Bíó og sjónvarp

Michael Keaton með í Beetlejuice 2

Haukur Viðar Alfreðsson skrifar
Beetlejuice var önnur mynd leikstjórans Tim Burton í fullri lengd.
Beetlejuice var önnur mynd leikstjórans Tim Burton í fullri lengd.
Leikarinn Michael Keaton mun taka þátt í gerð fyrirhugaðrar framhaldsmyndar kvikmyndarinnar Beetlejuice, sem leikstjórinn Tim Burton sendi frá sér árið 1988.

Nánari upplýsingar liggja ekki fyrir nema að það er Burton sem leikstýrir framhaldsmyndinni, en Keaton staðfesti þátttöku sína við vefsíðuna TMZ.

Í upprunalegu myndinni léku þau Alec Baldwin og Geena Davis nýlátið par sem reynir að hrekja nýja íbúa hússins þeirra á brott með aðstoð hins subbulega og löngu dauða Beetlejuice, sem Keaton lék.

Margir muna eflaust eftir atriðinu hér að neðan úr kvikmyndinni Beetlejuice.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.