Bíó og sjónvarp

Loki og Þór innilegir á kínversku veggspjaldi

Haukur Viðar Alfreðsson skrifar
Uppeldisbræðurnir berjast í Bandaríkjunum en faðmast í Kína.
Uppeldisbræðurnir berjast í Bandaríkjunum en faðmast í Kína.
Erkifjendurnir Loki og Þór eru innilegir á veggspjaldi sem kínverskt kvikmyndahús lét útbúa til að kynna kvikmyndina Thor: The Dark World.

Á veggspjaldinu hjúfrar Loki sig þéttingsfast að þrumuguðinum með sælusvip og gefur veggspjaldið til kynna að um hugljúfa og rómantíska mynd sé að ræða.

Þegar betur er að gáð er uppruni myndarinnar á vefsíðunni Reddit, en um er að ræða föndur sem notandi síðunnar sendi inn og kínverska kvikmyndahúsið notaði á veggspjaldið.

„Fjárinn! Ef ég fengi eitt yen fyrir hvert skipti sem myndinni er deilt á Twitter væri ég ríkur maður,“ skrifaði bbqfish2012 á vefsíðuna.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.