Bíó og sjónvarp

Illa við hárgelsatriðið

Leikarinn Ben Stiller var alls ekki hrifinn af hárgelsatriðinu í There‘s Something About Mary.

Atriðið er eitt það frægasta í kvikmyndasögunni og hefur lifað góðu lífi síðan myndin kom út árið 1998. Í atriðinu, eins margir vita, notar karakter leikkonunnar Cameron Diaz sæði karakters Ben Stiller sem hárgel fyrir mistök. Útkoman er ansi hressileg hárgreiðsla en nú segir Ben að hann hafi ekki kunnað við þetta atriði á sínum tíma.

Epískt atriði.
„Ég reifst við Farrelly-bræðurnar sem leikstýrðu myndinni. Ég spurði þá að því hvernig karakterinn gæti ekki fundið fyrir sæðinu á eyranu. Ég gekk hart að þeim að búa til einhverja baksögu fyrir karakterinn, til dæmis að hann hafi verið barinn í æsku og því misst tilfinningu í eyranu,“ segir leikarinn í samtali við The New York Times. Hann tapaði þessum slag við leikstjórabræðurnar.

„Þeir sögðu mér að þetta skipti engu máli og að ég ætti að hætta að hugsa um þetta.“

There's Something About Mary sló í gegn á sínum tíma.
Lífið á Facebook.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.