Ældi á sviðið á tónleikum Ælu Jón Júlíus Karlsson skrifar 5. nóvember 2013 18:12 Eitt af óvenjulegri atvikum Iceland Airwaves í ár átti sér stað á tónleikum Ælu á Gamla Gauknum á laugardagskvöld. Áhorfandi fór upp á svið á miðjum tónleikum og kastaði upp. Liðsmenn Ælu létu atvikið ekki slá sig út af laginu og héldu áfram að spila. Áhorfandinn var fjarlægður af sviðinu af starfsmönnum staðarins en uppákoman vakti mikla kátínu meðal áhorfenda. „Þetta var bara gjörningur hjá þessum áhorfenda - það mega allir æla á sviðinu okkar,“ segir Sveinn Helgi Halldórsson, bassaleikari Ælu. „Þetta atvik setti skemmtilegan svip á tónleikana og við slógum eiginlega í gegn. Það var mjög fjölmennt og strákarnir í hljómsveitinni Midlake mættu og skemmtu sér mjög vel. Við spiluðum svo aftur á sunnudagskvöldinu og þá var aftur allt fullt.“ Tónleikar Ælu reyndust heldur betur gæfuríkir því sveitin nældi sér umboðsmann á tónleikunum á laugardag. „Ég spurði salinn hvort það væri einhver til í að vera umboðsmaðurinn okkar. Það voru fjórir sem buðu sig fram,“ segir Sveinn Helgi. Myndband af þessu ótrúlega atviki má sjá hér að neðan. Post by Bowen Staines. Mest lesið Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Gagnrýni Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Lífið Hefur afþakkað hlutverk vegna veganismans Lífið Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Lífið Gott að sakna en verðum að hugsa í núinu Lífið Getuleysi á stóra sviðinu Gagnrýni Aron Can og fjölskylda í draumkenndu fríi Lífið Leikirnir sem beðið er eftir Leikjavísir Allt búið hjá Austin og Kaiu Lífið Fleiri fréttir Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira
Eitt af óvenjulegri atvikum Iceland Airwaves í ár átti sér stað á tónleikum Ælu á Gamla Gauknum á laugardagskvöld. Áhorfandi fór upp á svið á miðjum tónleikum og kastaði upp. Liðsmenn Ælu létu atvikið ekki slá sig út af laginu og héldu áfram að spila. Áhorfandinn var fjarlægður af sviðinu af starfsmönnum staðarins en uppákoman vakti mikla kátínu meðal áhorfenda. „Þetta var bara gjörningur hjá þessum áhorfenda - það mega allir æla á sviðinu okkar,“ segir Sveinn Helgi Halldórsson, bassaleikari Ælu. „Þetta atvik setti skemmtilegan svip á tónleikana og við slógum eiginlega í gegn. Það var mjög fjölmennt og strákarnir í hljómsveitinni Midlake mættu og skemmtu sér mjög vel. Við spiluðum svo aftur á sunnudagskvöldinu og þá var aftur allt fullt.“ Tónleikar Ælu reyndust heldur betur gæfuríkir því sveitin nældi sér umboðsmann á tónleikunum á laugardag. „Ég spurði salinn hvort það væri einhver til í að vera umboðsmaðurinn okkar. Það voru fjórir sem buðu sig fram,“ segir Sveinn Helgi. Myndband af þessu ótrúlega atviki má sjá hér að neðan. Post by Bowen Staines.
Mest lesið Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Gagnrýni Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Lífið Hefur afþakkað hlutverk vegna veganismans Lífið Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Lífið Gott að sakna en verðum að hugsa í núinu Lífið Getuleysi á stóra sviðinu Gagnrýni Aron Can og fjölskylda í draumkenndu fríi Lífið Leikirnir sem beðið er eftir Leikjavísir Allt búið hjá Austin og Kaiu Lífið Fleiri fréttir Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira