Umfjöllun og viðtöl: Fram - ÍR 26-23 | Seiglusigur Framara Eiríkur Stefán Ásgeirsson í Safamýri skrifar 7. nóvember 2013 10:05 Fram heldur í við topplið Olísdeildar karla eftir góðan þriggja marka sigur á ÍR á heimavelli í kvöld. ÍR-ingar voru þó nálægt því að koma til baka í lokin. Framarar voru sannfærandi í fyrri hálfleik og fimm marka forysta síst of stór. ÍR-ingar börðust þó vel í seinni hálfleik en það var ekki nóg. Varnarleikur Fram var öflugur og vel skipulagður, sérstaklega í fyrri hálfleik. Eftir rólegar upphafsmínútur skellti vörnin í lás og Fram náði forystunni með því að skora fjögur mörk í röð. Heimamenn létu þá forystu aldrei af hendi. Stephen Neilsen, markvörður Framara, nýtti sér öfluga varnarlínu og átti stórleik í kvöld. Alls varði hann 20 skot og var nálægt því að verja annað hvert skot sem hann fékk á sig. Fram fékk einnig Stefán Darra Þórsson til baka í vörnina sem var mikilvægt, auk þess sem að Sveinn Þorgeirsson og Arnar Freyr Ársælsson stóðu vaktina af mikilli prýði. Saman náðu þeir að halda stórskyttunni Björgvini Hólmgeirssyni nánast algerlega niðri í fyrri hálfleik er Björgvin skoraði aðeins eitt mark úr sjö skotum. ÍR-ingar, með Björgvin og Sturla Ásgeirsson í fararbroddi, náðu þó að koma til baka í seinni hálfleik og hleypa spennu í leikinn. Varnarleikur Fram hélt ekki sama dampi eftir því sem leið á leikinn og ÍR-ingar fengu nokkur tækifæri til að minnka muninn í eitt mark. Það tókst þeim hins vegar aldrei og Framarar sigu aftur fram úr, hægt og rólega, á lokamínútum leiksins. ÍR-ingar létu einnig dómgæsluna fara í taugarnar á sér en dómarapar kvöldsins tók margar umdeildar ákvarðanir. Heilt yfir var þó sigur Fram sanngjarn að þessu sinni. Garðar Sigurjónsson leit mjög vel út á línunni og nýtti hvert einasta færi sem hann fékk, auk þess sem að hornamennirnir Stefán Baldvin og Ólafur voru öflugir. ÍR-ingar misstu af tækifæri í kvöld til að halda sér á toppi deildarinnar ásamt Haukum en þess í stað náði Fram að jafna ÍR-inga að stigum og hleypa enn meiri spennu í toppbaráttu Olísdeildar karla.Guðlaugur: Áttum að vera með meiri forystu í hálfleik „Ég myndi segja að þetta hafi verið vinnusigur liðsheildarinnar,“ sagði Guðlaugur en hans menn voru með fimm marka forystu í hálfleik. „Við fengum á okkur sjö mörk þá og maður verður að vera ánægður með það. En það voru samt þrjú mörk sem ég hefði viljað sjá okkur verjast betur.“ „Þar að auki vorum við að vinna boltann svo oft í vörninni í fyrri hálfleik og ég hefði viljað nýta þá stöðu enn betur en við gerðum. Við fengum tækifæri til að auka forystuna enn frekar.“ Hann segir að endurkoma ÍR í seinni hálfleik hafi ekki komið sér á óvart. „Við vorum að spila við eitt sterkasta lið deildarinnar en mér finnst ÍR vera með bestu sóknarmenn deildarinnar. Það var vitað mál að þeir myndu koma með áhlaupið.“ Guðlaugur segir að skilaboð Framara í kvöld hafi verið skýr, rétt eins og öðrum leikjum á tímabilinu til þessa. „Við mætum í hvern leik til að vinna og skila alvöru frammistöðu. Það höfum við gert í fjórum flottum leikjum til þessa.“Bjarki: Það má líka refsa dómurunum Bjarki Sigurðsson var ósáttur við margt í leik ÍR, sem og frammistöðu dómaranna í leiknum gegn Fram í kvöld. „Mér fannst agaleysi vera ríkjandi hjá mínu liði í kvöld. Varnarleikurinn var þar að auki einfaldlega lélegur í fyrri hálfleik og sóknarleikurinn bitlaus og staður.“ „Við vorum að gera allt of mörg mistök í sókninni og við vissum vel fyrirfram hvernig það færi. Enda grýttu þeir boltanum endalaust fram á hornamennina þeirra, sem voru mættir á auðan sjó.“ ÍR-ingar komu þó til baka í seinni hálfleik og náðu mest að minnka muninn í tvö mörk - og voru nálægt því að komast í eitt mark. Bjarki kvartaði undan frammistöðu dómaranna á þeim tíma leiksins. „Mér fannst dómararnir heilt yfir bara slakir í dag. Svo átti að reyna að bjarga hlutunum hérna rétt í lokin. Ég tek þó fram að við sjálfir töpuðum leiknum hér í kvöld. Skiptir engu hvað þú tekur fyrir - vörn, sókn og markvörslu. Allt var lélegt hjá okkur.“ Bjarki segir að landsliðshléið hafi haft slæm áhrif á sína menn. „Veikindi og meiðsli settu strik í reikninginn en menn eiga samt að vera klárir fyrir í slaginn - ef við ætlum okkur að vera með í toppbaráttunni þá verðum við að vinna svona leiki.“ „En ef menn geta ekki höndlað pressuna þá verða þeir að líta í eigin barm og athuga hvar þeir standa.“ ÍR-ingar voru mjög pirraðir á dómgæslunni í kvöld og Bjarki viðurkennir að hún hafi haft áhrif á frammistöðu leikmanna. „Það voru alls kyns vafaatriði sem mér fannst vera okkur í óhag. Í hálfleiknum viðurkenndu þeir að einn vítadómurinn hjá þeim var vitlaus og maður veit vel að dómarar gera mistök - það er ekkert að því. Og það er allt í lagi að viðurkenna þau.“ „En heilt yfir var frammistaða þeirra slök. Okkur þjálfurum og leikmönnum er refsað fyrir slæm mistök og af hverju má ekki refsa dómurum líka? Það hlýtur að mega tala um það líka. Það er að minnsta kosti mín skoðun.“Stefán Baldvin: Við erum betri en ég bjóst við Stefán Baldvin Stefánsson, hornamaður Fram, skoraði sex mörk í kvöld og var næstmarkahæstur í sínu liði. Hann segir að baráttan hafi skipt sköpum fyrir sitt lið í kvöld. „Við fengum líka Stefán Darra inn aftur og það var gott,“ segir Stefán Baldvin. „Þetta var hraður leikur og mér fannst lítið skorað miðað við það. Ég var að minnsta kosti alltaf hlaupandi,“ segir hann. „Leikurinn var líka mjög lengi að líða því ég var alveg búinn á því þegar það var enn korter eftir.“ „En ungu strákarnir okkar voru mjög flottir í kvöld. Ég skal alveg viðurkenna það að við erum betri en ég bjóst við fyrir tímabilið.“ „Við erum búnir að vinna flotta sigra til þessa en líka skíttapa leikjum. Ég tel að þetta sé að stærstum hluta spurning um hvernig við sjálfir erum - ekki mótherjinn. Það er allt til staðar hjá okkur með þessa ungu leikmenn.“ Íslenski handboltinn Mest lesið Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Handbolti „Ég reifst ekki við Cindric og er ekki á leið til Flensburg“ Handbolti Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn Sjáðu stemninguna hjá stórum hópi Íslendinga í Zagreb Handbolti Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Sport Orri Freyr er Orri óstöðvandi Handbolti „Kannski er ég orðinn frekur“ Handbolti Svona var Pallborðið: Handboltaæði runnið á þjóðina Handbolti „Ég er ekkert viss um að við náum aftur þessari geðveiki“ Handbolti Fleiri fréttir Einkunnir Strákanna okkar á móti Egyptalandi: Nokkrir með fullt hús „Ég held að við höfum ekki verið svona góðir í áratug“ „Þurfum að halda okkur á jörðinni“ „Leið eins og þeir kæmust ekki í gegn“ „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Tölfræðin á móti Egyptum: Aron og Viggó fóru fyrir sókninni þegar mest á reyndi Noregur marði Spán „Kannski er ég orðinn frekur“ Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Valur ekki í teljandi vandræðum með Gróttu „Ég reifst ekki við Cindric og er ekki á leið til Flensburg“ Lærisveinar Dags unnu Grænhöfðaeyjar með tuttugu marka mun Loksins komu treyjur og þær ruku út Slóvenía ekki í miklum vandræðum með Argentínu Ekkert vesen á sókninni Líkurnar á að Ísland komist í átta liða úrslit aukist um 66 prósent Sjáðu stemninguna hjá stórum hópi Íslendinga í Zagreb Orri Freyr er Orri óstöðvandi Svona var Pallborðið: Handboltaæði runnið á þjóðina „Þetta er miklu skemmtilegra“ „Ég er ekkert viss um að við náum aftur þessari geðveiki“ Gætið ykkar: Dodo-skortur en Egypski Omar ætlar að vinna HM Þjóðverjar í sárum eftir „Herning helvítið“ HM í dag: Meiðsli í miðjum þætti og heyrnartólin lentu upp í sveit Mögulega leikþáttur hjá Egyptum „Það er einhver ára yfir liðinu“ „Alltaf óþolandi að klikka“ Danir ekki í vandræðum með Þjóðverja „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Holland marði Katar Sjá meira
Fram heldur í við topplið Olísdeildar karla eftir góðan þriggja marka sigur á ÍR á heimavelli í kvöld. ÍR-ingar voru þó nálægt því að koma til baka í lokin. Framarar voru sannfærandi í fyrri hálfleik og fimm marka forysta síst of stór. ÍR-ingar börðust þó vel í seinni hálfleik en það var ekki nóg. Varnarleikur Fram var öflugur og vel skipulagður, sérstaklega í fyrri hálfleik. Eftir rólegar upphafsmínútur skellti vörnin í lás og Fram náði forystunni með því að skora fjögur mörk í röð. Heimamenn létu þá forystu aldrei af hendi. Stephen Neilsen, markvörður Framara, nýtti sér öfluga varnarlínu og átti stórleik í kvöld. Alls varði hann 20 skot og var nálægt því að verja annað hvert skot sem hann fékk á sig. Fram fékk einnig Stefán Darra Þórsson til baka í vörnina sem var mikilvægt, auk þess sem að Sveinn Þorgeirsson og Arnar Freyr Ársælsson stóðu vaktina af mikilli prýði. Saman náðu þeir að halda stórskyttunni Björgvini Hólmgeirssyni nánast algerlega niðri í fyrri hálfleik er Björgvin skoraði aðeins eitt mark úr sjö skotum. ÍR-ingar, með Björgvin og Sturla Ásgeirsson í fararbroddi, náðu þó að koma til baka í seinni hálfleik og hleypa spennu í leikinn. Varnarleikur Fram hélt ekki sama dampi eftir því sem leið á leikinn og ÍR-ingar fengu nokkur tækifæri til að minnka muninn í eitt mark. Það tókst þeim hins vegar aldrei og Framarar sigu aftur fram úr, hægt og rólega, á lokamínútum leiksins. ÍR-ingar létu einnig dómgæsluna fara í taugarnar á sér en dómarapar kvöldsins tók margar umdeildar ákvarðanir. Heilt yfir var þó sigur Fram sanngjarn að þessu sinni. Garðar Sigurjónsson leit mjög vel út á línunni og nýtti hvert einasta færi sem hann fékk, auk þess sem að hornamennirnir Stefán Baldvin og Ólafur voru öflugir. ÍR-ingar misstu af tækifæri í kvöld til að halda sér á toppi deildarinnar ásamt Haukum en þess í stað náði Fram að jafna ÍR-inga að stigum og hleypa enn meiri spennu í toppbaráttu Olísdeildar karla.Guðlaugur: Áttum að vera með meiri forystu í hálfleik „Ég myndi segja að þetta hafi verið vinnusigur liðsheildarinnar,“ sagði Guðlaugur en hans menn voru með fimm marka forystu í hálfleik. „Við fengum á okkur sjö mörk þá og maður verður að vera ánægður með það. En það voru samt þrjú mörk sem ég hefði viljað sjá okkur verjast betur.“ „Þar að auki vorum við að vinna boltann svo oft í vörninni í fyrri hálfleik og ég hefði viljað nýta þá stöðu enn betur en við gerðum. Við fengum tækifæri til að auka forystuna enn frekar.“ Hann segir að endurkoma ÍR í seinni hálfleik hafi ekki komið sér á óvart. „Við vorum að spila við eitt sterkasta lið deildarinnar en mér finnst ÍR vera með bestu sóknarmenn deildarinnar. Það var vitað mál að þeir myndu koma með áhlaupið.“ Guðlaugur segir að skilaboð Framara í kvöld hafi verið skýr, rétt eins og öðrum leikjum á tímabilinu til þessa. „Við mætum í hvern leik til að vinna og skila alvöru frammistöðu. Það höfum við gert í fjórum flottum leikjum til þessa.“Bjarki: Það má líka refsa dómurunum Bjarki Sigurðsson var ósáttur við margt í leik ÍR, sem og frammistöðu dómaranna í leiknum gegn Fram í kvöld. „Mér fannst agaleysi vera ríkjandi hjá mínu liði í kvöld. Varnarleikurinn var þar að auki einfaldlega lélegur í fyrri hálfleik og sóknarleikurinn bitlaus og staður.“ „Við vorum að gera allt of mörg mistök í sókninni og við vissum vel fyrirfram hvernig það færi. Enda grýttu þeir boltanum endalaust fram á hornamennina þeirra, sem voru mættir á auðan sjó.“ ÍR-ingar komu þó til baka í seinni hálfleik og náðu mest að minnka muninn í tvö mörk - og voru nálægt því að komast í eitt mark. Bjarki kvartaði undan frammistöðu dómaranna á þeim tíma leiksins. „Mér fannst dómararnir heilt yfir bara slakir í dag. Svo átti að reyna að bjarga hlutunum hérna rétt í lokin. Ég tek þó fram að við sjálfir töpuðum leiknum hér í kvöld. Skiptir engu hvað þú tekur fyrir - vörn, sókn og markvörslu. Allt var lélegt hjá okkur.“ Bjarki segir að landsliðshléið hafi haft slæm áhrif á sína menn. „Veikindi og meiðsli settu strik í reikninginn en menn eiga samt að vera klárir fyrir í slaginn - ef við ætlum okkur að vera með í toppbaráttunni þá verðum við að vinna svona leiki.“ „En ef menn geta ekki höndlað pressuna þá verða þeir að líta í eigin barm og athuga hvar þeir standa.“ ÍR-ingar voru mjög pirraðir á dómgæslunni í kvöld og Bjarki viðurkennir að hún hafi haft áhrif á frammistöðu leikmanna. „Það voru alls kyns vafaatriði sem mér fannst vera okkur í óhag. Í hálfleiknum viðurkenndu þeir að einn vítadómurinn hjá þeim var vitlaus og maður veit vel að dómarar gera mistök - það er ekkert að því. Og það er allt í lagi að viðurkenna þau.“ „En heilt yfir var frammistaða þeirra slök. Okkur þjálfurum og leikmönnum er refsað fyrir slæm mistök og af hverju má ekki refsa dómurum líka? Það hlýtur að mega tala um það líka. Það er að minnsta kosti mín skoðun.“Stefán Baldvin: Við erum betri en ég bjóst við Stefán Baldvin Stefánsson, hornamaður Fram, skoraði sex mörk í kvöld og var næstmarkahæstur í sínu liði. Hann segir að baráttan hafi skipt sköpum fyrir sitt lið í kvöld. „Við fengum líka Stefán Darra inn aftur og það var gott,“ segir Stefán Baldvin. „Þetta var hraður leikur og mér fannst lítið skorað miðað við það. Ég var að minnsta kosti alltaf hlaupandi,“ segir hann. „Leikurinn var líka mjög lengi að líða því ég var alveg búinn á því þegar það var enn korter eftir.“ „En ungu strákarnir okkar voru mjög flottir í kvöld. Ég skal alveg viðurkenna það að við erum betri en ég bjóst við fyrir tímabilið.“ „Við erum búnir að vinna flotta sigra til þessa en líka skíttapa leikjum. Ég tel að þetta sé að stærstum hluta spurning um hvernig við sjálfir erum - ekki mótherjinn. Það er allt til staðar hjá okkur með þessa ungu leikmenn.“
Íslenski handboltinn Mest lesið Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Handbolti „Ég reifst ekki við Cindric og er ekki á leið til Flensburg“ Handbolti Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn Sjáðu stemninguna hjá stórum hópi Íslendinga í Zagreb Handbolti Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Sport Orri Freyr er Orri óstöðvandi Handbolti „Kannski er ég orðinn frekur“ Handbolti Svona var Pallborðið: Handboltaæði runnið á þjóðina Handbolti „Ég er ekkert viss um að við náum aftur þessari geðveiki“ Handbolti Fleiri fréttir Einkunnir Strákanna okkar á móti Egyptalandi: Nokkrir með fullt hús „Ég held að við höfum ekki verið svona góðir í áratug“ „Þurfum að halda okkur á jörðinni“ „Leið eins og þeir kæmust ekki í gegn“ „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Tölfræðin á móti Egyptum: Aron og Viggó fóru fyrir sókninni þegar mest á reyndi Noregur marði Spán „Kannski er ég orðinn frekur“ Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Valur ekki í teljandi vandræðum með Gróttu „Ég reifst ekki við Cindric og er ekki á leið til Flensburg“ Lærisveinar Dags unnu Grænhöfðaeyjar með tuttugu marka mun Loksins komu treyjur og þær ruku út Slóvenía ekki í miklum vandræðum með Argentínu Ekkert vesen á sókninni Líkurnar á að Ísland komist í átta liða úrslit aukist um 66 prósent Sjáðu stemninguna hjá stórum hópi Íslendinga í Zagreb Orri Freyr er Orri óstöðvandi Svona var Pallborðið: Handboltaæði runnið á þjóðina „Þetta er miklu skemmtilegra“ „Ég er ekkert viss um að við náum aftur þessari geðveiki“ Gætið ykkar: Dodo-skortur en Egypski Omar ætlar að vinna HM Þjóðverjar í sárum eftir „Herning helvítið“ HM í dag: Meiðsli í miðjum þætti og heyrnartólin lentu upp í sveit Mögulega leikþáttur hjá Egyptum „Það er einhver ára yfir liðinu“ „Alltaf óþolandi að klikka“ Danir ekki í vandræðum með Þjóðverja „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Holland marði Katar Sjá meira
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti