðrar.
Stangveiði Mest lesið Þrjú ný vötn fyrir Veiðifélaga Veiði Stórir urriðar í Laxárdalnum þrátt fyrir kulda Veiði Mikið af laxi í Langá Veiði Innsend frétt frá veiðihóp sem var koma úr Veiðivötnum Veiði Lifnar yfir bleikjuveiði í Vífilstaðavatni Veiði Stærsti laxinn úr Elliðaám í sumar Veiði Gæsaveiðin hófst í dag Veiði Góður dagur í Elliðaánum í gær en rólegt í morgun Veiði Húseyjakvísl gaf vel þrátt fyrir erfið skilyrði Veiði Enginn lax kominn á land úr Elliðaánum Veiði