Damon: Ást við fyrstu sín Guðmundur Marinó Ingvarsson skrifar 29. nóvember 2013 21:22 Damon í leik með Keflavík árið 2003. Mynd/Sigurður Jökull „Þetta var gott, við leikum alltaf vel saman. Blessunarlega átti ég góðan leik og Gunnar (Einarsson) líka,“ sagði Damon Johnson sem lék með Keflavík í fyrsta sinn í tíu ár í kvöld þegar Keflavík b lagði ÍG í sextán liða úrslitum Poweradebikar karla í körfubolta 100-80 í kvöld. „Við leikum alltaf vel saman, náum vel saman. Þannig hefur það alltaf verið frá því að ég kom hingað fyrst,“ sagði Damon sem skoraði 31 stig og tók 13 fráköst fyrir Keflavík b. ÍG hóf leikinn á því að skora tíu fyrstu stig leiksins en þá tók Keflavík leikhlé og jafnaði leikinn á tveimur mínútum og tók frumkvæðið í leiknum sem liðið lét aldrei af hendi. Allir leikmenn vallarins skoruðu í leiknum en breiddin er mikil í Keflavíkurliðinu og nýtti liðið hana það vel að leikmenn liðsins virtust aldrei þreytast að neinu ráði þrátt fyrir að vera hættir að æfa körfubolta. Sigur Keflavíkur var öruggur eins og lokatölurnar gefa til kynna en staðan í hálfleik var 49-41. „Þetta er ást við fyrstu sín hér í Keflavík. Ég hef ekki spilað í þrjú, fjögur ár. Ég leik mér annað slagið með vinum en ég æfi ekkert. Þetta er í fyrsta sinn í fjögur, fimm ár sem ég fer í búning og mér leið virkilega vel að fara í Keflavíkurbúninginn,“ sagði Damon sem lék á alls oddi og var greinilega ánægður í þessari fyrstu heimsókn sinni til Íslands í tíu ár. „Ég hef ekki komið hérna síðan við unnum titilinn 2003. Ég var átta ár á Spáni áður en ég fór heim aftur. „Það er mjög gaman að koma hingað aftur. Það er margt fólk sem man eftir mér og ég eignaðist marga góða vini hér. Stærsta ástæðan fyrir því að ég kom aftur var að hitta fólkið, borða lamb, drekka kók, appelsín og mix og rifja upp góðu árin í Keflavík,“ sagði Damon sem útilokar ekki að koma aftur þegar Keflavík á leik í átta liða úrslitunum í janúar. „Strákarnir eru strax byrjaðir að tala um að ég komi aftur í janúar en við verðum að sjá til,“ sagði Damon að lokum. Damon Johnson verður fertugur á næsta ári en hann er einn allra besti körfuboltamaður sem hefur spilað hér á landi. Hann varð þrívegis Íslandsmeistari með Keflavík, síðast árið 2003. Hann fékk íslenskan ríkisborgararétt árið 2002 og á að baki leiki með íslenska A-landsliðinu. Eins og sjá má á tölfræði leiksins hér fyrir neðan spiluðu margar gamlar hetjur með Keflavíkurliðinu í kvöld.ÍG-Keflavík b 80-100 (20-26, 21-22, 17-25, 22-27)ÍG: Eggert Daði Pálsson 21/6 fráköst, Hamid Dicko 12/5 fráköst/5 stoðsendingar, Hilmar Hafsteinsson 9, Davíð Arthur Friðriksson 8, Helgi Már Helgason 8/7 fráköst, Stefán Freyr Thordersen 6/4 fráköst, Nökkvi Harðarson 6/8 fráköst, Fannar Elíasson 4, Haukur Einarsson 3/10 fráköst, Sigurður Svansson 2, Jóhann Þór Ólafsson 1.Keflavík b: Damon Johnson 31/13 fráköst, Gunnar Einarsson 19/4 fráköst, Sverrir Þór Sverrisson 11/4 fráköst/5 stoðsendingar, Davíð Þór Jónsson 8, Albert Óskarsson 7/5 fráköst, Guðjón Skúlason 6, Elentínus Margeirsson 5/10 fráköst, Jón Nordal Hafsteinsson 4/4 fráköst, Sævar Sævarsson 3, Gunnar H. Stefánsson 3/4 fráköst, Sigurður Ingimundarson 2/6 fráköst, Einar Guðberg Einarsson 1. Íslenski körfuboltinn Mest lesið Missti öll tíu Ólympíuverðlaun sín í eldunum Sport Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti Þjálfari Eriku Nóttar meyr eftir að hann sendi hana af stað í ævintýraferð Sport Hákon fiskaði víti og rautt í slökum leik Fótbolti Potter hent úr bikarnum í fyrsta leik Enski boltinn Strákarnir hans Dags fóru illa með mótherja Íslands Handbolti „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Enski boltinn Það er ekki flugeldasýning í hverjum leik“ Sport Uppgjörið: Stjarnan-KR 94-86 | Stjörnumenn tóku aftur til sín toppsætið Körfubolti „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Stjarnan-KR 94-86 | Stjörnumenn tóku aftur til sín toppsætið Finnur foxillur: „Bara hrikaleg frammistaða” Uppgjörið: Þór Þ.-Valur 94-69 | Þórsarar rassskelltu meistarana „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Æskuheimili Steve Kerr brann til kaldra kola Uppgjörið: Keflavík - Höttur 112-98 | Fyrsti sigur Keflvíkinga á árinu „Fínt eins og það er, en rosalega margt sem við getum enn gert betur“ „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 75-81 | Vítaklúður og vonbrigði í Forsetahöllinni Uppgjörið: Grindavík-Haukar 79-71 | Torsóttur skyldusigur Grindvíkinga Uppgjörið: Tindastóll-ÍR 98-88 | Stólarnir á toppinn Fresta NBA leik vegna eldanna í Los Angeles Stóðu í Tyrkjunum en allt hrundi í lokin Cavs vann uppgjör toppliðanna í NBA Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Stalst í síma liðsfélaga og tók sjötíu sjálfur „Ég mun vera með þetta út ferilinn minn, bara fyrir þig“ Uppgjör og viðtöl: Þór Ak.-Keflavík 109-87 | Þórskonur áfram í stuði á heimavelli „Vonandi náum við að stækka hópinn og gera magnaða hluti í vor” Fóru í leikinn Hvar spilar hann? Skoraði ótrúlega sigurkörfu fyrir aftan miðju Öskraði í miðju vítaskoti „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ „Kannski bara ágætt að tapa einum og ná jarðtengingu“ Uppgjörið: Valur - Tindastóll 73-64 | Valskonur kældu Stólana niður Uppgjör og viðtöl: Njarðvík - Haukar 75-82 | Haukakonur juku forskotið „Við lokuðum á allt sem þær reyndu að koma með í endann“ Sjötíu daga bið lengist enn eftir frábæra endurkomu Hamars/Þórs Misstu Kolbrúnu meidda af velli en tókst samt að enda taphrinuna Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ Sjá meira
„Þetta var gott, við leikum alltaf vel saman. Blessunarlega átti ég góðan leik og Gunnar (Einarsson) líka,“ sagði Damon Johnson sem lék með Keflavík í fyrsta sinn í tíu ár í kvöld þegar Keflavík b lagði ÍG í sextán liða úrslitum Poweradebikar karla í körfubolta 100-80 í kvöld. „Við leikum alltaf vel saman, náum vel saman. Þannig hefur það alltaf verið frá því að ég kom hingað fyrst,“ sagði Damon sem skoraði 31 stig og tók 13 fráköst fyrir Keflavík b. ÍG hóf leikinn á því að skora tíu fyrstu stig leiksins en þá tók Keflavík leikhlé og jafnaði leikinn á tveimur mínútum og tók frumkvæðið í leiknum sem liðið lét aldrei af hendi. Allir leikmenn vallarins skoruðu í leiknum en breiddin er mikil í Keflavíkurliðinu og nýtti liðið hana það vel að leikmenn liðsins virtust aldrei þreytast að neinu ráði þrátt fyrir að vera hættir að æfa körfubolta. Sigur Keflavíkur var öruggur eins og lokatölurnar gefa til kynna en staðan í hálfleik var 49-41. „Þetta er ást við fyrstu sín hér í Keflavík. Ég hef ekki spilað í þrjú, fjögur ár. Ég leik mér annað slagið með vinum en ég æfi ekkert. Þetta er í fyrsta sinn í fjögur, fimm ár sem ég fer í búning og mér leið virkilega vel að fara í Keflavíkurbúninginn,“ sagði Damon sem lék á alls oddi og var greinilega ánægður í þessari fyrstu heimsókn sinni til Íslands í tíu ár. „Ég hef ekki komið hérna síðan við unnum titilinn 2003. Ég var átta ár á Spáni áður en ég fór heim aftur. „Það er mjög gaman að koma hingað aftur. Það er margt fólk sem man eftir mér og ég eignaðist marga góða vini hér. Stærsta ástæðan fyrir því að ég kom aftur var að hitta fólkið, borða lamb, drekka kók, appelsín og mix og rifja upp góðu árin í Keflavík,“ sagði Damon sem útilokar ekki að koma aftur þegar Keflavík á leik í átta liða úrslitunum í janúar. „Strákarnir eru strax byrjaðir að tala um að ég komi aftur í janúar en við verðum að sjá til,“ sagði Damon að lokum. Damon Johnson verður fertugur á næsta ári en hann er einn allra besti körfuboltamaður sem hefur spilað hér á landi. Hann varð þrívegis Íslandsmeistari með Keflavík, síðast árið 2003. Hann fékk íslenskan ríkisborgararétt árið 2002 og á að baki leiki með íslenska A-landsliðinu. Eins og sjá má á tölfræði leiksins hér fyrir neðan spiluðu margar gamlar hetjur með Keflavíkurliðinu í kvöld.ÍG-Keflavík b 80-100 (20-26, 21-22, 17-25, 22-27)ÍG: Eggert Daði Pálsson 21/6 fráköst, Hamid Dicko 12/5 fráköst/5 stoðsendingar, Hilmar Hafsteinsson 9, Davíð Arthur Friðriksson 8, Helgi Már Helgason 8/7 fráköst, Stefán Freyr Thordersen 6/4 fráköst, Nökkvi Harðarson 6/8 fráköst, Fannar Elíasson 4, Haukur Einarsson 3/10 fráköst, Sigurður Svansson 2, Jóhann Þór Ólafsson 1.Keflavík b: Damon Johnson 31/13 fráköst, Gunnar Einarsson 19/4 fráköst, Sverrir Þór Sverrisson 11/4 fráköst/5 stoðsendingar, Davíð Þór Jónsson 8, Albert Óskarsson 7/5 fráköst, Guðjón Skúlason 6, Elentínus Margeirsson 5/10 fráköst, Jón Nordal Hafsteinsson 4/4 fráköst, Sævar Sævarsson 3, Gunnar H. Stefánsson 3/4 fráköst, Sigurður Ingimundarson 2/6 fráköst, Einar Guðberg Einarsson 1.
Íslenski körfuboltinn Mest lesið Missti öll tíu Ólympíuverðlaun sín í eldunum Sport Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti Þjálfari Eriku Nóttar meyr eftir að hann sendi hana af stað í ævintýraferð Sport Hákon fiskaði víti og rautt í slökum leik Fótbolti Potter hent úr bikarnum í fyrsta leik Enski boltinn Strákarnir hans Dags fóru illa með mótherja Íslands Handbolti „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Enski boltinn Það er ekki flugeldasýning í hverjum leik“ Sport Uppgjörið: Stjarnan-KR 94-86 | Stjörnumenn tóku aftur til sín toppsætið Körfubolti „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Stjarnan-KR 94-86 | Stjörnumenn tóku aftur til sín toppsætið Finnur foxillur: „Bara hrikaleg frammistaða” Uppgjörið: Þór Þ.-Valur 94-69 | Þórsarar rassskelltu meistarana „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Æskuheimili Steve Kerr brann til kaldra kola Uppgjörið: Keflavík - Höttur 112-98 | Fyrsti sigur Keflvíkinga á árinu „Fínt eins og það er, en rosalega margt sem við getum enn gert betur“ „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 75-81 | Vítaklúður og vonbrigði í Forsetahöllinni Uppgjörið: Grindavík-Haukar 79-71 | Torsóttur skyldusigur Grindvíkinga Uppgjörið: Tindastóll-ÍR 98-88 | Stólarnir á toppinn Fresta NBA leik vegna eldanna í Los Angeles Stóðu í Tyrkjunum en allt hrundi í lokin Cavs vann uppgjör toppliðanna í NBA Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Stalst í síma liðsfélaga og tók sjötíu sjálfur „Ég mun vera með þetta út ferilinn minn, bara fyrir þig“ Uppgjör og viðtöl: Þór Ak.-Keflavík 109-87 | Þórskonur áfram í stuði á heimavelli „Vonandi náum við að stækka hópinn og gera magnaða hluti í vor” Fóru í leikinn Hvar spilar hann? Skoraði ótrúlega sigurkörfu fyrir aftan miðju Öskraði í miðju vítaskoti „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ „Kannski bara ágætt að tapa einum og ná jarðtengingu“ Uppgjörið: Valur - Tindastóll 73-64 | Valskonur kældu Stólana niður Uppgjör og viðtöl: Njarðvík - Haukar 75-82 | Haukakonur juku forskotið „Við lokuðum á allt sem þær reyndu að koma með í endann“ Sjötíu daga bið lengist enn eftir frábæra endurkomu Hamars/Þórs Misstu Kolbrúnu meidda af velli en tókst samt að enda taphrinuna Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ Sjá meira