Hannes dæmdur til að greiða Landsbankanum á annan milljarð króna Þorbjörn Þórðarson skrifar 28. nóvember 2013 18:30 Hannes Smárason, fjárfestir, var í dag dæmdur til að greiða Landsbankanum á annan milljarð króna vegna sjálfskuldarábyrgða sem hann gekkst í vegna lánveitinga bankans til tveggja einkahlutafélaga í hans eigu. Krafa Landsbankans á hendur Hannesi á rót sína að rekja til sjálfskuldarábyrgðar sem Hannes gekkst í fyrir lánveitingum Landsbankans til handa Fjárfestingafélaginu Primusi ehf., og hins vegar Eignarhaldsfélaginu Oddaflugi ehf., en um var að ræða félög í eigu Hannesar sem héldu á eignarhlut hans í FL Group fyrir bankahrunið. Lánin stóðu í 24,7 milljörðum króna Fram kemur í dómi Héraðsdóms Reykjavíkur, sem kveðinn var upp í dag, að Landsbankinn hafi lánað Primusi 12,5 milljarða króna í júní 2005, 6 milljarða í apríl 2006, 1,3 milljarða í september 2007, 1,9 milljarða í ágúst 2007 og 280 milljónir í júní 2007. Þá fékk Oddaflug tveggja milljarða króna lán í apríl 2007. Heildarstaða þessara lána Landsbankans til félaga Hannesar nam 24,7 milljörðum króna í desember 2007. Hannes hafði gengist í sjálfskuldarábyrgð vegna lánveitinganna upp á 2,2 milljarða króna. Með dómi héraðsdóms var Hannes dæmdur til að greiða 1,9 milljarða króna ásamt dráttarvöxtum að frádregnum 300 milljónum króna. Sannað þótti í málinu að greitt hefði verið inn á reikning Fjárfestingafélagsins Primusar ehf. hinn 19. mars 2008 og sjálfskuldarábyrgð Hannesar lækkuð um sömu fjárhæð á móti. Til varnar í einka- og sakamálumÞað er víða sótt að Hannesi því hinn 28. október sl. var hann ákærður af embætti sérstaks saksóknara fyrir fjárdrátt vegna 2,8 milljarða króna sem hann lét millifæra af reikningum FL Group á bankareikning Fons eignarhaldsfélags, sem var í eigu Pálma Haraldssonar, í apríl 2005. Fram kemur í ákæru að Hannes hafi látið millifæra fjárhæðina án vitneskju þáverandi forstjóra og stjórnar FL Group. Hannes hefur lýst sig saklausan af þessum sakargiftum. Mest lesið Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Viðskipti innlent Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ Atvinnulíf Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur Norska sjóbjörgunarsveitin semur við íslenskt fyrirtæki Viðskipti innlent Boða til fundar með íbúum Ölfuss um kolefnisförgunarstöð Viðskipti innlent Enn deila Musk og Altman Viðskipti erlent „Eins og stundum vanti hvatann hjá stofnunum til þess að vilja hagræða“ Atvinnulíf „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Atvinnulíf Bónus ódýrari en Prís í fjögur skipti af fimm hundruð Neytendur Fleiri fréttir Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Norska sjóbjörgunarsveitin semur við íslenskt fyrirtæki Boða til fundar með íbúum Ölfuss um kolefnisförgunarstöð Ari nýr tæknistjóri Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Sjá meira
Hannes Smárason, fjárfestir, var í dag dæmdur til að greiða Landsbankanum á annan milljarð króna vegna sjálfskuldarábyrgða sem hann gekkst í vegna lánveitinga bankans til tveggja einkahlutafélaga í hans eigu. Krafa Landsbankans á hendur Hannesi á rót sína að rekja til sjálfskuldarábyrgðar sem Hannes gekkst í fyrir lánveitingum Landsbankans til handa Fjárfestingafélaginu Primusi ehf., og hins vegar Eignarhaldsfélaginu Oddaflugi ehf., en um var að ræða félög í eigu Hannesar sem héldu á eignarhlut hans í FL Group fyrir bankahrunið. Lánin stóðu í 24,7 milljörðum króna Fram kemur í dómi Héraðsdóms Reykjavíkur, sem kveðinn var upp í dag, að Landsbankinn hafi lánað Primusi 12,5 milljarða króna í júní 2005, 6 milljarða í apríl 2006, 1,3 milljarða í september 2007, 1,9 milljarða í ágúst 2007 og 280 milljónir í júní 2007. Þá fékk Oddaflug tveggja milljarða króna lán í apríl 2007. Heildarstaða þessara lána Landsbankans til félaga Hannesar nam 24,7 milljörðum króna í desember 2007. Hannes hafði gengist í sjálfskuldarábyrgð vegna lánveitinganna upp á 2,2 milljarða króna. Með dómi héraðsdóms var Hannes dæmdur til að greiða 1,9 milljarða króna ásamt dráttarvöxtum að frádregnum 300 milljónum króna. Sannað þótti í málinu að greitt hefði verið inn á reikning Fjárfestingafélagsins Primusar ehf. hinn 19. mars 2008 og sjálfskuldarábyrgð Hannesar lækkuð um sömu fjárhæð á móti. Til varnar í einka- og sakamálumÞað er víða sótt að Hannesi því hinn 28. október sl. var hann ákærður af embætti sérstaks saksóknara fyrir fjárdrátt vegna 2,8 milljarða króna sem hann lét millifæra af reikningum FL Group á bankareikning Fons eignarhaldsfélags, sem var í eigu Pálma Haraldssonar, í apríl 2005. Fram kemur í ákæru að Hannes hafi látið millifæra fjárhæðina án vitneskju þáverandi forstjóra og stjórnar FL Group. Hannes hefur lýst sig saklausan af þessum sakargiftum.
Mest lesið Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Viðskipti innlent Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ Atvinnulíf Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur Norska sjóbjörgunarsveitin semur við íslenskt fyrirtæki Viðskipti innlent Boða til fundar með íbúum Ölfuss um kolefnisförgunarstöð Viðskipti innlent Enn deila Musk og Altman Viðskipti erlent „Eins og stundum vanti hvatann hjá stofnunum til þess að vilja hagræða“ Atvinnulíf „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Atvinnulíf Bónus ódýrari en Prís í fjögur skipti af fimm hundruð Neytendur Fleiri fréttir Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Norska sjóbjörgunarsveitin semur við íslenskt fyrirtæki Boða til fundar með íbúum Ölfuss um kolefnisförgunarstöð Ari nýr tæknistjóri Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Sjá meira