3.000 grunnskólanemendur hlýddu á Skálmöld og Sinfó Haukur Viðar Alfreðsson skrifar 28. nóvember 2013 14:57 Um 3.000 unglingar í tveimur hópum fylgdust með æfingunni. myndir/baldur ragnarsson Þungarokkshljómsveitin Skálmöld og Sinfóníuhljómsveit Íslands buðu bekkjum úr grunnskólum á höfuðborgarsvæðinu að fylgjast með lokaæfingu í morgun fyrir fyrstu tónleika tónleikaþrennu sem hefst í Eldborgarsal Hörpu í kvöld. Um 3.000 unglingar í tveimur hópum fylgdust með æfingunni, sem stóð yfir í um tvær og hálfa klukkustund, og spiluðu tónlistarmennirnir efnisskrá kvöldsins í heild sinni. „Þetta var bara geðveikt,“ segir Snæbjörn Ragnarsson, bassaleikari Skálmaldar, en opna æfingin var hluti af fræðslustarfi Sinfóníuhljómsveitarinnar. „Þetta er svo ævintýralegur salur. Fólk getur hætt að rífa kjaft um þetta hús. Það er þarna og það er geðveikt. Maður fann það í dag hvað það er brjálað að standa þarna fyrir framan allt þetta fólk.“Hljómsveitarstjóri tónleikanna er Bernharður Wilkinson.mynd/baldur ragnarssonMyndi treysta Sinfó til að spila á Wacken Um 300 manns verða á sviði Eldborgar í kvöld, en Skálmöld og Sinfóníuhljómsveitinni til halds og trausts verða Karlakór Reykjavíkur, Kammerkórinn Hymnodia og barnakór úr Kársnesskóla. Snæbjörn segir það hafa tekið nokkur rennsli fyrir tónlistarmennina að stilla sig saman en það hafi þó tekið lygilega stuttan tíma. „Tónlistarmenn eru bara tónlistarmenn og um leið og það er talið í er svolítið eins og það sé verið að keyra á mann með stóru tæki. Við töluðum um það eftir fyrstu æfingu hvað það væri mikið rokk í Sinfó, bara eins og hún kemur. Ég myndi treysta þeim til að spila á Wacken. Þetta eru alvöru tónlistarmenn að gera alvöru hluti af fullum heilindum. Maður dregur það ekkert út úr rassgatinu á sér.“ Uppselt er á tónleikana í kvöld og annað kvöld en örfáir miðar eru eftir á tónleikana á laugardag. „Ég spurði í afgreiðslunni áðan og þá voru 150 miðar eftir,“ segir Snæbjörn og hvetur þá sem ætla að mæta að hafa hraðar hendur. „Ég veit þetta hljómar eins og söluræða dauðans en ég er að horfa á þetta núna. Ég giska á að miðarnir séu um hundrað núna sem eru eftir.“Um 300 manns verða á sviði Eldborgar í kvöld.mynd/baldur ragnarsson Tengdar fréttir Hljómsveitin Skálmöld pissar í flöskur Flakkar um álfuna á rútubifreið sem hefur enga salernisaðstöðu. 13. september 2013 12:13 Skálmöld svalaði rokkþyrstum föngum á Litla Hrauni Þakið ætlaði bókstaflega að rifna af fangelsinu að Litla Hrauni þegar þungarokkarnir í Skálmöld svöluðu rokkþyrstum föngum þar í gærkvöld. 8. mars 2013 19:02 Súrrealískt að spila með Sinfó "Þetta er hálfsúrrealískt en þetta leggst gríðarlega vel í okkur alla,“ segir Snæbjörn Ragnarsson, bassaleikari Skálmaldar. Rokkararnir spila í fyrsta sinn með Sinfóníuhljómsveit Íslands á tónleikum í Eldborg 29. nóvember. 26. júní 2013 09:00 „Ef þú ert eitthvað að þykjast er þér bara sagt að þú sért aumingi“ Skálmöld heldur tónleika fyrir yngstu kynslóðina á morgun. 10. maí 2013 19:59 Skálmöld spilaði fyrir drottninguna Margrét Þórhildur Danadrottning fékk nasaþef af íslensku þungarokki í Þjóðleikhúsinu í gær. 14. nóvember 2013 10:48 Mest lesið Stjörnufans á afmælistónleikum Gunnars Þórðarsonar Lífið Asninn að baki Asna allur Lífið Sleppti gallabuxunum þegar hann giftist sinni drottningu Lífið Draumurinn langþráði kostaði hana hjónabandið Lífið „Hún leggst ofan á mig og tekur mig kyrkingartaki“ Lífið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Kaupmálar, framhjáhöld, félagskvíði og engin að tala saman Áskorun „Þurfti að berjast við tárin“ þegar Vigdís mætti í settið Lífið „Bara það að fá að taka þátt er ómetanlegt“ Lífið Krakkatían: Þrettándinn, stjörnukerfið og barnaefni Lífið Fleiri fréttir Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira
Þungarokkshljómsveitin Skálmöld og Sinfóníuhljómsveit Íslands buðu bekkjum úr grunnskólum á höfuðborgarsvæðinu að fylgjast með lokaæfingu í morgun fyrir fyrstu tónleika tónleikaþrennu sem hefst í Eldborgarsal Hörpu í kvöld. Um 3.000 unglingar í tveimur hópum fylgdust með æfingunni, sem stóð yfir í um tvær og hálfa klukkustund, og spiluðu tónlistarmennirnir efnisskrá kvöldsins í heild sinni. „Þetta var bara geðveikt,“ segir Snæbjörn Ragnarsson, bassaleikari Skálmaldar, en opna æfingin var hluti af fræðslustarfi Sinfóníuhljómsveitarinnar. „Þetta er svo ævintýralegur salur. Fólk getur hætt að rífa kjaft um þetta hús. Það er þarna og það er geðveikt. Maður fann það í dag hvað það er brjálað að standa þarna fyrir framan allt þetta fólk.“Hljómsveitarstjóri tónleikanna er Bernharður Wilkinson.mynd/baldur ragnarssonMyndi treysta Sinfó til að spila á Wacken Um 300 manns verða á sviði Eldborgar í kvöld, en Skálmöld og Sinfóníuhljómsveitinni til halds og trausts verða Karlakór Reykjavíkur, Kammerkórinn Hymnodia og barnakór úr Kársnesskóla. Snæbjörn segir það hafa tekið nokkur rennsli fyrir tónlistarmennina að stilla sig saman en það hafi þó tekið lygilega stuttan tíma. „Tónlistarmenn eru bara tónlistarmenn og um leið og það er talið í er svolítið eins og það sé verið að keyra á mann með stóru tæki. Við töluðum um það eftir fyrstu æfingu hvað það væri mikið rokk í Sinfó, bara eins og hún kemur. Ég myndi treysta þeim til að spila á Wacken. Þetta eru alvöru tónlistarmenn að gera alvöru hluti af fullum heilindum. Maður dregur það ekkert út úr rassgatinu á sér.“ Uppselt er á tónleikana í kvöld og annað kvöld en örfáir miðar eru eftir á tónleikana á laugardag. „Ég spurði í afgreiðslunni áðan og þá voru 150 miðar eftir,“ segir Snæbjörn og hvetur þá sem ætla að mæta að hafa hraðar hendur. „Ég veit þetta hljómar eins og söluræða dauðans en ég er að horfa á þetta núna. Ég giska á að miðarnir séu um hundrað núna sem eru eftir.“Um 300 manns verða á sviði Eldborgar í kvöld.mynd/baldur ragnarsson
Tengdar fréttir Hljómsveitin Skálmöld pissar í flöskur Flakkar um álfuna á rútubifreið sem hefur enga salernisaðstöðu. 13. september 2013 12:13 Skálmöld svalaði rokkþyrstum föngum á Litla Hrauni Þakið ætlaði bókstaflega að rifna af fangelsinu að Litla Hrauni þegar þungarokkarnir í Skálmöld svöluðu rokkþyrstum föngum þar í gærkvöld. 8. mars 2013 19:02 Súrrealískt að spila með Sinfó "Þetta er hálfsúrrealískt en þetta leggst gríðarlega vel í okkur alla,“ segir Snæbjörn Ragnarsson, bassaleikari Skálmaldar. Rokkararnir spila í fyrsta sinn með Sinfóníuhljómsveit Íslands á tónleikum í Eldborg 29. nóvember. 26. júní 2013 09:00 „Ef þú ert eitthvað að þykjast er þér bara sagt að þú sért aumingi“ Skálmöld heldur tónleika fyrir yngstu kynslóðina á morgun. 10. maí 2013 19:59 Skálmöld spilaði fyrir drottninguna Margrét Þórhildur Danadrottning fékk nasaþef af íslensku þungarokki í Þjóðleikhúsinu í gær. 14. nóvember 2013 10:48 Mest lesið Stjörnufans á afmælistónleikum Gunnars Þórðarsonar Lífið Asninn að baki Asna allur Lífið Sleppti gallabuxunum þegar hann giftist sinni drottningu Lífið Draumurinn langþráði kostaði hana hjónabandið Lífið „Hún leggst ofan á mig og tekur mig kyrkingartaki“ Lífið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Kaupmálar, framhjáhöld, félagskvíði og engin að tala saman Áskorun „Þurfti að berjast við tárin“ þegar Vigdís mætti í settið Lífið „Bara það að fá að taka þátt er ómetanlegt“ Lífið Krakkatían: Þrettándinn, stjörnukerfið og barnaefni Lífið Fleiri fréttir Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira
Hljómsveitin Skálmöld pissar í flöskur Flakkar um álfuna á rútubifreið sem hefur enga salernisaðstöðu. 13. september 2013 12:13
Skálmöld svalaði rokkþyrstum föngum á Litla Hrauni Þakið ætlaði bókstaflega að rifna af fangelsinu að Litla Hrauni þegar þungarokkarnir í Skálmöld svöluðu rokkþyrstum föngum þar í gærkvöld. 8. mars 2013 19:02
Súrrealískt að spila með Sinfó "Þetta er hálfsúrrealískt en þetta leggst gríðarlega vel í okkur alla,“ segir Snæbjörn Ragnarsson, bassaleikari Skálmaldar. Rokkararnir spila í fyrsta sinn með Sinfóníuhljómsveit Íslands á tónleikum í Eldborg 29. nóvember. 26. júní 2013 09:00
„Ef þú ert eitthvað að þykjast er þér bara sagt að þú sért aumingi“ Skálmöld heldur tónleika fyrir yngstu kynslóðina á morgun. 10. maí 2013 19:59
Skálmöld spilaði fyrir drottninguna Margrét Þórhildur Danadrottning fékk nasaþef af íslensku þungarokki í Þjóðleikhúsinu í gær. 14. nóvember 2013 10:48