Ein af mörgum skemmtilegum tilraunum sem Einar Mikael kennir á DVD-disknum Leyndarmál Vísindanna.
Diskurinn er frábær eign fyrir alla unga vísindaáhugamenn, bæði stelpur og stráka. Á honum eru kenndar 16 einfaldar og spennandi tilraunir sem krakkar á öllum aldri geta glímt við heima.
Útgáfu Leyndarmála Vísindanna var fagnað með gleði og glens á dögunum. Einar Mikael leyfði gestum meðal annars að baða alvöru töfradúfur og sýndi magnaðar vísindatilraunir. Áhorfendur voru agndofa og slógu tilraunirnar í gegn.
Hér fyrir neðan er hægt að sjá myndbrot frá áritunni.
Samstarf