Christian Bale gaf Ben Affleck ráð varðandi þvaglát Haukur Viðar Alfreðsson skrifar 19. nóvember 2013 16:41 Bale telur að Affleck muni standa sig með prýði í hlutverki Leðurblökumannsins. mynd/getty Breski leikarinn Christian Bale, sem er þekktastur fyrir að leika Leðurblökumanninn í þríleik Christophers Nolan um hetjuna, hefur aðeins eitt að segja við arftaka sinn í hlutverkinu, Ben Affleck. „Ég ráðlagði honum að sjá til þess að hann gæti pissað í búningnum án aðstoðar,“ sagði Bale í samtali við Access Hollywood, og bætti því við að hann hefði þurft aðstoð við að sinna kalli náttúrunnar þegar hann var kominn í búning Leðurblökumannsins og þótti honum það niðurlægjandi. Bale segist gera ráð fyrir því að Affleck muni standa sig með prýði í hlutverkinu og óskar honum alls hins besta. „Hann er þaulreyndur leikari og kvikmyndagerðarmaður. Hann mun spjara sig.“ Ben Affleck mun fara með hlutverk Blökunnar í kvikmynd Zacks Snyder, Batman vs. Superman, sem væntanleg er í kvikmyndahús árið 2015. Það hefur farið fyrir brjóstið á mörgum og skrifuðu að minnsta kosti 51 þúsund manns undir undirskriftalista á sínum tíma til þess að mótmæla vali framleiðendanna í hlutverkið. Mest lesið Heitustu trendin árið 2025 Lífið Tíu góð andlitskrem í vetrarkuldann Lífið Heimili Hanks rétt slapp Lífið Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Gagnrýni Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Lífið Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Tíska og hönnun Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Lífið Bæjarfjallið Esjan - gönguleiðir og hjólastígar Lífið samstarf Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Lífið Fleiri fréttir Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Vestfirski hryllingstryllirinn frumsýndur vestanhafs Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira
Breski leikarinn Christian Bale, sem er þekktastur fyrir að leika Leðurblökumanninn í þríleik Christophers Nolan um hetjuna, hefur aðeins eitt að segja við arftaka sinn í hlutverkinu, Ben Affleck. „Ég ráðlagði honum að sjá til þess að hann gæti pissað í búningnum án aðstoðar,“ sagði Bale í samtali við Access Hollywood, og bætti því við að hann hefði þurft aðstoð við að sinna kalli náttúrunnar þegar hann var kominn í búning Leðurblökumannsins og þótti honum það niðurlægjandi. Bale segist gera ráð fyrir því að Affleck muni standa sig með prýði í hlutverkinu og óskar honum alls hins besta. „Hann er þaulreyndur leikari og kvikmyndagerðarmaður. Hann mun spjara sig.“ Ben Affleck mun fara með hlutverk Blökunnar í kvikmynd Zacks Snyder, Batman vs. Superman, sem væntanleg er í kvikmyndahús árið 2015. Það hefur farið fyrir brjóstið á mörgum og skrifuðu að minnsta kosti 51 þúsund manns undir undirskriftalista á sínum tíma til þess að mótmæla vali framleiðendanna í hlutverkið.
Mest lesið Heitustu trendin árið 2025 Lífið Tíu góð andlitskrem í vetrarkuldann Lífið Heimili Hanks rétt slapp Lífið Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Gagnrýni Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Lífið Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Tíska og hönnun Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Lífið Bæjarfjallið Esjan - gönguleiðir og hjólastígar Lífið samstarf Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Lífið Fleiri fréttir Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Vestfirski hryllingstryllirinn frumsýndur vestanhafs Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira