Umfjöllun, viðtöl og myndir: Stjarnan - Haukar 94-79 | Stjarnan steig upp Daníel Rúnarsson í Ásgarði skrifar 7. nóvember 2013 17:01 Úr leik liðanna í kvöld. Myndir/Andri marínó Stjörnumenn rifu sig upp í kvöld eftir erfiða byrjun á tímabilinu. Þá mættu þeir spútnikliði Hauka og unnu afar mikilvægan sigur á nágrönnum sínum. Eftir erfiða byrjun á tímabilinu var ljóst að Stjörnumenn ætluðu sér sigur á heimavelli í kvöld. Þeir hófu enda fyrsta leikhluta vel, en tókst illa að hrista spræka nýliðanna af sér. Gestirnir jöfnuðu undir lok leikhlutans, 17-17. Í upphafi annars leikhluta tóku gestirnir úr Hafnarfirði öll völd á vellinum. Varnarleikur Stjörnumanna var slakur og Haukar gengu á lagið, náðu mest 10 stiga forystu, 26-36. Heimamenn vöknuðu úr rotinu og fóru að spila betri vörn á sama tíma og vörn Haukanna gaf mikið eftir. Marvin Valdimarsson, besti maður vallarins í dag, nýtti sér tækifærið og keyrði ítrekað inn í teig. Gestirnir réðu ekkert við Marvin sem fékk trekk í trekk auðveld stig úr sniðskotum. Undir lok leikhlutans hafið Stjarnan minnkað muninn niður í þrjú stig og gengu liðin til búningsklefa í stöðunni 38-41. Seinni hálfleikur hófst á skotsýningu Marvins Valdimarssonar sem setti niður tvo þrista á skömmum tíma áður en Haukur Óskarsson svaraði - leikurinn jafn, 41-41. Leikurinn var í járnum út allan þriðja leikhluta, Justin Shouse fór fyrir heimamönnum en um leið og Stjörnumenn virtust vera að ná tökum á leiknum komu gestirnir sterkir til baka og jöfnuðu. Davíð Páll Hermannsson kom sterkur inn í þriðja leikhluta eftir afleita byrjun og hjálpaði Haukunum að ná 8 stiga forystu þegar um tvær mínútur lifðu af þriðja leikhluta. Glæsileg troðsla frá Junior Hairston og flautusniðskot frá Justin Shouse gerðu það þó að verkum að forysta Hauka var einungis eitt stig við lok leikhlutans, 63-64. Fjórði leikhluti hófst eins og sá þriðji, liðin skiptust á skotum en Stjörnumenn voru þó alltaf skrefinu á undan. Heimamenn hertu tök sín á leiknum enn frekar þegar líða fór á fjórða leikhlutann og frábær þriggja stiga karfa Marvins, með tvo varnarmenn Hauka í andlitinu, kom þeim í 7 stiga forystu. Eftir þetta litu Stjörnumenn aldrei til baka og juku jafnt og þétt við forystuna. Marvin og Justin Shouse leiddu sína menn í sóknarleiknum en á hinum enda vallarins var Hairston heimamönnum mikilvægur með sínar löngu hendur Lokastaða 94 - 79, erfiður en mikilvægur sigur Stjörnumanna sem hafa farið hægt af stað í deildinni en eru þeirra vegna vonandi komnir á beinu brautina.Teitur: Marvin var náttúrulega alveg geðveikur! "Þetta var gríðarlega mikilvægur sigur og við gerðum okkur alveg grein fyrir því. Við reyndar vissum að hún yrði erfið, höfum spilað við Keflavík og KR sem eru líklega tvö bestu liðin og töpuðum svo að vísu líka gegn Þór," sagði Teitur Örlygsson, þjálfari Stjörnunnar. "En við vorum mjög ósáttir við allavega tvo af þessum leikjum. Mér fannst vera batamerki á liðinu gegn KR í síðustu umferð og það var áframhald á því í kvöld. Við vorum að "ströggla" í raun í þrjá leikhluta í kvöld en liðið hélt alltaf áfram að spila saman og berjast. Síðan fengum við mikilvægt framlag frá mörgum mönnum í lokin og það gerði gæfumuninn." Marvin Valdimarsson átti frábæran leik, skoraði 32 stig, tók 5 fráköst og gaf 3 stoðsendingar. Það vakti athygli blaðamanns að skotnýting hans var frábær, 6 af 8 tveggja stiga skotum rötuðu niður og 5 af 9 fyrir utan þriggja stiga línuna. "Marvin var náttúrulega alveg geðveikur í kvöld. Hann hefur alltaf skotleyfi en hefur verið ragur við að skjóta undanfarið. Á æfingu í gær fékk hann tækifæri til að skjóta boltanum ítrekað en tók þau aldrei. Við ræddum um það eftir æfingu hvort hann væri að reyna þetta - að fara í gegnum heila æfingu án þess að skjóta. En hann svaraði því bara að hann nennti ekki að skjóta nema hann myndi hitta - og hann hitti svo sannarlega í kvöld!" Hairston átti rólegan fyrri hálfleik en steig upp í þeim seinni með frábærri vörn og sterkum sóknarleik. "Hann var hægur í gang og reyndar virðist hann alltaf vera það í þessum leikjum sem hann hefur spilað með okkur. En hann er náttúrulega ekki í neinu leikformi og mun bara bæta sig. En frammistaðan hjá honum í seinni hálfleik var frábær. Baráttan og hjartað sem hann setti í leik sinn undir lokin var til sóma. Hann var að stoppa þá vel í vörninni og átti mikilvægar körfur í sókninni. Við getum ekki ætlast til þess að hann verji öll skot og taki fráköstin líka."Ívar Ásgrímsson: Hættum að spila sem lið "Mér fannst við vera allt í lagi í fyrri hálfleik en langt frá því að vera á tánnum. Sóknin okkar var slök, sérstaklega í seinni hálfleik. Við vorum að hnoða boltanum alltof mikið og flæðið í sóknarleiknum var bara lélegt. Við vorum bara slakir," segir Ívar Ásgrímsson, þjálfari Hauka. "Við náðum fínni vörn í öðrum leikhluta en fáum svo á okkur nokkrar stórar körfur frá Stjörnumönnum. Þá ætluðum við að bregðast við með því að skora bara ennþá meira og það verður okkur að falli. Við gleymum varnarleiknum, hættum að spila sem lið og þeir ganga á lagið. Í þriðja og fjórða leikhluta förum við svo að taka enn erfiðari skot og sóknarleikurinn var bara lélegur. Það varð okkur að falli í dag og við getum verið afar svekktir með okkur sjálfa." Þrátt fyrir tapið í kvöld hafa Haukar verið spútniklið vetrarins, bjóst Ívar við þessari góðu byrjun? "Með þessu tapi erum við á pari við það sem maður hélt. En það er sárt að horfa á töfluna, við klúðruðum leiknum við Grindavík - áttum aldrei að hleypa honum í framlengingu - og svo erum við að klúðra þessum leik líka. Við vitum alveg að við hefðum auðveldlega getað verið með tveimur sigurleikjum meira og það þýðir efsta sætið í deildinni. Við höfum verið þungir í síðustu tveimur leikjum, vorum mjög þungir á Ísafirði og þungir líka hér í kvöld. Nú tökum við okkur bara tvo daga í pásu og reynum að fá smá ferskleika inn í liðið."Marvin: Ég hitti ágætlega í dag "Ég hef heyrt af þessari umræðu um að ég hafi ekki verið að skjóta nóg. En ég hef heldur ekkert verið að hitta neitt, svo það er engin afsökun. En ég hitti ágætlega í dag, þó svo að mér finnist ég eiga að hafa hitt úr 2-3 skotum til viðbótar. Ég hef samt ekki skoðað tölfræðina en var að hitta ágætlega," sagði Stjörnumaðurinn Marvin Valdimarsson en hann var sjóðheitur í kvöld. "Sigurinn var gríðarlega mikilvægur, við hefðum verið í vondum málum ef við hefðum tapað þessum leik. Við vorum ekker sérstakir í fyrstu þremur leikhlutunum en fjórði leikhluti var góður. Þá sigum við fram úr og kannski er það einhver sigurreynsla sem er að koma okkur til hjálpar þar fram yfir nýliðina. Við vorum að opna vel fyrir bæði mig og Justin. "Hópurinn er auðvitað mikið breyttur á milli tímabila en það er ekkert launungarmál að við stefnum á fjórða sætið. Okkur var spáð 6. sæti fyrir mótið en með þennan hóp finnst mér við alveg eiga að geta strítt KR, Keflavík og Grindavík sem virðast vera með sterkustu liðin. Við stefnum allavega á heimavallarréttinn í úrslitakeppninni," sagði Marvin.Stjarnan-Haukar 94-79 (17-17, 21-24, 25-23, 31-15)Stjarnan: Marvin Valdimarsson 32/5 fráköst, Justin Shouse 27/6 fráköst/8 stoðsendingar, Matthew James Hairston 17/11 fráköst/3 varin skot, Fannar Freyr Helgason 8/14 fráköst/8 stoðsendingar, Dagur Kár Jónsson 8/4 fráköst, Tómas Þórður Hilmarsson 2, Kjartan Atli Kjartansson 0, Kristinn Jónasson 0, Sigurður Dagur Sturluson 0, Sæmundur Valdimarsson 0, Daði Lár Jónsson 0.Haukar: Terrence Watson 29/18 fráköst/4 varin skot, Haukur Óskarsson 10/5 fráköst, Davíð Páll Hermannsson 10/4 fráköst, Sigurður Þór Einarsson 8/5 fráköst, Emil Barja 7/6 fráköst/7 stoðsendingar, Kári Jónsson 6, Svavar Páll Pálsson 4, Þorsteinn Finnbogason 3, Helgi Björn Einarsson 2/5 stoðsendingar, Steinar Aronsson 0, Hjálmar Stefánsson 0, Alex Óli Ívarsson 0.4. leikhluti | Leik lokið | 94 - 79: Stjörnumenn tryggja sér 15 stiga sigur á spútnik liði Hauka. Mikilvægur sigur fyrir heimamenn sem eru vonandi loksins komnir á beinu brautina. Viðtöl við leikmenn og þjálfara væntanleg innan tíðar.4. leikhluti | 35 sek eftir | 92 - 77: Stjarnan nýtir sóknina skynsamlega. Dagur Kár tekur skot þegar skotklukkan er við það að líða út en skot hans geigar. Hairston nær þó frákastinu og Haukar brjóta á honum - senda hann á línuna. Hairston nýtir bæði vítin og Stjarnan nær 15 stiga forystu.4. leikhluti | 1 mín eftir | 90 - 77: Heimamenn bæta enn við forystuna. Marvin með 32 stig, Justin 25 stig og Hairston 15. Haukar hafa 47 sekúndur til að framkvæma kraftaverk.4. leikhluti | 2.30 eftir | 83 - 73: Shouse stelur boltanum, kemur honum á Dag Kára sem setur niður mikilvæga þriggja stiga körfu. Stjörnumenn komnir með 10 stiga forystu - eru þeir að klára þetta hér í fjórða leikhluta?4. leikhluti | 3 mín eftir | 80 - 73: Ótrúleg þriggja stiga karfa hjá Marvin með tvo menn í sér. 4. leikhluti | 4 mín eftir | 77 - 72: Stjörnumenn bæta í forystuna og eru að ná betri tökum á leiknum.4. leikhluti | 6 mín eftir | 72 - 70: Marvin með tvö stig af vítalínunni en gestirnir svara um hæl.4. leikhluti | 6:30 eftir | 70 - 68: Alvöru troðsla frá Hairston. Hann er hér að kvitta fyrir slakan sóknarleik í fyrri hálfleik - er kominn með fimmtán stig og 9 fráköst. Stjarnan komin í forystu!4.leikhluti | 8:30 eftir | 66 - 66: Marvin heldur áfram að spila frábærlega. Jafnar leikinn með þriggja stiga körfu. Marvin er kominn með 24 stig, hefur nýtt 6 af 8 skotum sínum inn í teig og 3 af 6 skotum fyrir utan línuna. Kunnugir tala um að þarna sé Hamars-Marvin kominn, en Marvin skoraði oft og tíðum afar mörg stig fyrir lið Hamars þegar hann lék með þeim á árum áður.4. leikhluti | 9:30 eftir | 63 - 66: Terrence Watson hefur fjórða og síðasta leikhlutann með fínni körfu. Gestirnir með þriggja stiga forystu.3. leikhluti | Leikhluta lokið | 63 - 64: Marvin leiðir enn í stigaskorun hjá heimamönnum með 21 stig en Justin er þar rétt á eftir með 20 stig. Hairston hefur lifnað við og er með 13 stig og 8 fráköst. Hjá gestunum er Watson með 19 stig og þeir Haukur og Davíð Páll með 10 stig hvor. Watson er að auki með 15 fráköst.3. leikhluti | Leikhluta lokið | 63 - 64: Justin Shouse með frábært flautu-sniðskot og minnkar muninn niður í eitt stig í lok þriðja leikhluta. Fjórði leikhluti verður æsispennandi. Ekki skipta um stöð.3. leikhluti | 1 mín eftir | 61 - 64: Heimamenn svara af krafti. Watson ver skot frá Justin Shouse en boltinn berst í hendurnar á Hairston sem þakkar fyrir sig með snyrtilegri troðslu.3. leikhluti | 2 mín eftir | 56 - 64: Nú gengur allt upp hjá Haukum. Átta stig gegn engu stigi heimamanna kemur þeim í vænlega forystu. Davíð að koma sterkur inn.3. leikhluti | 3:30 eftir | 56 - 58: Loksins gengur eitthvað upp hjá Davíð Hermannssyni. Hefur gengið erfiðlega hjá honum að koma boltanum í körfuna (2/13 í skotum) en fær nú tvö vítaskot og nýtir bæði - vel gert, þeir skora sem þora. 3. leikhluti | 4 mín eftir | 56 - 56: Sigurður jafnar leikinn af vítalínunni.3. leikhluti | 5 mín eftir | 56 - 52: Karfa á kjaft. Marvin er stigahæstur á vellinum með 21 stig en Justin þar rétt á eftir með 18. Hjá Haukum er það Terrence Watson sem leiðir með 15 stig en Haukur með 10. 3. leikhluti | 6:15 eftir | 54 - 50: Hairston sallar niður tveimur af vítalínunni. 3. leikhluti | 6:45 eftir | 52 - 50: Shouse með frábæra körfu fyrir Garðbæinga.3. leikhluti | 7:15 eftir | 50 - 50: Liðin skiptast á því að skora, stefnir í frábæran seinni hálfleik!3. leikhluti | 8:20 eftir | 43 - 43: Haukur kemur Hafnfirðingum yfir með sniðskoti en Shouse svarar á móti. Allt í járnum. 3. leikhluti | 9:15 eftir | 41 - 41: Marvin og Haukur hefja seinni hálfleikinn á skotsýningu. Leikurinn jafn! Hálfleikur | 38 - 41: Hjá Haukum er Terrence Watson stigahæstur með 12 stig og 11 fráköst - frábær frammistaða. Emil Barja með 7 stig, Kári Jónsson 6 stig og Haukur Óskarsson með 5.Hálfleikur | 38 - 41: Eftir afleita byrjun í öðrum leikhluta eru Garðbæingar líklega sáttir við að vera einungis þremur stigum undir í hálfleik. Haukar geta þó sjálfum sér um kennt, glopruðu niður góðri stöðu með lélegum varnarleik. Marvin nýtti sér það og setti niður auðveld sniðskot. Stjarnan þarf þó á framlagi frá fleirum en Marvin og Justin í sóknarleiknum að halda, þeir hafa skorað 25 af 38 stigum liðsins. Athygli vekur að Junior Hairston hefur einungis skorað 4 stig í öllum hálfleiknum, þrátt fyrir að hafa spilað 16 af 20 mínútum. 2. leikhluti | Leikhluta lokið | 38 - 41: Sókn Stjörnumanna fer í vaskinn. Haukur fékk tækifæri á flautukörfu í lok hálfleiksins en skot hans geigaði hrapallega. Loftbolti. Haukarnir fara þó með þriggja stiga forskot inn í hálfleikinn.2. leikhluti | 30 sek eftir | 38 - 41: Haukur með sterka þriggja stiga körfu fyrir Hauka. Viðeigandi.2. leikhluti | 1.20 mín eftir | 38 - 38: Ætli ég þurfi ekki að taka þetta á mig líka. Hrósa Haukum og leikur þeirra hrynur um leið. Garðbæingar komnir inn í leikinn af krafti, Marvin og Justin leiða stigaskorun heimamanna með 13 og 12 stig. Sex stig í röð frá Garðbæingum og staðan lítur betur út. Hafnfirðingar þó afar sprækir og til alls líklegir hér í kvöld.2. leikhluti | 3 mín eftir | 32 - 36: Sex stig í röð frá Garðbæingum og staðan lítur betur út. Hafnfirðingar þó afar sprækir og til alls líklegir hér í kvöld. 2. leikhluti | 4 mín eftir | 26 - 36: Fannar minnkar muninn fyrir Stjörnuna en hinn ungi Kári Jónsson lætur ekki segjast og svarar strax með þristi, kemur Haukum í tíu stiga forystu. 2. leikhluti | 5 mín eftir | 24 - 33: Sigurður kemur Haukum í 9 stiga forystu - ótrúleg byrjun á öðrum leikhluta. 2. leikhluti | 6 mín eftir | 24 - 30: Afsakið skort á uppfærslum - tæknin að stríða okkur. Haukar hefja annan leikhluta af miklum krafti og hafa nú 6 stiga forystu. Justin Shouse sá eini sem er á lífi hjá Garðbæingum. 1. leikhluti | 17 - 17: Sigurður Einarsson jafnar leikinn fyrir Hauka þegar um 20 sekúndur eru eftir af fyrsta leikhluta. Stjörnumenn ná ekki að nýta sér síðustu sóknina og liðin fara jöfn inn í annan leikhluta. 1. leikhluti | 17 - 15: Það er eins og við manninn mælt - frá því að ég hrósaði liðunum fyrir góða skotnýtingu þá hefur ekkert gengið og hvert skotið klikkað á fætur öðru. 1. leikhluti | 17 - 15: Liðin skiptast á körfum - það fer allt ofan í þessa stundina. Terrence Watson lang atkvæðamestur í liði Hauka með 10 stig.1. leikhluti | 13 - 11: Junior Hairston með svokallaðann loftbolta - dregur ekki að körfunni, við mikinn fögnuð stuðningsmanna Hauka á pöllunum. Haukur Óskarsson kemst í auðvelt skotfæri hinu megin á vellinum og minnkar muninn fyrir Hafnfirðinga. 1. leikhluti | 11 - 7: Hairston tekur frákastið af eigin skoti og skilar knettinum beint ofan í körfuna. Hinu megin á vellinum fer Haukamaðurinn Terrence Watson á línuna og nýtir að sjálfsögðu bæði vítin, enda auðveldustu skotin í leiknum.1. leikhluti | 7 - 3: Falleg sókn hjá Garðbæingum sem endar með auðveldri körfu hjá Fannari. 1. leikhluti | 3 - 3: Það er ungu strákarnir sem hefja leikinn. Dagur Kár Jónsson skorar fyrstu stig leiksins með fallegri þriggja stiga körfu en Emil Barja var ekki lengi að svara fyrir Hafnfirðinga hinu megin á vellinum. Fyrir leik: Stjörnumenn fengu nýlega góðan liðsstyrk í Junior Hairston. Hairston lék áður með Þór seinni hluta tímabilsins 2011-2012. Hairston kom af krafti inn í lið Garðbæinga í síðustu umferð deildarinnar gegn KR, skoraði þar 26 stig og tók 9 fráköst. Fyrir leik: Góð byrjun Hauka er ekki síst ungu strákunum að þakka. Þeir láta sér eldri og þekktari leikmenn úrvalsdeildarinnar ekki hræða sig og spila eins og þeir sem valdið hafa. Hinn 22 ára gamli Emil Barja hefur gælt við þrefalda tvennu að meðaltali; rúm 10 stig, tæp 10 fráköst og rúmar 8 stoðsendingar að meðaltali í fyrstu fjórum leikjum tímabilsins. Fyrir leik: Nýliðar Hauka hafa hinsvegar byrjað Íslandsmótið af krafti og má með sanni kalla þá spútniklið tímabilsins hingað til. Þrír sigrar í fjórum leikjum er betri árangur en flestir spekingar höfðu spáð fyrir tímabilið en eina tap Hauka á tímabilinu var gegn sterku liði Grindavíkur sem þó þurfti tvær framlengingar til að sigra Hafnfirðingana. Líklega einn skemmtilegasti leikur tímabilsins. Fyrir leik: Stjarnan hefur farið hægt af stað þetta haustið og ekki staðið undir þeim væntingum sem gerðar eru í Garðabænum eftir velgengni síðustu ára. Stjörnumenn hafa einungis unnið einn leik en tapað þremur. Eini sigur liðsins kom á heimavelli gegn Skallagrími. Hópurinn er umtalsvert þynnri í ár en í fyrra og sakna Garðbæingar sérstaklega Jovan Zdravevski, sem flutti til Svíþjóðar í sumar þar sem hann spilar í næst efstu deild. Fyrir leik: Komiði sæl og blessuð. Hér verður leik Stjörnunnar og Hauka lýst. Dominos-deild karla Mest lesið Guardiola var á undan Haaland með stóru fréttirnar Enski boltinn Anníe Mist, Katrín Tanja og Sara verða saman í liði Sport Margfaldur Ólympíuverðlaunahafi skiptir um íþrótt Sport Í stormi innan vallar en vann góðverk utan hans Enski boltinn Cristiano Ronaldo: Ef ég ætti Man. United þá myndi ég leysa vandann Enski boltinn Knattspyrnukonur eyddu jólunum í fangelsi Fótbolti Veltir því fyrir sér hvort nýja Liverpool þríeykið sé betra Enski boltinn Skoraði í ensku og dreif sig síðan í Ally Pally Enski boltinn Snýr aftur til leiks og tekur gallabuxurnar með Sport Yfirgnæfandi líkur á að Liverpool verði Englandsmeistari Enski boltinn Fleiri fréttir De'Sean Parsons mætir aftur til Hauka Meiddist eftir aðeins eina sekúndu Kostaði hann fjórtán milljónir að nota f-orðið í viðtali Stiklað á stóru sigrunum: „Erum stolt af því að vera íþróttabær“ Brotist inn til Doncic Grindvíkingar um daginn örlagaríka: „Í fyrsta sinn sem ég missi kúlið“ Ein skærasta stjarna NBA tefldi við fólk úti á götu Elvar og félagar upp úr fallsæti eftir langþráðan sigur Tryggvi og Bilbæingar luku árinu með sigri Samspil Elvars og Tryggva meðal tilþrifa ársins Riley búinn að fá nóg og þvertekur fyrir að Miami muni skipta Butler Butler sagður vilja burt frá Miami sem fyrst „Ég elska NFL en jóladagur er okkar“ 76ers sóttu sigur úr Garðinum Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Ruddi Wembanyama og var rekinn af velli fyrir reiðiskast Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Martin og félagar burstuðu botnslaginn Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Versta frumraun í úrvalsdeild? Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ „Valsararnir voru bara betri“ „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Enn eitt tapið og Martin í minna hlutverki en vanalega Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti „Fyrirgefðu að ég var ekki pabbinn sem þú vildir að ég værir“ Körfuboltakvöld í beinni frá Minigarðinum „Nánast afsökuðu meðdómara sinn“ Sjá meira
Stjörnumenn rifu sig upp í kvöld eftir erfiða byrjun á tímabilinu. Þá mættu þeir spútnikliði Hauka og unnu afar mikilvægan sigur á nágrönnum sínum. Eftir erfiða byrjun á tímabilinu var ljóst að Stjörnumenn ætluðu sér sigur á heimavelli í kvöld. Þeir hófu enda fyrsta leikhluta vel, en tókst illa að hrista spræka nýliðanna af sér. Gestirnir jöfnuðu undir lok leikhlutans, 17-17. Í upphafi annars leikhluta tóku gestirnir úr Hafnarfirði öll völd á vellinum. Varnarleikur Stjörnumanna var slakur og Haukar gengu á lagið, náðu mest 10 stiga forystu, 26-36. Heimamenn vöknuðu úr rotinu og fóru að spila betri vörn á sama tíma og vörn Haukanna gaf mikið eftir. Marvin Valdimarsson, besti maður vallarins í dag, nýtti sér tækifærið og keyrði ítrekað inn í teig. Gestirnir réðu ekkert við Marvin sem fékk trekk í trekk auðveld stig úr sniðskotum. Undir lok leikhlutans hafið Stjarnan minnkað muninn niður í þrjú stig og gengu liðin til búningsklefa í stöðunni 38-41. Seinni hálfleikur hófst á skotsýningu Marvins Valdimarssonar sem setti niður tvo þrista á skömmum tíma áður en Haukur Óskarsson svaraði - leikurinn jafn, 41-41. Leikurinn var í járnum út allan þriðja leikhluta, Justin Shouse fór fyrir heimamönnum en um leið og Stjörnumenn virtust vera að ná tökum á leiknum komu gestirnir sterkir til baka og jöfnuðu. Davíð Páll Hermannsson kom sterkur inn í þriðja leikhluta eftir afleita byrjun og hjálpaði Haukunum að ná 8 stiga forystu þegar um tvær mínútur lifðu af þriðja leikhluta. Glæsileg troðsla frá Junior Hairston og flautusniðskot frá Justin Shouse gerðu það þó að verkum að forysta Hauka var einungis eitt stig við lok leikhlutans, 63-64. Fjórði leikhluti hófst eins og sá þriðji, liðin skiptust á skotum en Stjörnumenn voru þó alltaf skrefinu á undan. Heimamenn hertu tök sín á leiknum enn frekar þegar líða fór á fjórða leikhlutann og frábær þriggja stiga karfa Marvins, með tvo varnarmenn Hauka í andlitinu, kom þeim í 7 stiga forystu. Eftir þetta litu Stjörnumenn aldrei til baka og juku jafnt og þétt við forystuna. Marvin og Justin Shouse leiddu sína menn í sóknarleiknum en á hinum enda vallarins var Hairston heimamönnum mikilvægur með sínar löngu hendur Lokastaða 94 - 79, erfiður en mikilvægur sigur Stjörnumanna sem hafa farið hægt af stað í deildinni en eru þeirra vegna vonandi komnir á beinu brautina.Teitur: Marvin var náttúrulega alveg geðveikur! "Þetta var gríðarlega mikilvægur sigur og við gerðum okkur alveg grein fyrir því. Við reyndar vissum að hún yrði erfið, höfum spilað við Keflavík og KR sem eru líklega tvö bestu liðin og töpuðum svo að vísu líka gegn Þór," sagði Teitur Örlygsson, þjálfari Stjörnunnar. "En við vorum mjög ósáttir við allavega tvo af þessum leikjum. Mér fannst vera batamerki á liðinu gegn KR í síðustu umferð og það var áframhald á því í kvöld. Við vorum að "ströggla" í raun í þrjá leikhluta í kvöld en liðið hélt alltaf áfram að spila saman og berjast. Síðan fengum við mikilvægt framlag frá mörgum mönnum í lokin og það gerði gæfumuninn." Marvin Valdimarsson átti frábæran leik, skoraði 32 stig, tók 5 fráköst og gaf 3 stoðsendingar. Það vakti athygli blaðamanns að skotnýting hans var frábær, 6 af 8 tveggja stiga skotum rötuðu niður og 5 af 9 fyrir utan þriggja stiga línuna. "Marvin var náttúrulega alveg geðveikur í kvöld. Hann hefur alltaf skotleyfi en hefur verið ragur við að skjóta undanfarið. Á æfingu í gær fékk hann tækifæri til að skjóta boltanum ítrekað en tók þau aldrei. Við ræddum um það eftir æfingu hvort hann væri að reyna þetta - að fara í gegnum heila æfingu án þess að skjóta. En hann svaraði því bara að hann nennti ekki að skjóta nema hann myndi hitta - og hann hitti svo sannarlega í kvöld!" Hairston átti rólegan fyrri hálfleik en steig upp í þeim seinni með frábærri vörn og sterkum sóknarleik. "Hann var hægur í gang og reyndar virðist hann alltaf vera það í þessum leikjum sem hann hefur spilað með okkur. En hann er náttúrulega ekki í neinu leikformi og mun bara bæta sig. En frammistaðan hjá honum í seinni hálfleik var frábær. Baráttan og hjartað sem hann setti í leik sinn undir lokin var til sóma. Hann var að stoppa þá vel í vörninni og átti mikilvægar körfur í sókninni. Við getum ekki ætlast til þess að hann verji öll skot og taki fráköstin líka."Ívar Ásgrímsson: Hættum að spila sem lið "Mér fannst við vera allt í lagi í fyrri hálfleik en langt frá því að vera á tánnum. Sóknin okkar var slök, sérstaklega í seinni hálfleik. Við vorum að hnoða boltanum alltof mikið og flæðið í sóknarleiknum var bara lélegt. Við vorum bara slakir," segir Ívar Ásgrímsson, þjálfari Hauka. "Við náðum fínni vörn í öðrum leikhluta en fáum svo á okkur nokkrar stórar körfur frá Stjörnumönnum. Þá ætluðum við að bregðast við með því að skora bara ennþá meira og það verður okkur að falli. Við gleymum varnarleiknum, hættum að spila sem lið og þeir ganga á lagið. Í þriðja og fjórða leikhluta förum við svo að taka enn erfiðari skot og sóknarleikurinn var bara lélegur. Það varð okkur að falli í dag og við getum verið afar svekktir með okkur sjálfa." Þrátt fyrir tapið í kvöld hafa Haukar verið spútniklið vetrarins, bjóst Ívar við þessari góðu byrjun? "Með þessu tapi erum við á pari við það sem maður hélt. En það er sárt að horfa á töfluna, við klúðruðum leiknum við Grindavík - áttum aldrei að hleypa honum í framlengingu - og svo erum við að klúðra þessum leik líka. Við vitum alveg að við hefðum auðveldlega getað verið með tveimur sigurleikjum meira og það þýðir efsta sætið í deildinni. Við höfum verið þungir í síðustu tveimur leikjum, vorum mjög þungir á Ísafirði og þungir líka hér í kvöld. Nú tökum við okkur bara tvo daga í pásu og reynum að fá smá ferskleika inn í liðið."Marvin: Ég hitti ágætlega í dag "Ég hef heyrt af þessari umræðu um að ég hafi ekki verið að skjóta nóg. En ég hef heldur ekkert verið að hitta neitt, svo það er engin afsökun. En ég hitti ágætlega í dag, þó svo að mér finnist ég eiga að hafa hitt úr 2-3 skotum til viðbótar. Ég hef samt ekki skoðað tölfræðina en var að hitta ágætlega," sagði Stjörnumaðurinn Marvin Valdimarsson en hann var sjóðheitur í kvöld. "Sigurinn var gríðarlega mikilvægur, við hefðum verið í vondum málum ef við hefðum tapað þessum leik. Við vorum ekker sérstakir í fyrstu þremur leikhlutunum en fjórði leikhluti var góður. Þá sigum við fram úr og kannski er það einhver sigurreynsla sem er að koma okkur til hjálpar þar fram yfir nýliðina. Við vorum að opna vel fyrir bæði mig og Justin. "Hópurinn er auðvitað mikið breyttur á milli tímabila en það er ekkert launungarmál að við stefnum á fjórða sætið. Okkur var spáð 6. sæti fyrir mótið en með þennan hóp finnst mér við alveg eiga að geta strítt KR, Keflavík og Grindavík sem virðast vera með sterkustu liðin. Við stefnum allavega á heimavallarréttinn í úrslitakeppninni," sagði Marvin.Stjarnan-Haukar 94-79 (17-17, 21-24, 25-23, 31-15)Stjarnan: Marvin Valdimarsson 32/5 fráköst, Justin Shouse 27/6 fráköst/8 stoðsendingar, Matthew James Hairston 17/11 fráköst/3 varin skot, Fannar Freyr Helgason 8/14 fráköst/8 stoðsendingar, Dagur Kár Jónsson 8/4 fráköst, Tómas Þórður Hilmarsson 2, Kjartan Atli Kjartansson 0, Kristinn Jónasson 0, Sigurður Dagur Sturluson 0, Sæmundur Valdimarsson 0, Daði Lár Jónsson 0.Haukar: Terrence Watson 29/18 fráköst/4 varin skot, Haukur Óskarsson 10/5 fráköst, Davíð Páll Hermannsson 10/4 fráköst, Sigurður Þór Einarsson 8/5 fráköst, Emil Barja 7/6 fráköst/7 stoðsendingar, Kári Jónsson 6, Svavar Páll Pálsson 4, Þorsteinn Finnbogason 3, Helgi Björn Einarsson 2/5 stoðsendingar, Steinar Aronsson 0, Hjálmar Stefánsson 0, Alex Óli Ívarsson 0.4. leikhluti | Leik lokið | 94 - 79: Stjörnumenn tryggja sér 15 stiga sigur á spútnik liði Hauka. Mikilvægur sigur fyrir heimamenn sem eru vonandi loksins komnir á beinu brautina. Viðtöl við leikmenn og þjálfara væntanleg innan tíðar.4. leikhluti | 35 sek eftir | 92 - 77: Stjarnan nýtir sóknina skynsamlega. Dagur Kár tekur skot þegar skotklukkan er við það að líða út en skot hans geigar. Hairston nær þó frákastinu og Haukar brjóta á honum - senda hann á línuna. Hairston nýtir bæði vítin og Stjarnan nær 15 stiga forystu.4. leikhluti | 1 mín eftir | 90 - 77: Heimamenn bæta enn við forystuna. Marvin með 32 stig, Justin 25 stig og Hairston 15. Haukar hafa 47 sekúndur til að framkvæma kraftaverk.4. leikhluti | 2.30 eftir | 83 - 73: Shouse stelur boltanum, kemur honum á Dag Kára sem setur niður mikilvæga þriggja stiga körfu. Stjörnumenn komnir með 10 stiga forystu - eru þeir að klára þetta hér í fjórða leikhluta?4. leikhluti | 3 mín eftir | 80 - 73: Ótrúleg þriggja stiga karfa hjá Marvin með tvo menn í sér. 4. leikhluti | 4 mín eftir | 77 - 72: Stjörnumenn bæta í forystuna og eru að ná betri tökum á leiknum.4. leikhluti | 6 mín eftir | 72 - 70: Marvin með tvö stig af vítalínunni en gestirnir svara um hæl.4. leikhluti | 6:30 eftir | 70 - 68: Alvöru troðsla frá Hairston. Hann er hér að kvitta fyrir slakan sóknarleik í fyrri hálfleik - er kominn með fimmtán stig og 9 fráköst. Stjarnan komin í forystu!4.leikhluti | 8:30 eftir | 66 - 66: Marvin heldur áfram að spila frábærlega. Jafnar leikinn með þriggja stiga körfu. Marvin er kominn með 24 stig, hefur nýtt 6 af 8 skotum sínum inn í teig og 3 af 6 skotum fyrir utan línuna. Kunnugir tala um að þarna sé Hamars-Marvin kominn, en Marvin skoraði oft og tíðum afar mörg stig fyrir lið Hamars þegar hann lék með þeim á árum áður.4. leikhluti | 9:30 eftir | 63 - 66: Terrence Watson hefur fjórða og síðasta leikhlutann með fínni körfu. Gestirnir með þriggja stiga forystu.3. leikhluti | Leikhluta lokið | 63 - 64: Marvin leiðir enn í stigaskorun hjá heimamönnum með 21 stig en Justin er þar rétt á eftir með 20 stig. Hairston hefur lifnað við og er með 13 stig og 8 fráköst. Hjá gestunum er Watson með 19 stig og þeir Haukur og Davíð Páll með 10 stig hvor. Watson er að auki með 15 fráköst.3. leikhluti | Leikhluta lokið | 63 - 64: Justin Shouse með frábært flautu-sniðskot og minnkar muninn niður í eitt stig í lok þriðja leikhluta. Fjórði leikhluti verður æsispennandi. Ekki skipta um stöð.3. leikhluti | 1 mín eftir | 61 - 64: Heimamenn svara af krafti. Watson ver skot frá Justin Shouse en boltinn berst í hendurnar á Hairston sem þakkar fyrir sig með snyrtilegri troðslu.3. leikhluti | 2 mín eftir | 56 - 64: Nú gengur allt upp hjá Haukum. Átta stig gegn engu stigi heimamanna kemur þeim í vænlega forystu. Davíð að koma sterkur inn.3. leikhluti | 3:30 eftir | 56 - 58: Loksins gengur eitthvað upp hjá Davíð Hermannssyni. Hefur gengið erfiðlega hjá honum að koma boltanum í körfuna (2/13 í skotum) en fær nú tvö vítaskot og nýtir bæði - vel gert, þeir skora sem þora. 3. leikhluti | 4 mín eftir | 56 - 56: Sigurður jafnar leikinn af vítalínunni.3. leikhluti | 5 mín eftir | 56 - 52: Karfa á kjaft. Marvin er stigahæstur á vellinum með 21 stig en Justin þar rétt á eftir með 18. Hjá Haukum er það Terrence Watson sem leiðir með 15 stig en Haukur með 10. 3. leikhluti | 6:15 eftir | 54 - 50: Hairston sallar niður tveimur af vítalínunni. 3. leikhluti | 6:45 eftir | 52 - 50: Shouse með frábæra körfu fyrir Garðbæinga.3. leikhluti | 7:15 eftir | 50 - 50: Liðin skiptast á því að skora, stefnir í frábæran seinni hálfleik!3. leikhluti | 8:20 eftir | 43 - 43: Haukur kemur Hafnfirðingum yfir með sniðskoti en Shouse svarar á móti. Allt í járnum. 3. leikhluti | 9:15 eftir | 41 - 41: Marvin og Haukur hefja seinni hálfleikinn á skotsýningu. Leikurinn jafn! Hálfleikur | 38 - 41: Hjá Haukum er Terrence Watson stigahæstur með 12 stig og 11 fráköst - frábær frammistaða. Emil Barja með 7 stig, Kári Jónsson 6 stig og Haukur Óskarsson með 5.Hálfleikur | 38 - 41: Eftir afleita byrjun í öðrum leikhluta eru Garðbæingar líklega sáttir við að vera einungis þremur stigum undir í hálfleik. Haukar geta þó sjálfum sér um kennt, glopruðu niður góðri stöðu með lélegum varnarleik. Marvin nýtti sér það og setti niður auðveld sniðskot. Stjarnan þarf þó á framlagi frá fleirum en Marvin og Justin í sóknarleiknum að halda, þeir hafa skorað 25 af 38 stigum liðsins. Athygli vekur að Junior Hairston hefur einungis skorað 4 stig í öllum hálfleiknum, þrátt fyrir að hafa spilað 16 af 20 mínútum. 2. leikhluti | Leikhluta lokið | 38 - 41: Sókn Stjörnumanna fer í vaskinn. Haukur fékk tækifæri á flautukörfu í lok hálfleiksins en skot hans geigaði hrapallega. Loftbolti. Haukarnir fara þó með þriggja stiga forskot inn í hálfleikinn.2. leikhluti | 30 sek eftir | 38 - 41: Haukur með sterka þriggja stiga körfu fyrir Hauka. Viðeigandi.2. leikhluti | 1.20 mín eftir | 38 - 38: Ætli ég þurfi ekki að taka þetta á mig líka. Hrósa Haukum og leikur þeirra hrynur um leið. Garðbæingar komnir inn í leikinn af krafti, Marvin og Justin leiða stigaskorun heimamanna með 13 og 12 stig. Sex stig í röð frá Garðbæingum og staðan lítur betur út. Hafnfirðingar þó afar sprækir og til alls líklegir hér í kvöld.2. leikhluti | 3 mín eftir | 32 - 36: Sex stig í röð frá Garðbæingum og staðan lítur betur út. Hafnfirðingar þó afar sprækir og til alls líklegir hér í kvöld. 2. leikhluti | 4 mín eftir | 26 - 36: Fannar minnkar muninn fyrir Stjörnuna en hinn ungi Kári Jónsson lætur ekki segjast og svarar strax með þristi, kemur Haukum í tíu stiga forystu. 2. leikhluti | 5 mín eftir | 24 - 33: Sigurður kemur Haukum í 9 stiga forystu - ótrúleg byrjun á öðrum leikhluta. 2. leikhluti | 6 mín eftir | 24 - 30: Afsakið skort á uppfærslum - tæknin að stríða okkur. Haukar hefja annan leikhluta af miklum krafti og hafa nú 6 stiga forystu. Justin Shouse sá eini sem er á lífi hjá Garðbæingum. 1. leikhluti | 17 - 17: Sigurður Einarsson jafnar leikinn fyrir Hauka þegar um 20 sekúndur eru eftir af fyrsta leikhluta. Stjörnumenn ná ekki að nýta sér síðustu sóknina og liðin fara jöfn inn í annan leikhluta. 1. leikhluti | 17 - 15: Það er eins og við manninn mælt - frá því að ég hrósaði liðunum fyrir góða skotnýtingu þá hefur ekkert gengið og hvert skotið klikkað á fætur öðru. 1. leikhluti | 17 - 15: Liðin skiptast á körfum - það fer allt ofan í þessa stundina. Terrence Watson lang atkvæðamestur í liði Hauka með 10 stig.1. leikhluti | 13 - 11: Junior Hairston með svokallaðann loftbolta - dregur ekki að körfunni, við mikinn fögnuð stuðningsmanna Hauka á pöllunum. Haukur Óskarsson kemst í auðvelt skotfæri hinu megin á vellinum og minnkar muninn fyrir Hafnfirðinga. 1. leikhluti | 11 - 7: Hairston tekur frákastið af eigin skoti og skilar knettinum beint ofan í körfuna. Hinu megin á vellinum fer Haukamaðurinn Terrence Watson á línuna og nýtir að sjálfsögðu bæði vítin, enda auðveldustu skotin í leiknum.1. leikhluti | 7 - 3: Falleg sókn hjá Garðbæingum sem endar með auðveldri körfu hjá Fannari. 1. leikhluti | 3 - 3: Það er ungu strákarnir sem hefja leikinn. Dagur Kár Jónsson skorar fyrstu stig leiksins með fallegri þriggja stiga körfu en Emil Barja var ekki lengi að svara fyrir Hafnfirðinga hinu megin á vellinum. Fyrir leik: Stjörnumenn fengu nýlega góðan liðsstyrk í Junior Hairston. Hairston lék áður með Þór seinni hluta tímabilsins 2011-2012. Hairston kom af krafti inn í lið Garðbæinga í síðustu umferð deildarinnar gegn KR, skoraði þar 26 stig og tók 9 fráköst. Fyrir leik: Góð byrjun Hauka er ekki síst ungu strákunum að þakka. Þeir láta sér eldri og þekktari leikmenn úrvalsdeildarinnar ekki hræða sig og spila eins og þeir sem valdið hafa. Hinn 22 ára gamli Emil Barja hefur gælt við þrefalda tvennu að meðaltali; rúm 10 stig, tæp 10 fráköst og rúmar 8 stoðsendingar að meðaltali í fyrstu fjórum leikjum tímabilsins. Fyrir leik: Nýliðar Hauka hafa hinsvegar byrjað Íslandsmótið af krafti og má með sanni kalla þá spútniklið tímabilsins hingað til. Þrír sigrar í fjórum leikjum er betri árangur en flestir spekingar höfðu spáð fyrir tímabilið en eina tap Hauka á tímabilinu var gegn sterku liði Grindavíkur sem þó þurfti tvær framlengingar til að sigra Hafnfirðingana. Líklega einn skemmtilegasti leikur tímabilsins. Fyrir leik: Stjarnan hefur farið hægt af stað þetta haustið og ekki staðið undir þeim væntingum sem gerðar eru í Garðabænum eftir velgengni síðustu ára. Stjörnumenn hafa einungis unnið einn leik en tapað þremur. Eini sigur liðsins kom á heimavelli gegn Skallagrími. Hópurinn er umtalsvert þynnri í ár en í fyrra og sakna Garðbæingar sérstaklega Jovan Zdravevski, sem flutti til Svíþjóðar í sumar þar sem hann spilar í næst efstu deild. Fyrir leik: Komiði sæl og blessuð. Hér verður leik Stjörnunnar og Hauka lýst.
Dominos-deild karla Mest lesið Guardiola var á undan Haaland með stóru fréttirnar Enski boltinn Anníe Mist, Katrín Tanja og Sara verða saman í liði Sport Margfaldur Ólympíuverðlaunahafi skiptir um íþrótt Sport Í stormi innan vallar en vann góðverk utan hans Enski boltinn Cristiano Ronaldo: Ef ég ætti Man. United þá myndi ég leysa vandann Enski boltinn Knattspyrnukonur eyddu jólunum í fangelsi Fótbolti Veltir því fyrir sér hvort nýja Liverpool þríeykið sé betra Enski boltinn Skoraði í ensku og dreif sig síðan í Ally Pally Enski boltinn Snýr aftur til leiks og tekur gallabuxurnar með Sport Yfirgnæfandi líkur á að Liverpool verði Englandsmeistari Enski boltinn Fleiri fréttir De'Sean Parsons mætir aftur til Hauka Meiddist eftir aðeins eina sekúndu Kostaði hann fjórtán milljónir að nota f-orðið í viðtali Stiklað á stóru sigrunum: „Erum stolt af því að vera íþróttabær“ Brotist inn til Doncic Grindvíkingar um daginn örlagaríka: „Í fyrsta sinn sem ég missi kúlið“ Ein skærasta stjarna NBA tefldi við fólk úti á götu Elvar og félagar upp úr fallsæti eftir langþráðan sigur Tryggvi og Bilbæingar luku árinu með sigri Samspil Elvars og Tryggva meðal tilþrifa ársins Riley búinn að fá nóg og þvertekur fyrir að Miami muni skipta Butler Butler sagður vilja burt frá Miami sem fyrst „Ég elska NFL en jóladagur er okkar“ 76ers sóttu sigur úr Garðinum Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Ruddi Wembanyama og var rekinn af velli fyrir reiðiskast Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Martin og félagar burstuðu botnslaginn Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Versta frumraun í úrvalsdeild? Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ „Valsararnir voru bara betri“ „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Enn eitt tapið og Martin í minna hlutverki en vanalega Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti „Fyrirgefðu að ég var ekki pabbinn sem þú vildir að ég værir“ Körfuboltakvöld í beinni frá Minigarðinum „Nánast afsökuðu meðdómara sinn“ Sjá meira