Sport

Skjalatösku stolið af tenniskappa

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Del Potro á góðri stundu með dyggum aðdáanda.
Del Potro á góðri stundu með dyggum aðdáanda. Mynd/Heimasíða Del Potro
Argentínumaðurinn Juan Martin del Potro var rændur skjalatösku þar sem hann gaf eiginhandaráritanir í París í gær.

Del Potro er á leið til Lundúna þar sem hann mun keppa á lokamóti ATP mótaraðarinnar í vikunni.

„Ég var að fara um borð í lestina (Eurotrain) og var beðinn um eiginhandaráritun. Í þann mund sem ég skrifaði nafn mitt og á þeim tuttugu sekúndum var töskunni stolið,“ sagði Del Potro í yfirlýsingu.

Í skjalatösku Suður-Ameríkumannsins var vegabréf hans, peningar og persónulegir munir. Þeirra á meðal var hálsmen sem hefur mikla þýðingu fyrir hann.

„Hálsmenið mitt, sem var blessað af Francis páfa og ég hafði með mér hvert sem ég fór, skipti mig mestu máli,“ sagði Del Potro.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×