Fox og Fred Durst vilja endurgera Málmhaus Haukur Viðar Alfreðsson skrifar 7. nóvember 2013 11:19 Bæði Fox og Fred Durst vilja endurgera Málmhaus. Kvikmyndin Málmhaus hefur vakið athygli víða og nú lýsa erlendir aðilar yfir áhuga á að endurgera myndina. Annars vegar hefur 20th Century Fox-kvikmyndaverið haft samband við framleiðendur myndarinnar og hins vegar Fred Durst, söngvari númetalsveitarinnar Limp Bizkit. Davíð Óskar Ólafsson, einn af framleiðendum Málmhauss, segir sig og Árna Filippusson hafa kynnst núverandi varaformanni Fox við gerð myndarinnar Prince Avalanche, en hún er endurgerð myndarinnar Á annan veg sem Davíð og Árni framleiddu. „Hann frétti af Málmhaus á meðan við vorum á kvikmyndahátíðinni í Toronto og hafði samband og spurði hvort við vildum senda honum eintak af myndinni. Hann hafði hugsað þetta sem hugsanlega endurgerð fyrir Fox. Þeir eru að skoða myndina núna og það eru allir mjög hrifnir og telja að hún geti orðið góð endurgerð.“ Þá hafði umboðsskrifstofa Ragnars Bragasonar samband og sagðist vera með skjólstæðing sem hafði séð myndina og langaði endilega að tala við aðstandendur hennar. „Þetta var Fred Durst úr Limp Bizkit og við hugsuðum með okkur að það gæti ekki sakað að tala við hann. Við Raggi tókum símafund við hann og í ljós kom að hann ólst upp í miðríkjum Bandaríkjanna, í hálfgerðri sveit, og hafði tengt mikið við myndina. Hann var týpa eins og Hera, hlustaði mikið á þungarokk, og lenti í svipuðu og Hera gerði í myndinni. Hann missti frænda sinn sem hann leit mikið upp til. Við ræddum þetta fram og til baka og nú er bara verið að skoða þetta nánar.“ Mest lesið Heitustu trendin árið 2025 Lífið Tíu góð andlitskrem í vetrarkuldann Lífið Heimili Hanks rétt slapp Lífið Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Gagnrýni Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Lífið Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Tíska og hönnun Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Lífið Bæjarfjallið Esjan - gönguleiðir og hjólastígar Lífið samstarf Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Lífið Fleiri fréttir Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Vestfirski hryllingstryllirinn frumsýndur vestanhafs Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira
Kvikmyndin Málmhaus hefur vakið athygli víða og nú lýsa erlendir aðilar yfir áhuga á að endurgera myndina. Annars vegar hefur 20th Century Fox-kvikmyndaverið haft samband við framleiðendur myndarinnar og hins vegar Fred Durst, söngvari númetalsveitarinnar Limp Bizkit. Davíð Óskar Ólafsson, einn af framleiðendum Málmhauss, segir sig og Árna Filippusson hafa kynnst núverandi varaformanni Fox við gerð myndarinnar Prince Avalanche, en hún er endurgerð myndarinnar Á annan veg sem Davíð og Árni framleiddu. „Hann frétti af Málmhaus á meðan við vorum á kvikmyndahátíðinni í Toronto og hafði samband og spurði hvort við vildum senda honum eintak af myndinni. Hann hafði hugsað þetta sem hugsanlega endurgerð fyrir Fox. Þeir eru að skoða myndina núna og það eru allir mjög hrifnir og telja að hún geti orðið góð endurgerð.“ Þá hafði umboðsskrifstofa Ragnars Bragasonar samband og sagðist vera með skjólstæðing sem hafði séð myndina og langaði endilega að tala við aðstandendur hennar. „Þetta var Fred Durst úr Limp Bizkit og við hugsuðum með okkur að það gæti ekki sakað að tala við hann. Við Raggi tókum símafund við hann og í ljós kom að hann ólst upp í miðríkjum Bandaríkjanna, í hálfgerðri sveit, og hafði tengt mikið við myndina. Hann var týpa eins og Hera, hlustaði mikið á þungarokk, og lenti í svipuðu og Hera gerði í myndinni. Hann missti frænda sinn sem hann leit mikið upp til. Við ræddum þetta fram og til baka og nú er bara verið að skoða þetta nánar.“
Mest lesið Heitustu trendin árið 2025 Lífið Tíu góð andlitskrem í vetrarkuldann Lífið Heimili Hanks rétt slapp Lífið Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Gagnrýni Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Lífið Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Tíska og hönnun Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Lífið Bæjarfjallið Esjan - gönguleiðir og hjólastígar Lífið samstarf Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Lífið Fleiri fréttir Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Vestfirski hryllingstryllirinn frumsýndur vestanhafs Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira