Hannes dæmdur til að greiða Landsbankanum á annan milljarð króna Þorbjörn Þórðarson skrifar 28. nóvember 2013 18:30 Hannes Smárason, fjárfestir, var í dag dæmdur til að greiða Landsbankanum á annan milljarð króna vegna sjálfskuldarábyrgða sem hann gekkst í vegna lánveitinga bankans til tveggja einkahlutafélaga í hans eigu. Krafa Landsbankans á hendur Hannesi á rót sína að rekja til sjálfskuldarábyrgðar sem Hannes gekkst í fyrir lánveitingum Landsbankans til handa Fjárfestingafélaginu Primusi ehf., og hins vegar Eignarhaldsfélaginu Oddaflugi ehf., en um var að ræða félög í eigu Hannesar sem héldu á eignarhlut hans í FL Group fyrir bankahrunið. Lánin stóðu í 24,7 milljörðum króna Fram kemur í dómi Héraðsdóms Reykjavíkur, sem kveðinn var upp í dag, að Landsbankinn hafi lánað Primusi 12,5 milljarða króna í júní 2005, 6 milljarða í apríl 2006, 1,3 milljarða í september 2007, 1,9 milljarða í ágúst 2007 og 280 milljónir í júní 2007. Þá fékk Oddaflug tveggja milljarða króna lán í apríl 2007. Heildarstaða þessara lána Landsbankans til félaga Hannesar nam 24,7 milljörðum króna í desember 2007. Hannes hafði gengist í sjálfskuldarábyrgð vegna lánveitinganna upp á 2,2 milljarða króna. Með dómi héraðsdóms var Hannes dæmdur til að greiða 1,9 milljarða króna ásamt dráttarvöxtum að frádregnum 300 milljónum króna. Sannað þótti í málinu að greitt hefði verið inn á reikning Fjárfestingafélagsins Primusar ehf. hinn 19. mars 2008 og sjálfskuldarábyrgð Hannesar lækkuð um sömu fjárhæð á móti. Til varnar í einka- og sakamálumÞað er víða sótt að Hannesi því hinn 28. október sl. var hann ákærður af embætti sérstaks saksóknara fyrir fjárdrátt vegna 2,8 milljarða króna sem hann lét millifæra af reikningum FL Group á bankareikning Fons eignarhaldsfélags, sem var í eigu Pálma Haraldssonar, í apríl 2005. Fram kemur í ákæru að Hannes hafi látið millifæra fjárhæðina án vitneskju þáverandi forstjóra og stjórnar FL Group. Hannes hefur lýst sig saklausan af þessum sakargiftum. Mest lesið Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Viðskipti innlent ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Hækka ekki verðtryggðu vextina Viðskipti innlent Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Gæðin að batna og nóg af klementínum eftir helgi Neytendur Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Viðskipti innlent Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Fleiri fréttir Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Grindvíkingar geta nú gerst „hollvinir“ seldra húsa sinna Samkaup koma inn á bókamarkaðinn með látum Sjá meira
Hannes Smárason, fjárfestir, var í dag dæmdur til að greiða Landsbankanum á annan milljarð króna vegna sjálfskuldarábyrgða sem hann gekkst í vegna lánveitinga bankans til tveggja einkahlutafélaga í hans eigu. Krafa Landsbankans á hendur Hannesi á rót sína að rekja til sjálfskuldarábyrgðar sem Hannes gekkst í fyrir lánveitingum Landsbankans til handa Fjárfestingafélaginu Primusi ehf., og hins vegar Eignarhaldsfélaginu Oddaflugi ehf., en um var að ræða félög í eigu Hannesar sem héldu á eignarhlut hans í FL Group fyrir bankahrunið. Lánin stóðu í 24,7 milljörðum króna Fram kemur í dómi Héraðsdóms Reykjavíkur, sem kveðinn var upp í dag, að Landsbankinn hafi lánað Primusi 12,5 milljarða króna í júní 2005, 6 milljarða í apríl 2006, 1,3 milljarða í september 2007, 1,9 milljarða í ágúst 2007 og 280 milljónir í júní 2007. Þá fékk Oddaflug tveggja milljarða króna lán í apríl 2007. Heildarstaða þessara lána Landsbankans til félaga Hannesar nam 24,7 milljörðum króna í desember 2007. Hannes hafði gengist í sjálfskuldarábyrgð vegna lánveitinganna upp á 2,2 milljarða króna. Með dómi héraðsdóms var Hannes dæmdur til að greiða 1,9 milljarða króna ásamt dráttarvöxtum að frádregnum 300 milljónum króna. Sannað þótti í málinu að greitt hefði verið inn á reikning Fjárfestingafélagsins Primusar ehf. hinn 19. mars 2008 og sjálfskuldarábyrgð Hannesar lækkuð um sömu fjárhæð á móti. Til varnar í einka- og sakamálumÞað er víða sótt að Hannesi því hinn 28. október sl. var hann ákærður af embætti sérstaks saksóknara fyrir fjárdrátt vegna 2,8 milljarða króna sem hann lét millifæra af reikningum FL Group á bankareikning Fons eignarhaldsfélags, sem var í eigu Pálma Haraldssonar, í apríl 2005. Fram kemur í ákæru að Hannes hafi látið millifæra fjárhæðina án vitneskju þáverandi forstjóra og stjórnar FL Group. Hannes hefur lýst sig saklausan af þessum sakargiftum.
Mest lesið Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Viðskipti innlent ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Hækka ekki verðtryggðu vextina Viðskipti innlent Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Gæðin að batna og nóg af klementínum eftir helgi Neytendur Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Viðskipti innlent Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Fleiri fréttir Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Grindvíkingar geta nú gerst „hollvinir“ seldra húsa sinna Samkaup koma inn á bókamarkaðinn með látum Sjá meira